Brautin - 15.12.1959, Side 6

Brautin - 15.12.1959, Side 6
5 +«■ JÓLABLÁÐ BRAUTARINNAR —■—+ Þorgerður Jónsdóttir frá Hrútafellskoti Þegar að Garðsauka kom, var veður nokkuð larið að spillast og veðurútlitið sérlega ljótt. Var auðséð að tnikil veðrabrigði voru í aðsigi. Ræddu menn mikið um, hvort halda skyldi ferðinni áfram undir kvöldið eða hvort gista skyldi í Garðs- auka og nærliggjandi bæjum, þar eð veður færi ört versandi. Urðu menn ekki á eitt sáttir hvað gera skyldi, Mest var þeim umhugað um að halda áfram, sem ætluðu út í Vest- mannaeyjar, þar eð skip lá til byrjar í Reykjavík, sem ætlaði til Eyjanna. Vildu þeir Eyja- vermenn umfram allt ná þeirri ferð og flýta þess vegna för sinni sem mest. Það voru þeir Jón Stefánsson í Gerðakoti, sem ætlaði að róa á mb. France, Ve. 159, Gísli Brynjólfur, sem ætlaði á sama bát og Páll Ein- arsson frá Fornusöndum, sem ráðinn var á mb. ísland, Ve. 118. Var töluverður ágreining- ur í umræðum þessum, sem lauk þannig, að allir afréðu að halda áfram ferðinni að minnsta kosti út að Selalæk og Varmadal á Rangárvöllum, nema þeir bræðurnir frá Efstu-Grund, Sveinbjörn og Gísli Brynjólfur. Hafði Gísli látið að orðum bróður síns um að verða eftir í Garðsauka. Sögðust þeir hvergi fara, og væri ekkert vit í slíku ferðalagi undir nóttina í þessu veðurútliti. Björn bróð- ir þeirra fór hins vegar með hópnum frá Garðsauka og skildi þar með þeim bræðrum, að sitt sýndist hvorum. Þegar hópurinn kom út á Hvolsvöll, var þá þegar komið vonzkuveður, rokstormur með sandbyl miklurn og hörkufrosti. Versnaði veðrið eftir því sem utar kom, og mátti þar heita ofsaveður, gaddbylur og sand- Kort Elisson Fit bylur svo mikill, að ekki sá út úr augunum. Hlóðst mjög fyrir vit manna og hesta klaki, snjór og sandur, og var þvi ákaflega erfitt að halda í móti veðrinu. Menn reyndu af fremsta inegni að halda hópinn og gættu þess vel, að enginn dræg- ist aftur úr, því að þá gat illa farið. Þannig var haldið áfram góða stund. Marga var farið að kala nokkuð og þreytan að segja til sín hjá mönnum og skepn- um. Magnús Knútur hrópaði þá og bað menn nema staðar og ráðgast um, hvað gera skyldi. Voru allir sammála um það, að ekki væru tiltök að halda lengur áfram, og yrði því að leita bæja. Var ákveðið að skipta sér og fara að Selalæk og Varmadal. Skyldi stærri hópur- inn fara að Varmadal en hinn að Selalæk. Fram að Selalæk héldu þeir Þórður Stefánsson, Torfi Ein- arsson, Jón Stefánsson, Páll Ein- arsson og Eyjólfur Gríinsson í Nikhóli í Mýrdal. Héldu þeir þegar af stað undan veðrinu, og var veðurofsinn þá orðinn svo mikill, að þeir hömdu sig ekki á hestunum og réðu ekki við neitt. Ekki fundu þeir Selalæk þrátt fyrir mikla leit, og leizt þeim því ekki á horfurnar á því að ná til bæja. Þórður Stefáns- son sagði, að þetta þýddi ekk- ert. Þeir myndu ekki finna bæ- inn, og fyndist sér vitlegast að snúa við og reyna að finna leið- ina til baka. Væru þá ineiri lík- ur fyrir, að þeir kæmust til bæja, en þetta hringsól bæri sýnilega engan árangur. Þetta samþykktu allir. Fannst þeim tillaga Þórðar rökrétt, þótt hann væri aðeins sextáh ára óreyndur unglingur í slíkum hamförum veðursins. Þeir snéru því við og liéldu móti veðrinu, sem ekkert lát var á. Sóttisl íerðin seint að