Brautin - 15.12.1959, Blaðsíða 10
10
JÓLABLAÐ BRAUTARINNAR
kastali þeirra frægastur. Gröf
Hamlets á að vera í Helsingör,
en því trúa fáir. Eyrarsundstoll-
ur var greiddur til bæjarins frá
1425—1857. Atvinnulíf virðist
í allmiklum blóma, í bænum
eru reknar skipasmíðastöðvar og
þar er sementsverksmiðja. Sagt
er að 40.000 skip fari árlega um
Eyrarsund hjá Hefsingör.
I lýðskólanum var samansafn
að fólk úr 4 heimsálfum og
fjölda þjóðlanda, alls 250
manns, rnest var þáttakan frá
íslandi, jafnvef þótt ekki sé mið
að við mannfjölda, sem oft hevr
ist talað um. Norðurlandabúar
voru fjölmennastir sem eðlilegt
er, vegna legu staðarins, svo að
þetta var kannske að vissu leyti
norrænt mót, þótt það væri
fyrst og fremst alþjóðlegt og þar
ríkti alþjóðlegur andi. Svíarnir
klæddust stöku sinnum þjóðbún
ingi sínum og sýndu sænska
dansa. Var að því hin bezta
skemmtun. Kona ein, nokkuð
við aldur, spurði hvort við
könnuðumst nokkuð við hann
Þórberg. Jú, við héldum nú
það. „Við vorum nefnilega sam-
an í Moskvu 1936,“ sagði ung-
frúin, og ljómaði öll, er hún
minntist skemmtilegra sam-
funda við ofvitann úr Suður-
sveit. Ekki gat ég séð, að Svíar
þeir, sem þarna voru, væru há-
tíðlegri í framkomu en annað
fólk. Og það kom fyrir, þegar
menn gerðu sér glaða stund, að
þeir slepptu rækilega fram af
sér beizlinu. Ekki hef ég kynnzt
Finnum fyrr en í Helsingör.
Þau kynni hlutu að vekja virð-
ingu fyrir þessari merkilegu
þjóð. Þeir áttu þarna þá full-
trúa, sem þeim var sómi að.
Oft voru þeir beðnir að segja
eitthvað frá Finnlandi með sín
um þúsund vötnum. Finnarnir
sungu sérlega vel, enda voru
þeir oft beðnir að syngja finnsk
þjóðlög. Við skildum ekki texta
söngvanna, en lögin voru hreim
fögur, undirtónninn oft þung-
lyndislegur, eins og hann endur
speglaði harða lífsbaráttu jafn-
frarnt stöðugri baráttu fyrir sjálf
stæði þjóðarinnar.
En það sé fjarri mér að gera
upp á milli þeirra fulltrúa, sem
þjóðirnar áttu í Helsingör.
Þetta var ein þjóð, ein fjöl-
skylda, sem vildi stuðla að auk-
inni kynningu og vináttu xnilli
allra þjóða.
Hollendingar voru fjölmenn-
ir, einkum voru margar pipar-
meyjar í liði þeirra. Þær virtust
una vel hag sínum, þótt ekki
hefðu þær staðfest ráð sitt. Þær
ljómuðu af lífsgleði og innra
friði. En hefðu þær ekki lært
esperanto, er ég hræddur urn að
líf þeirra hefði orðið gleðisnauð
ara, að ég ekki segi súrt. Eitt
kvöldið' fluttu Hollendingarnir
mjög skenrmtilega og fróðlega
dagskrá um land sitt og sögu
þjóðarinnar. Þá var og íslenzkt
kvöld. Fluttu Vestmannaeying-
ar þá dagskrá. Var samkomusal-
urinn þá troðfullur og urðu
sunrir að standa allan tímann.
Þórarinn kennari sýndi íslenzka
litkvikmynd, sem vakti mik'a
athygli. Séra Halldór flutti er-
indi um íslenzka tungu, Þórar-
inn og Ólafur læknir sungu tví-
söng og við Sigmundur Andrés-
son lékum atriði úr Skugga-
Sveini, þar sem hafinn er und-
irbúningur að því að skera
sauði Sigurðar í Dal. Eg lék
Skugga-Svein en Sigmundur
Ketil. Þótti rödd Skugga-Sveins
firnamikil og ófögur. Við fék-
um þetta á esperanto að sjálf-
sögðu, en Halldór Kolbeins hef
ur þýtt leikritið á esperanto.
Eg var oft nefndur Skugga-
Sveinn eftir þetta. Fannst mér
það sanna, að atriðið úr þessum
vinsæla leik hefði vakið all-
mikla athygli .
írland átti þarna einn full-
trúa. Hann var sextugur að
aldri, hafði aldrei fyrr fengið
tækifæri til að tala esperanto eða
hitta fólk, sem kunni málið.
Hann var dálítið stirður í mál-
inu í fyrstu, en æfðist furðu
fljótt. Hann sagði, að þetta væri
stærsti viðburðurinn í lífi sínu,
að ferðasl tii útlanda og kynn-
ast svo mörgu og góðu fólki, er
allt talar sama málið. Grikkland
átti líka aðeins einn fulltrúa á
þessu þingi. Það var ung stúlka
og heldur falleg. En hún var
næstum alltaf blekug á fingrun-
um. Hún var blaðamaður.
Stundum, er við ræddum við
hana, spratt hún allt í einu upp
og sagði: „Eg má ekki vera að
þessu; ég þarf að fara að skrifa!"
Sem betur fór var hún eini
blaðamaðurinn í þessum hópi.
