Brautin - 15.12.1959, Blaðsíða 5
+'
JÓLABLAÐ BRAUTARINNAR
5
r i\
Áramól.
Nú rís úr tímans djúpi enn eitt ár
með óskir, þrór og vonir iandsins borna, I;
En heimi færir einnig sorgir, sór i
hin silfurbjarta, fagra nýórsstjarna. |!
Kom blessað, ór, með sæld, með þró og þraut.
í þökk og von ég krýp oð lógum beði
og bið af hjarta: verði bein hver braut
og brá hver Ijómi af heitri óst og gleði. ;!
Þótt framtíð alla hylji tímans tjald, l!
og trautt við skynjum, ór, hvað þú munt boða, ;|
í trú ó lífið, trú á vorsins vald 1;
skal vegferð þreytt mót þínum órdagsroða.
þ. s. í:
Tvær konur voru í hópnum,
Þorgerður Jónsdóttir frá Hrúta-
felli, sem var á leið til Eyjanna,
og hin úr Mýrdalnum, en nafn
hennar hefur ekki tekizt að fá
upplýst. Þorgerður giftist síðar
Snorra Þórðarsyni, þurrabúðar-
manni að Steini í Eyjum. Hann
var einn af þeim, sem fórst við
Eiðið í Vestmannaeyjum i6.
desember 1924. Þá fórst og
Guðmundur bróðir Snorra, er
bjó að Akri í Vestmannaeyjum.
Oft höfðu þeir bræðurnir frá
Efstu-Grund, Sveinbjörn og
Gísli Brynjólfur, haft orð um
það undanfarið, að það væri
hugboð sitt, að þeir myndu
báðir deyja þennan vetur og
myndu lagðir saman í kirkju-
garði Ásólfsskálakirkju. Hins
vegar skildu þeir ekki, hvernig
það mætti verða, þar eð annar
ætlaði að róa í Vestinannaeyjum
en hinn á skútu við Faxaflóa.
Þessa feigð sína höfðu þeir oft
rætt við móður sína og anriað
heimilisfólk, sem reyndi eftir
megni að eyða hugboði þeirra
með ýmiss konar tilvitnunum
til margra slíkra hugboða
manna, hugboða, sein aldrei
rættust á þann veg, er þeir
jún Stefánsson
Gerðakoti
Páll Einarsson
Eornusöndum
höfðu ætlað. En bræðrunum
varð ekki hvikað frá þessum
grun sínum, þó þeir gætu ekki
ráðið gátuna til fulls, hvað við-
kom legstað þeirra.
Kvöldið áður en ferðin var
hafin, fóru þeir bræður suður
að Holti til þess að kveðja þar
frændfólk sitt. Þsr bjó þá séra
Kjartan Einarsson. Stönzuðu
þeir þar nokkra stund, og ræddi
Sveinbjörn við prestinn. Ekki
er ósennilegt, að hann hafi rætt
við séra Kjartan um hugboð
sitt og verferð, því að þeim
var sérlega vel til vina. Þegar
svo Sveinbjörn hafði kvatt prest
inn og annað heimafólk og ætl-
aði að fara út úr húsinu, fann
liann hvergi útganginn. Varð
hann mjög miður sín, svo að
hann varð að fá hjálp til þess
að komast til dyra og út.
Ekki var þetta vegna ókunnug-
leika á húsaskipan, þar eð segja
má, að hann væri daglegur gest-
ur í Holti.
Fólki fannst þetta að vonum
allundarlegt fyrirbrigði, en tal-
aði fátt um. Fannst því þeir
bræður vera eitthvað öðruvísi
en þeir áttu vanda tii, venju
fremur daufir og eins og að
Einar Ingvarsson
Efstu-Grund
Magnús Knútur Sigurðsson
Seljalandi
þeir væru „utangátta“ um
margt.
Þann 4. febrúar var veður
hið ákjósaniegasta, sólskin og
bjart en dálítill snjór á jörð.
Var þess vegna ákveöið að
leggja af stað þennan morgun
jafnskjótt og Mýrdælingar
kæmu austanað, en fregnir
höfðu borizt um, að þeir liefðu
verið árla á ferð um morgun-
inn. Menn inntu af höndurn
síðustu undirbúningsstörfin í
flýti, og stóðst það á, að menn
biðu ferðbúnir ytra, er Mýr-
dælinga bar að garði á Efstu-
Grund í fylgd með nokkrum
Eyfellingum.
Síðan var lagt af stað sem
leið lá út með Fjöllunum og
farið greitt í góðviðrinu. Eftir
því sem utar dró, bættust fleiri
í hópinn, því að allir vildu
njóta samfylgdarinnar og höfðu
verið ferðbúnir. Komið var við
í Hvammi. Þar bjó þá Magnús
Sigurðsson. Hjá honum var til
heimilis systir hans, Ástríðui
að nafni. Hún átti son þann, er
Einar hét, og var hann vinnu-
maður hjá Birni bónda á Efstu-
Grund. Einar átti nú að fara
til útvers í fyrsta skipti og var
ráðinn á sömu skútu og Svein-
björn, bróðir húsbónda hans.
Ástríður tók Sveinbjörn tali og
liað hann fyrir Einar son sinn
um veturinn, að líta til hans og
vera honum innan liandar, þar
eð hann væri óvaningur, færi
nú í fyrsta skipti til útvers og
ætti þar að lúta stjórn ókunnra
manna. Sveinbjörn varð fár við
og svaraði Ástríði því til, að
ekki myndi þýða að biðja sig
fyrir drenginn, „því að ekki
mun ég lifa út veturinn. Verð-
ur þú þess vegna að biðja ein-
hvern annan en mig, Ástríður
mín, og vildi ég þó feginn
verða við bón þinni og piltsins.“
Eitthvað ræddu þau uin þetta
hugboð Sveinbjörns, og reyndi
Ástríður að eyða þessu, en ekki
lét hann af skoðun sinni. Skildu
þau svo talið í fullri vinsemd,
og kvaddi Sveinbjörn hana inni
lega.
Hópurinn hafði nú dvalizt
góða stund í Hvammi og notið
þar góðgerða. Var því lagt af
stað, fólkið kvatt og bað það
vermönnum alls góðs og farar-
heilla.
Þegar komið var út að Selja-
landsmúla, voru allir komnir,
sem ætluðu að verða í samfylgd-
inni, og var því Jagt út yfir
Markarfljót. Nokkurt vatn var
í fljótinu, en allt gekk að ósk-
um, enda vanir og dugmiklir
vatnamenn þarna á ferð. Þegar
komið var upp úr fljótinu,
þótti sjálfsagt að koma við í
Dalsseli, sem var aðeins snertu-
spöl frá yzta ál fljótsins, og var
það gert. Fékk hópurinn þar
hressingu og góðar viðtökur í
hvívetna. Dálítið var stanzað
þar, en síðan haldið áfram vel
greitt í fjörugri samfylgd sem
leið lá út að Hemlu. Gekk ferð-
in yfir Þverá að óskum, þrátt
fyrir töluvert vatn, sem í henni
var. Ekki var nein teljandi við-
dvöl að Hemlu, en haldið á-
fram að Eystri- Garðsauka.
Gekk ferðin vel, og var komið
þangað kl. 4 um eftirmiðdag-
inn. Þá bjó þar Sæmundur
Oddsson, bóndi og póstaf-
greiðslumaður.