Brautin


Brautin - 19.05.1965, Side 2

Brautin - 19.05.1965, Side 2
2. BRAUTIN ÞANKABROT, í miöri viku. Um fluðvöllinn, Herjólf 09 Brötíuiiötunn AliSTFIROINGAR RÆDA SÍLDARFLUTNINGA Það var sannarlega ánægjulegt að sjá, hve fljótt var brugðið við og farið að bera ofan í flugvöllinn, eft- ir að ég tók það til umræðu hér í þættinum. Nú er kominn nýr og glæsilegur farkostur á flugrútuna hingað og er því mjög nauðsynlegt, að byggingu norður-suður brautar- innar sé haldið áfram af fullum krafti, þar til hún er að minnsta kosti 1200—1300 metra löng. Skora ég á þingmenn okkar Eyjabúa, en einn af þeim er sjálfur flugmála- ráðherrann, að beita sér fyrir því, að ekki standi á fjármagni til að fullgera brautina, og unnið verði við hana af fullum krafti. Oft er um það talað ,hvað Horna fjarðarferðir Herjólfs valdi okkur hér miklum erfiðleikum, komið hef ur fyrir að vöntun hefur orðið á nauðsynjum t .d. mjólk, vegna þeirra. Eg held, að ég hafi lesið það einhversstaðar að í reglugerð um sölu mjólkur standi ,að ekki megi selja t. d. hyrnumjólk eldri en tveggja daga, eftir áfyllingu. Þegar Herjólfur fer til Hornafjarðar, kemur hann með mjólk á fimmtu- dagsmorgni, sennilega sett í hyrn- urnar á miðvikudegi, næst fáum við svo hyrnur á þriðjudegi, í 5 daga verðum við að nota þessa miðvikudagsmjólk. Væru ekki þess ar Hornafjarðarferðir gætum við alltaf fengið mjólk annan hvern dag, annars eru þessar Hornafjarð- arferðir skipsins víst eitt af hollráð unum hans Eysteins. En meðal annarra orða, var ekki bæjarstjóranum okkar og þing- manni falið að fá þessu breytt, að skipið hætti að fara á Hornafjörð og að fjölgað yrði Þorlákshafnar- ferðum, hann væri nú vís með að segja okkur bæjarbúum frá þessu í næsta Fylki. Það væri sannarlega ekki van- þörf á að bera ofaní sumar göturn- Fermingarúr CERTINA, PIERPONT. Heimsþekkt merki. — Einnig vönduð skólaúr. Gísli Bryngeirsson úrsmiður. — Sími 1568. ar í bænum, ég skal að þessu sinni aðeins nefna sem dæmi Bröttugöt- una. Skyldi annars nokkurn tíma hafa verið borið í hana síðan hún var lögð, hér þarf að bregða við snarlega og bera vel ofan í götuna að öðrum kosti virðist sjálfsagt að skíra götuna upp og kalla hana Klapparstíg eða Grjótagötu. Við skulum vona, að er blessaður bæj- arstjórinn les þetta, láti hann strax bera í götuna, hann hefur sjálfsagt gleymt henni í öllum önnunum uirdanfarið. Að lokum vil ég benda viðkom- andi aðilum á, að umferðaskiltið við Dríganda er búið að vanta alltof lengi, já, fjandans ári lengi. Eyjaskeggi. Þegar líða fer að lokum vertíðar, færist fjör í fasteignamarkaðinn. Nú hef ég m. a. til sölu eftirtald- ar húseignir: Boðaslóð 12. Vandað ,stórt, nýlegt steinhús með nýjum teppum og filti á stofum og göngum. Verzlunarhúsnæði selst sér. Vestmannabraut 69. Stórt og vandað hús, sem hentaði einni stórri fjölskyldu. Getur einnig verið tvær íbúðir, önnur 3 herb. og eldhús, en hin 4 herbergi og eldhús, án eldhúsinnréttingar. íbúð að