Brautin - 15.12.1959, Qupperneq 3

Brautin - 15.12.1959, Qupperneq 3
JÓLABLAÐ BRAUTARINNAR Með langþráðu kertin var komið inn, - hann kveikti á þeim, hann pabbí minn, - um súðina birti og bólin. Hann klappaði blítt á kollinn minn og kyssti brosandi drenginn sinn, - þá byrjuðu blessuð jólin. Þá tók hún úr kistli, hún mamma mín, og mjúklega strauk það, drifhvítt lín, og breiddi' á borðið við gluggann. Á rúminu sátum við, systkinin, þar saman við jólakvöldverðinn, — en kisa skauzt fram í skuggann. Svo steig ég með kertið mitt stokkinn við og starði' í Ijósið við mömmu hlið, hún var að segja' okkur sögur af fæðingu góða frelsarans, um fögru stjörnuna' og æsku hans, og frásögnin var svo fögur! Svo las hann faðir minn lesturínn, og langþreytti raunasvipurinn á honum varð hýrri' og fegri. Mér fannst sem birti yfir brúnum hans við boðskapinn mikla kærleikans, af hugblíðu hjartanlegri. Og streyma ég fann um míg friðaryl, sem fundið hafði ég aldrei til, og sjaldan hef fundið síðan. Og bjartari7 og fegri varð baðstofan, og betur ég aldrei til þess fann, hve börn eiga gleðidag blíðan. n.Ti i k > • • il W V ® á * ' Guðmundur Guðmundsson.

x

Brautin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.