Brautin - 23.12.1957, Blaðsíða 2

Brautin - 23.12.1957, Blaðsíða 2
BRAUTIN Kabbaö yfir kaffibolla við séra Sigurð Einarsson: Hugsunarháttur Araba- þjóðanna er Vesíurlandabúum framandi Tíðindamaður Alþýðublaðs- ins hitti af hendingu séra Sig- urð Einarsson skáld í Holti á götu í Reykjavík. Hann var á hraðri ferð, en tíðindamaður vildi ekki láta þetta tækifæri ganga sér úr greipum og mælti afar ísmeygilega: — I>ú ert nýköminn úr langri ferð? 1 |/jv „Jú, það er ég reyndar, en ég er að flýta mér," svaraði Sig- urður. — Já, það er nú ekkert nýtt. Ég veit ekki betur en þú hafir verið að flýta þér í síðast liðin 30 ár. Drekktu kaffisopa tneð mér og segðu okkur eitthvað í fréttum. „Ég skal þiggja kaffið og þú getur rissað niður það, sem ég segi á meðan, ef þér þykir það ómaksins vert.“ Og svo erum við setztir við kaffið. — Hvað fórstu víða? „Ég fór um Egyptaland, Li- banon, Sýrland, Jórdaníu, ísra- el og kom við í Grikklandi á heimleiðinni, og svo dálítið í Neapel, Sorrento, Pompei og Róm, áður en ég fór norður yfir fjöll-“ — Hvernig var að ferðast í Arabalöndunum? „Þess hefur margur spurt, bæði liér heíma og á Norður- löndum. Og það er von. Að ferðast í Mið-Austurlöndum er eins og að vera að stikla á barmi eldgígs. Og við sktdum ekki blekkja okkur á því, að þarna getur gosið. En okkur gekk ferðalagið vel. í öllum Arabalöndunurn vilja stjórnar- völdin hæna að ferðamenn, þeir skapa kærkomnar tekjur. Og ég hygg, að Norðurlandabú- ar séu flestum öðrum þjóðum kærkomnari þat eystra. Arabar þykjast einskis eiga að hefna á þeim og hata þá aðeins með því lágmarki af hatri, sem þeir vegna sjálfsvirðingar sinnar þykjast þurfa að sýna vestræn- um mönnum.“ — Hvernig virtist þér um- horfs þarna eystra? „Ég var þarna í október og það duldist engum, að’ þarna logaði allt í heift og viðsjánr. Frá því að við komum til landa- mæra Sýrlands vorum við und- ir stöðugu eftirliti hers og lög- regitt. Daginn sem við komum til Damaskus virtist t. d. allt vera að fara í bál við tyrknesku landamærin. Þann storm laegði í bili. Antiars er Sovét-Rúss- land búið að fylla Sýrland af vopntim og hernaðarsðt fræðing- um. Þcir verzla blygðunarlaust ttteð hernaðarlega legtt þarna auslur frá, Egyptaland,- Líban- on, fórdanía og Rússar horfa ekki í kostnaðinn á meðan ver- ið er að koma okíint á þjóðirn- ar. A leiðinni frá Damaskus til Atnman, höfuðborgar Jórdaníu, sáttnt við tngi herstöðva og þús- undir af rússneskunt skriðdrek- utn, fallbyssum og jeppum. Það þarf ekki að taka það fram, að á þessari leið var strangiega bannað að ljósmynda.“ — Og löndin sjálf, hvernig komu þau þér fyrir augu? ,,í október eru þessi lönd brún og ljleik, auðn yfir að sjá, svið- in og brennd af miskunnar lausri sól nema Libanon. í sex sjö mánuði hefur sólin logað yfir þessum löndum, jörðin er eins og glóðheit eisa. Þennan sólbruna stenzt ekkert líf nema það hafi vatn. En á einstaka stað getnr að líta „lifandi vatn“ vella fram, og þar er unaðslegur gróður og It'f. í löndunt Ar- aba er jrað látið nægja, sem náttúran leggur tii af vatni íyrit hafnarlaust. En svo er ekki ails staðar.“ — Hvað áttu við? „Ég á við það, að ég hef séð, .tvernig tnönnum er auðið ao skapa yndislega aldingarða úr eyðimörkinni með jrví að veita ;t ltana vatni. í frví efni ertt ísraelsmenn að vinna aðdáan ieg Jtrekvirki, sem eiga engan sinn líka í Mið-Austurlöndum. í ísrael sá ég stórkostleg land- flætni, hvanngræn, vafin dýr- mætum gróðri. Og fólkið var nýbúið að taka í hús aðra og jrriðju uppskeruna á árinu. Og yfir akrana brunuðu dráttarvél- arnar og plægðu, því nú var bráðlega von á regni af himni, eins og þeir orða það þar. Og jtá verður öll jörð að vera til- búin til sáningar, einnig jrau flæmi, þar sem jarðræktin bygg- ist á tæknilega fullkomnu úð- unarkerfi, En það er mjög víða í ísrael. Jarðvatnið er sótt all-t niður í 3—400 metra dýpt. Og reyndar fengum við eina skúr, það rigndi í tíu mínútur eins og flóðgáttir himinsins hefðu sprungið, og svo var aftur kom- ið sólskin og brennandi hiti.