Brautin - 23.12.1957, Blaðsíða 4

Brautin - 23.12.1957, Blaðsíða 4
6 BRAUTIN Hvers þarfnasi slómenn! Framhald af 1. sfEfo. mennsku, í það minnsta, að sjó- mannastéttin sætti sig' við kjör- in. Það á ekki að vera að togast. á um, hvort fiskverð eigi að luekka um 1—2 aura,á kg., ekki um það, hvort kauptrygging hækki um kr. 10.— eða kr. 20.— á tnánuði og ekki heldur um það Iivort heldur kr. 50.— eða kr. 250.— af kaupi þeirra á mánuði skuli vera undanþegnar skatti. Það á aö gem það myndarlegt átali varðandi kjaramál sjó- rnanna, að þeir vilji fúslega vera á fiskiskiþunum og sækja þá björg, sem þjóðin getur r>- mögulega án verið. Kinhverjir munu segja: Það er ekki hægt að greiða hærri lauu en gert hefur verið, út- vegurinn rís ekki undir hærri álögum. Því er til að svara, að útveg- urinn ber sig ekki eins og er og verður að styrkja Iiann stór- kostlega með ýmiss konar ráð- stöfunum, sem koma þó ekki að því gagni er skyldi, vegna þess að skakkt er að íarið. Kins og kunnugt er, og áður hefur verið sagt, hefur reynzt erfitt á undaníörnum árum að manna skipin íslenzkum áhöfn- um, vegna þess að kjörin liafa ekki þótt eftirsóknarverð, og menn hafa heldur kosið að vinna í landi. Á s.l. vertíð voru hér um eða yfir 1000 færeyskir sjómenn og yfirfærsla á kaupi þeirra mun vera um 20 millj. kr. á þessu ári, í svokölluðum „hörðum“ gjaldeyri. Iif þjóðin í öllum sínum gjaldeyrisvand- rœðum hefur efni á þessu, þá hefur hún miklu frekar ráð á að Ixeta það mikið kjör fiski- mannanna, að þeir samaniagt bteru urn jo—50 millj. kr. rneira úr býturn á ruesla <íri, en þeir gera á þvi ári, sem nú er að liða. Kf kjörin bötnuðu það mikið, að íslenzkir menn fengjust á skipin, og við þyrftum ekki á íæreyskum sjómönnum að halda, gæti ríkið sparað sér þess- ar 20 tnillj. í gjaldeyri, og ef það teldi sig þurfa að fá aftur það, er bætt kjör kostuðu, mætti nota 20 millj. til þess að kaupa fyrir þær hátollaðar vör- ur, er gcefu af sér um 20—26 rniilj. í rikiskassann. Þjóðin hefur ekki efni á öðru en að búa vel og myndarlega að fiskimönnum sínum. Ef við fá- um ekki fisk úr sjó til að selja, svo hægt sé að kaupa þær vör- ur er við getum ekki án verið, verður ekki lifað menningarlífi á þessu landi. Aðrar starfsstéttir munu ekki sjá ofsjónum yfir, þótt gert sé vel við fiskimennina, því að á þeirra starfi byggist starf nær allra annarra starfsstétta. Kröfur sjómanna nú verða jæssar helztar; :. Verulega liækkað fiskverð. 2. Mjög hækkuð hlutatrygg- ing. 3. Frítt fæði á bátum. 4. Skattfrelsi. 5. Lífeyrissjóður. Við þessum kröfum á að verða, þá nuin vel fara. jón Sigurðsson. Leiðréfting í síðasta blaði Brautarinnar, 7. þ. m„ urðu þau leiðu mis- tök, að ávarp frá Þjóðkirkju ís- lands um fjársöfnun til handa bágstöddum U ngverjum, brenglaðist í setningu og var prentað þannig óleiðrétt. Blað- ið biður blutaðeigendur og les- endur afsökunar á mistökum þessum. Grein Sigurðar Einarssonar. Framhald af 2. síðu. út. Séra Sigurður hefur margan sjó siglt uni dagana, bæði úfinn og blikandi — og ekki vafamál, að nýja Ijóðabókin hans geymir sitthvað girnilegt- til fróðleiks úr þeim förum. H. S. Ath.: Viðtal þetta birtist í Alþýðublaðinu laugardag- inn 14. þ. m. Tii Jélagjata: Hraðsuðukatlar, Straujárn, Vöflujárn, Hrærivélar, Brauðristar, Saumavélamótorar, BorðJampar, Standlampar, og ennfremur hinar vinsælu Philips-rafmagnsrakvélar. Skíðasleðar, Seríuperur, Mislitar perur. Kvöldvakan F'ramhald af 1. síðu. ur til leikendanna, að þeir hafi laglegar söngraddir og geti hreyft sig létt og frjálslega á sviðinu. Þetta virtist líka flest- um hinna ungu og óreyndu íeikenda takast allvel, og má segja, að leikur þeirra í heild væri dágóður, einkum þegar það er haft í huga, að flestir leikendanna eru nýliðar á leik- sviði og æfingar liafa sjálfsagt \erið færri en æskilegt hefði \erið. Af einstökum leikendum, sem góða frammistöðu sýndu, má einkum nefna Svein Tómas- son, sem lék Nordal stúdent, Dagfríði Finnsdóttur, sem lék Sigríði og Kinar Þorsteinsson, sem lék Hallvarð selstrák. Aðr- ir lcikendur fóru og laglega með hiutverk sín. — Leikstjóri vat Hciskuldur Skagfjörð. Iæik- tjöld gerðu Hafsteinn Aust- mani: og Magnús Magnússon, en Ijósameistari var Jóhann Sig- fússon. Undirleik annaðist Guð- jón Pálsson, og lék hljómsveit hans einnig milli atriða á kvöld- vökunni. Því miður voru áhorfendur færri á kvöldvöku þessari en æskilegt liefði verið. Eins og allir vita, er menningar- og skemmtanalíf í þessum bæ harla fábreytt og fátæklegt; jafnvel góðar kvikmyndir sjást hér sjaldan, hvað sem veldur. Bæj- arbúar ættu að rétta því fólki, sem leggur á sig talsvert ómak og fyrirhöfn endurgjaldslítið við að æfa leikrit og önnur sketnmtiatriði, örvandi hönd með því að mæta betur næst, þegar Leiklélag Vestmannaeyja efnir til leiksýningar. Bœjarstjórnarkosningar í Vestmannaeyjum fara fram sunnudaginn 26. janúar 1958. Framboðslistum ber að skila til oddvita yf- irkjörstjórnar, Friðþjófs G. Johnsen, hdl-, fyrir kl 24 4. januar n.k. Yfirkjörstjórnin í Vestmannaeyjum, 20. desember 1957. Friðþjófur G. Johnsen, f' Jón Hjaltason, Theódór S. Georgsson. Nr. 29/1957. TILKYNNING Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið eftirfarandi há- marksverð á brenndu og uiöluðu kaffi frá innlend- tim kaffibrennslum. í heildsölu kr. 36.50 pr. kg. í smásölu kr. 42.00 pr. kg. Reykjavík, 11, des. 1957. V K RÐ LAGSSTJ ÓRIN N. Skrifstofustúlka óskast nú þegar eða um áramót. Isfélag Vestmannaeyja h. f. i0*O*C*O*D*O( •c#C#0*0*0»0*0< Útg.: Alþýðuflokhsfél. Vestm.eyja. Ingólfur Arnarson ábyrgur.

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.