Það yrði of langt mál að segja
frá fulltrúum allra þeirra þjóða,
sem þarna voru, en Jiess má að
lokum geta, að þar var m. a.
ungur maður frá Viet Nam,
framúrskarandi geðþekkur pilt-
ur, spönsk senoríta, fjölskylda
frá Ástralíu, frú frá Texas með
börn sín o. s. frv.
Dagurinn á Helsingör hófst
með því, að farið var á fætur
kl. 7. Hálftíma síðar var reidd-
ur fram morgunverður, oftast
hafragrautur, kornfleks, mjólk
og brauð. Svo hófst námskeið,
sem stóð til kl. 12- Þá var há-
degisverður. Grasætur fóru í
kjallarann. Þeir, er þangað fóru
voru kallaðir vegetanar, en hin-
ir kannibalar. Annars var matur
góður á báðum stöðum. Eftir
hádegi var oftast farið í ferða-
lög. Við fórum m. a. til Hille-
röd, skoðuðum Friðriksborgar-
kastala, sem stendur á þrem
hólmum úti í vatni. Þar er mik
ið safn og merkilegt. Einn dag-
inn skoðuðum við sumarbústað
Danakonungs á N.-Sjálandi.
Mér fannst mest til um garðinn
umhverfis höllina. Salir voru
rúmir vel, en ekki sérlega íburð
armiklir. Breitt var yfir öll hús-
gögn til varnar upplitun af sól.
Kvenfólk lyfti stundum undir
klæðishorn til þess að sjá gerð á-
klæðisins. Því var verr, að kóng
ur var ekki heima, er okkur bar
að garði. Mér fannstskemmtilegt
að ferðast um N.-Sjáland, því að
þar eru margir fagrir staðir.
Hins vegar fannst mér lítið
skemmtilegt að ferðast í bíl frá
Khöfn til landamæra Þýzka-
lands. Það var mikið tilbreyting
arleysi með 3 stunda bið við
Stórabelti í þokkabót .
Þegar heim var komið, voru
kvikmyndasýningar, fyrirlestrar
eða ýruiss skemmtiatriði önnur.
Lokaskemmtun bar upp á þjóð-
hátíðardaginn hér heima. Mér
datt þá í hug, í því tilefni, að
segja frá hátíðinni í stórum
dráttum. Fólki þótti gaman að
heyra um þá miklu tjaldborg í
dalnum, en mesta athygli vakti
frásögnin af bjargsiginu. Setti
þá hroll að sumum sléttubúum,
enda vildi ég ekki draga iir æsi-
leik sigsins.
Einn daginn fórum við yfir
sundið til Svíþjóðar. Siglingin á
ferjunni mun hafa tekið stund-
arfjórðung, Skyldi nú dvalið í
Helsingborg þennan dag. Esper-
antistar tóku á móti okkur í
hljómleikahöllinni. Þar voru
ræður fluttar. Þá klifiun við
upp einhverja brekku og drukk
um kaffi uppi á hæð undir
miklu trjálimi. Stúlkurnar
sögðu, að þetta væri staður, sem
væri „rómó“. Þá var farið í
bílferð mikla um borgina í
fimm stórurn vögnum. Við kom
um á einn stað, þar sem vatn
draup úr bergi í eins konar
helli. Er vatnið sel.t sem lækn-
islyf og er dýrt. Við fengum
hvert eina krús af þessu vatni.
Það er bragðverra en vatnið í
Vestmannaeyjum, en vafalaust
hollara. Síðdegis var okkur boð-
ið til kaffidrykkju í einhvers
konar kirkju, a. m. k. voru
myndir trúarlegs eðlis á veggj-
unum. Við tókum nú upp væna
nestispakka, sem Friis gaf okkur
og átum brauðið með kaffinu.
Ilófst nú harmonikuspil af
feikna fjöri, en þrír efldir pilt-
ar þöndu draggarganið og sungu
af hinurn mesta krafti, einkum
Amorskvæði. \'ar setið í góðum
fagnaði drjúga stund og væri
synd að segja, að Svíarnir hari
ekki skemmt okkur vel.
Til Helsingör var haldið í
dimmu. Þá var einn okkar
manna týndur. Friis gerðist þá
harla órólegur og vildi þegar í
stað kveðja til leynilögreglu
Svíþjóðar og Danmerkur. Við
sögðum af þessu venjulega ís-
lenzka kæruleysi: O, ætli hann
skili sér ekki. Enda reyndist
svo. Sá, sem horfinn var, sat
inni í sal, er við komum og var
í djúpum samræðum við hina
spönsku senorítu. Þetta var Frið
þjófur.
Þessi skemmtilega ferð til
Helsingborgar kostaði 10 krón-
ur danskar, allur kostnaður inni
falinn. H. G.
10 GÁTUR.
1. Kóngur, prestur, lierra-
menn og bændur neyta af því,
þó kemur það eigi á nokkurs
manns borð.
2. Hvað er það, sem hleypur
yfir lög og láð, en hefur þó
enga fætur?
3. Hvernig er þessi maður
skyldur þér? sagði kona við vin-
konu sína. — Móðir hans var
einkabarn móður ininnar, var
svarið.
4. Hvað er það, sem er eins
og helmingur af sóleyju?
5. Hvaða borgarnafn verður
að nafni á eldiviði, ef það er les-
ið aftur á bak?
6. Hver er mesti umrenning-
ur jarðar?
7. Hvert getur reiður maður
stokkið, en óreiður ekki?
8. Hver er það, sem hrapar á
hverju augnabliki?
9. Hvaða sex stafa orð er það,
sem þú getur tekið tvo stafi af
svo eftir verði einn?
10. Hvernig getur þú fengið
tennur í þig ókeypis, án þess
þó að vera í vinskap við tann-
lækni?