“ — Var mjög heitt á þessum tírna í Arabalöndunum? „Ekki mjög, daglegur hiti oftast milli 30 og 350 á Celsíus í skugga. Þessi hiti virtist ekki baga fólkið að ráði, en okkur Norðurlandabúum líður ekki vei t' svona hita dag eftir dag. Og j >aö er afleitt, jregar lofthit- • inn er orðinrt Itærri en líkams- hitinn. Við fengttm 38—39° iiita einrt dag. Það var í Tiberi- as við Genesaretvatn og þá Jxrtti víst fiestum nóg um.“ — Og lt'f og kjör fólksins í Arabalöttdunum? „Hvar seúi maður fer um borgirnar, blasir við auður, ó- hóf, íburðar skraut, en á öðru ber ennjrá meira um öll þessi lönd. Það er eymd, fátækt, vol- æði, vanjrekking, sem nauinast á sinn líka á Vesturlöndunt. Og Jtegar maður ferðast klukku- stund eftir klukkustund um auðnirnar og veit, að jrær eru ekki aðeins dattður sandur, heidttr fítt ræktarjörð, þá verður manni á að spyrja: Hvers vegna er ekkert gert til }>ess að skapa fólkinu þarna viðunandi lífs- kjör. Hvers vegna eru auðlind- irnar látnar liggja ónotaðar? Hvers vegna lifa þarna húndr- uð þúsunda og milljónir manna ;i sama frumstæða stigi og for- feður þeirra gerðu fyrir þús- undttm ára?“ — Hefurðu svör á reiðum ltiindum við jtessum spurning- um? „Nei, því miður! En ég veit, að hér erum við kotnnir að lífs- vandamáli atlra Arabaþjóð- anna. Við verðum að gera okk- ur ljósL að meðal þeirra ríkir luigsunarháttur, sem er okkur Ves 111 r landa b ú u 111 a 1 gcr I ega íramandi. Hann á að verulegu leyti r;etur sínar í þeirri trúar- setningu Múhameðsmanna, að engu megi breyta, af j»ví að Al- iah hefur gert itlutina eins og |>eir eru. Arabi plægir í kring- um stein í akri sínum, af því að Allah hefur látið steininn jiarna. Hann má ekki hreyfa. Það er geysiörðugt að fá þetta fólk lii að skiija, að framför og tæknileg þróun sé ekki synd og ógæfa. Það er auðvelt að aumka þetta fólk, en það er helber misskilningur að því verði hjálpað upp úr eymdinni með styrkjum, fégjöfum og þess liáttar káki. Eina hjáfpin, sem hér kemur að liði, eru vísindi. Og úrræði til þess- að nýta gæði landanná, og féstyrkur til jiess að fóta slíka starfsemi í líkingu við það, sem gert er í ísrael. Og þó mundi þetta heldur ekki koma að italdi nema samtímis væru gerðar ráðstafanir til þess að itefja fólkið upp úr fáfræð- inni. Það mun láta nærri, að 80% af íbúum Arabalandanna séu óiæsir og óskrifandi. Á slík- um grunni er ekki unnt að skapa neina menningtt né gera hana varanlega. Það eru ekki fallbyssur og flugvélar og skrið- drekar, sem Jietta fólk jiarf, en sönn og nytsöm fræðsla. Lönd Araba eru einhver þau attðug- ustu í heiini að náttúrugæðum og möguleikum, og Jió er ör- birgðin eina sameiginlega og langábærilegasta einkenni Jieirra.” — Og gildir þetta jafnt uin Arabalöndin öll? „Að mestu. Eu þó er hagur rnanna beztur í Líbanon. En jiar eru líka nálægt 60% íbú- anna kristnir. Það segir sína sögu." — En ísrael? „Þegar komið er úr Araba- löndunum til ísrael, er eins og komið sé inn í aðra veröld, ver- öld starfs og þekkingar, dugn- aðar, hugsjóna og hárrar mennt- ar. Hér er unnið markvisst að endurreisn landsins, og iiér er jiirðin knúin til að bera ávöxt og vera frjósöm og nytsöm, lrvað sem það kostar. í ísrael er fólk, sem ekki vill láta sér nægja þau fáu strá, sem auðn- in gefur af sjálfri sér. í ístaef er jörðin iátin iiera ávöxt fjór- um sintium á ári og grænn ný- plantaður nytjaskógur breiðir sig um fjöll og ása. Og verk- smiðjur og iðjuver rísa upp og hver hönd er í starfi. En hér með er raunar ekki öll sagan sögð um ísrael. ísrael á fyrir sér að berjast til lausnar á gíf- urlegum ytri og innri vandamái- um, — ekki stzt inttri. En nú má ég ekki vera að tala ura jiað. F.g er liúinn með kaffið og farinn.” —- En merkisstaðir Landsins helga, sástu þá? . „Já, ég sá jiá marga. En nú ekki orð meira. Eg vildi fyrir engan mun hafa orðið af Jiess- ari för. Hún var mér stórfeng- leg og ógleymanleg lífsreynzla. Ég segi kannski eitthvað frá Jiví seinna, langar það a. m. k. — Vertu lilessaður!” Og meðan tíðindamaður er að báttka við að bot ga kaffið, er séra Sigurður Jiotinn. Eiginlega var nií meiningin að þakka hon- um fyrir rabbið og jafnvel spyrja Itann eitthvað um nýju 1 j óðaliókirta hans. ,,Yfir bl ikandi höf“, sem einmitt er nýkomin Framhald á 6. síðu.

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.