vonum, og voru þeir orðnir mjög aðþrengdir at vosbúð og kulda, þegar þeir loks hittu fjárhús frá Varmadal. Þar var þá fyrir Magnús Knútur með sinn hóp. Urðu liinir mestu' fagnaðarfundir, því menn höfðu búizt við hinu versta. Fóru all- ir af baki við húsinu og leituðu skjóls inni. Magnús Knútur var á rauð- skjóttum hesti, er Hemingur var nefndur. Þegar hesturinn sá húsið, lagðist hann á hnén við dyrnar, sem voru mjög lágar, og reyndi þannig að komast í húsaskjólið. Svo mjög var skepn- an illa haldin, og voru þó aðrir hestarnir enn verr hraktir. Er þar af hægt að skapa sér nokkra hugmynd um líðan mannanna. Var hún vægast sagt mjög slæm, þeir aðframkomnir vegna kulda og þreytu, meira og minna kaln- ir í andliti og á útlimum, sand- roknir og fannbarðir. Hestarnir voru t. d. þannig út leiknir, að ekki var hægt að sjá lit þeirra. Voru þeir allir svartir vegna sandsins og þykk klakabrynja þar yfir. hraustar og líflegar, og gerðu sitt til þess að létta erfiðleik- ana. Ekkert lát varð á veðrinu og seint sóttist ferðin. Loks kom- ust þau þó að bænum í Varma- dal og hefði það ekki mátt drag- ast öllu lengur, því mjög var fólkið orðið aðþrengt og alls við þurfandi. í Varmadai var tekið sérlega vel á móti þessum stóra hópi hrakningsmanna. Nutu þau þar hvers konar umönnunar af miklum kærleika og gestrisni, svo að ekki varð betur gert. Þá bjó þar Vigdís Þorvarðar- dóttir, Guðsmundssonar frá Litlu-Sandvík, ekkja eftir Svein- björn frá Stekkum, orðlögð dugnaðar- og myndarkona. Mennirnir reyndust allir meira og minna kalnir í andliti, á höndum og "fótum. Einn þeirra, Kort Elísson frá Fit, niissti t. d. liálf eyrun vegna kals. Verið var með kalda bakstra við mennina alla nótt- ina og fram á morgun, og var líðan þeirra slæm að vonum. En allt var gert fyrir þá, sem hægt var í góðri hjúkrun og að- Magnús Knútur vildi reyna að halda áfram og finna bæinn í Varmadal. Sá liann, að þeim var það lífsnauðsyn, ef nokkur kostur væri að koma mönnuiv um af stað aftur. Var auðséð, að þeim var bráð nauðsyn að kom- ast þá þegar í umsjá og aðhlynn- ingu fólks, ef vel átti að fara. Taldi hann kjark í og seiddi fram þrek hjá hverjum manni, svo að allir samþykktu að halda af stað aftur og leita Varma- dals. Var þetta ekki álitlegt vegna veðurofsans og þess, að mjög var farið að draga af mönnum og hestum. Stúlkurn- ar báru sig vel, en nærri má geta, að líðan þeirra hefur ver- ið afar slæm, enda höfðu menn miklar áhyggjur af þeim. Þær voru mjög vel búnar að klæð- um og vörðu andlit sín vel, hlynning, svo að allflestir sluppu við varanleg mein af kalinu. Þegar leið á morguninn fór veður að batna. Fóru menn þá að vonast eftir, að bræðurnir frá Efstu-Grund kæmu frá Garðsauka. En tíminn leið fram yfir hádegið, og ekki komu þeir, og ekkert fréttist af þeim. Björn bróðir þeirra gerðist þá mjög áhyggjufullur um afdrif þeirra og fannst, sem eitthvað hlyti að hafa komið fyrir þá þrátt fyrir það, að þeir hefðu ætlað að verða í Garðsauka um nóttina. Það gat hafa breytzt einhverra orsaka vegna. Björn vildi þess vegna fyrir hvern inun komast fram að Ægisíðu, til þess að geta símað þaðan og spurzt fyrir um bræðurna í Garðsauka. Sími var þá aðeins

x

Brautin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.