Brautin - 15.12.1959, Qupperneq 8

Brautin - 15.12.1959, Qupperneq 8
8 JÓLABLÁÐ BRAUTARINNAR +>—■---------*-----------------------------—-------------- ■*+ að þetta. En var þá ekki frá- leitt að vindurinn skyldi einn- ig velja samhljóða sálma í opnu bókanna? — Ekki hefur tekizt að fá upplýst með vissu, hvaða sálmar voru valdir fyrst, er búið var að ganga frá kistunum í stofunni í Steinmóðarbæ, en hitt er fullvíst, að um morgun- inn, er að var komið, var í opn- um bókanna á báðum kistun- um sálmurinn nr. 345 (í Sálma- bók, útg. 1903): Á meðan enginn mœtír neyð, á meðan slétt er œvileið, vér göngum þrátt með létta lundj og leitum ei á Jesú fund. En þegar kemur hregg og hríð, og hrelling þjakar neyð og strið, í dauðans angist daprir þá vér Drottinn Jesúm köllum á. Fleiri eru erindi sálmsins, en þau getur lesandinn séð í nefndri sálmabók. Má með sanni segja, að sálmaval og breyting frá hinum fyrri hafi farið fram á einkennilegan hátt, svo að ekki sé meira sagt, og efni sálmsins mjög í anda hins hörmulega atburðar. [arðarför bræðranna fór sv(j fram frá Ásólfsskálakirkju. Voru þeir lagðir í sömu gröf, og sannaðist þannig hugboð þeirra, að þeir myndu hljóta sama legstað. Frá vermannahópnum, sem kominn var að Kotströnd, er það að segja, að ferð þeirra til Reykjavíkur gekk greiðlega. Náðu þeir, sem til Eyjanna ætluðu, umræddri skipsferð og hlutu góða ferð. Margir voru ekki vinnufær- ir strax eftir suðurkomuna vegna afleiðinga frá veðrinu á Rangárvöllum, kals og ofþreytu, en þeir jöfnuðu sig þó, er frá leið. Skipstjóri sá, er Einar Ing- varsson var ráðinn hjá, varð til dæmis að bíða eftir honum hálfan mánuð, á meðan kalsár hans greru að nokkru. En lengi bar Einar sár þessi, er greru bæði seint og illa. Jón Stefánsson og Páll Ein- arsson fóru til Eyja eins og til stóð. Páll drukknaði þar þenn- an vetur af mb. ísland, Ve. 118, þann 12. apríl. Jón tók sér síðar bólfestu í Eyjuiir og drukknaði þar af bát sínum, mb. Haffara, Ve. 116, þann 9. apríl 1916. Eins og áður getur giftist Þor- gerður Jónsdóttir frá Hrúta- felli Snorra Þórðarsyni í Steini í Eyjum. Hlífði það henni við kali og jafnvel dauða í ferð þessari, að hún naut sérlega góðrar umönnunar ferðafélaga sinna og var auk þess mjög vel búin að öllum fatnaði, sem áð- ur getur. Varð henni ekki var- anlegt mein af erfiðleikum og vosbúðinni í hrakningunum. Um Björn á Efstu-Grund er það aö segja, að aldrei varð liann sami maður eftir þessar hörmungar, hrakninginn og bræðramissinn. Ekki hefur tekizt enn að liafa upp á nöfnum þeirra Mýrdæl- inga, sem í þessum hrakning- um lentu, utan Eyjólfs Gríms- sonar, Nikhóli. Hefur þó mjög verið reynt til þess, og þá ekki sízt að hafa upp á nafni stúlk- unnar, sem með þeim var. Eru þess vegna þeir, sem kynnu að lesa þetta og vita einhverjar upplýsingar um Mýrdælingana, beðnir að láta blaðinu þær í té. Eg hef þá lokið frásögn þess- ari. Eg hef reynt að vinna úr munnlegum heimildum margra, eins vel og mér var auðið, og skýrt frá því, sem mér fannst tnáli skipta. Efalaust hefði mátt hafa frásögnina betur úr garði gerða að stíl og málfari, en ég held hins vegar, að rétt sé með efnið farið og það komi skýrt fram. Bið ég þess vegna vænt- anlega lesendur að hafa það að jöfnu. Skráð í marz 1959. Steinmóðarbcer vorið 1911. „Ferskeytlan er Frónbúans” Sigurður Breiðfjörð á að hafa koinið í bernzku sinni í verziunarbúð í Stykkisliólmi og orðið starsýnt á varninginn. Vindur þá einn búðarmanna sér að honum, og kveður: L£: JL -A_ =1;__-JL:-j-jlú Varast þú að vera hvinn, voðaleg er krambúðin. Axlar- Björn var afi þinn elskulegi drengur minn. Sigurður svaraði um hæl: Finn ég þú ert frændrækinn, fyrst þú kennir heiiræðin. En UKÍðurbróðir það var þinn þú sem nefndir afa minn. Kristján Kristjánsson, smiður :i Bíldudal vestra um langa hríð, var talandi skáid, en oft óhlífinn. Einhverjum vék liann þessu: Það er í einu orði sagt og að fullu sannað, að þér er flest til lista lagt, lygin jafnt og annað. En stundum hitti hann og sjálfan sig fyrir: Margur lield ég fengi' frið, á falsinu minna bæri, ef kjal'turinn á Kristján smið kalfattaður væri. í kauptúni einu kviknaði um skeið grunsamlega oft í, og var þá kveðið: Áfram líður ævibraut eftir vegum duldutn. Drottinn leggur líkn tneð þraut, líka eld með sktildum. Urn málgefna vinnukonu orti Páll Ófafsson: Hænsnin eru mesta mein mitt og allra á bænúm, þó er verri Óföf ein áttatíu hænum. Um fjáraflatnann orti Gutt- ormur Guttormsson: -Heimildarmenn að frásögn- inni eru: Þórður Stefánsson, Einar Ingvarsson, Sigurjón Ól- afsson, Jón Sigurðsson, Vest- mannabraut 74, o. fl. Ilann er ennþá um það fær ull að reita af sauðum. Veiðihár og vargaklær vaxa á honum dauðum. Mannlýsing eftir Káin: Þú ert sveitar svívirðing, sótugi eldhús- raftur. Aftan og framan, allt í kring ekkert nerna — kjaftur! Indriði Þórkelsson: Ilrós tmi dáið héraðslið hamast sá að skrifa, sem.cr ávallt illa við alla þá, sem lifa. ?2SilS+o#o*o*o«o* o*S2o2o«c 2oéo»o»o2o«o«o*o282S2o2o2o • Vesfmannaeyingar! Mikið og fjölbreytt úrval af karhnannafatnaði í öllum stærð- um og litum. EYJAFÖT Skólavegi 2 KSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSiTSSSSSSS^ Vest-mannaeyingar! Fjölbreytt úrval af hringum, eyrnalokkum, armböndum, liáls menum, kven- og herraúrum, frá hinum vinsælu Steinþóri og Jóhanni. EYJAFÖT Skólavegi 2 RÁÐNINGAR. 1. Móðurmjólkin. — 2. Ský- in. — 3. Konan, sem var spurð, var móðir mannsins. Hún var einkabarn móður sinnar. 4. Hinn helmingurinn. — 5. Róm. (i. Máninn. — 7. Upp á nef sér. — 8. Eossinn. — 9. Steinn. — io. Með J)ví að stíga ofan á grimm- an hund. BRAUTIN Málgagn Alþýðuflokksins. Útgefandi: Alþýðuflokksfél. Vestmannaeyja A byrgðarmaður: Þórður Elías Sigfi'tsson.

x

Brautin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.