Kirkjuvegi 39A, Hvammi, 5 herbergi og eldhús, efri hæð og rishæð. Er nýstandsett, útsýni glæsilegt, lóð og umhverfi snyrtilegt. íbúð að Fífilgötu 5, 4 herbergi og eldhús, nýstandsett að eldhúsinnréttingu, með nýjum gluggum í austurhlið, sérinngangur, sérlóarréttindi og unnt að koma upp bílskúr. j Bessastígur 8, austurendi, 3 herb. og eldhús, ný- steyptur brunnur og allt í snotrasta ásigkomulagi. íbúð að Fífilgötu 5, rishæð, 3 herbergi og eldhús. — Selst ódýrt með miklu áhvílandi. Ilúseignin Heimagata 11, Hagi. Stórt og rúmgott, nýlega við- byggt, járnklætt timburhús á steypt- um kjallara. Fjölmörg herbergi, hentugt til að leigja frá sér og láta húsið renta sig. Nýr sjálfvirkur fýr og ný rafmagnsvatnsdæla. íbúð efri bæðar Landagötu 3 B, Brautarholts. íbúðin er 3 her- bergi og eldhús auk hálfs kjallara, Fimmtudaginn 13. maí s. 1. var fundur haldinn með fulltrúum sölt unarstöðva og síldarverksmiðja í einkaeign á Austurlandi. Fundarboðendur voru þeir Hjalti Gunnarsson, Reyðarfirði, Bjarni Þórðarson, Neskaupstað, Páll Guð- mundsson, Breiðdal, og Sveinn Guðmundsson, Seyðisfirði. Fundarstjóri var kjörinn Sveinn Guðmundsson. Bjarni Þórðarson flutti framsögu um dagskrármálefni fundarins: Síldarflutningar af Aust fjarðarmiðum. Alls sóttu fundinn fulltrúar frá 26 síldariðnfyrirtækjum. Fundur- inn samþykkti eftirfarandi ályktun: í tilefni af fyrirætlunum, sem uppi eru um stórfellda síldarflutn- inga frá Austfjarðarmiðum til vinnslu í öðrum landshlutum, vill fundurinn leggja áherzlu á eftir- farandi meginatriði. 1. Síldarflutningar að vissu marki eru eðlilegir og sjálfsagðir. Þá síld, þar sem er eitt innréttað herbergi. Snotrasta smáíbúð í bezta standi. Sérinngangur. íbúð í kjallara, Bakkastíg 8, 2 herbergi og eldhús, sérinngangur íbúð að Vestmannabraut 67 jarð- hæð, 3herbergi og eldhús, selzt ó- dýrt. Margt fleira fæst af íbúðum og húsum, sem hér er of langt upp að telja. Kaupendur bíða einnig margir á skrá hjá mér, sem vantar hentugt húsnæði. Bifreiðar hef ég einnig nokkrar, t. d. NSU Prinz árgerð 1963 ekinn 10 þús. km. Volkswagen, eldri gerð- irnar, einnig Moskvitch ’57 og Daf 1963. Bátar eru einnig á söluskrá, m. a. tilbúnir á dragnótaveiðar, þegar opnað verður. Fasteign er gullsígildi, þegar gengi peninga er fallvalt. Kaupend- ur ættu að hafa þetta hugfast og einnig, að hika er sama og tapa. Vinsamlegast lítið inn og kynnist fasteignamarkaðinum. JÓN HJAITASON hrS- Skrífstofa: Drífanda við Báru- götu. Viðtalstími: kl. 4,30 — 6 virka daga nema laugardaga kl. 11 — 12 f. h. — Sími 1847. Volkswagen Rúgbrauð til sölu. — Árgerð 1958. — Selzt ódýrt ef borgað er út í hönd. — Upplýsingar í síma 1949. sem ekki er hægt að veita viðtöku til vinnslu á Austfjarðarhöfnum, er eðlilegt að flytja til vinnslu annars staðar. Jafnframt bendir fundurinn á, að svo getur farið, að síldar- vinnslustöðvar á Austfjörðum skorti hráefni ,þótt góð veiði sé á Austfjarðarmiðum, ef um stórfellda flutninga verður að ræða. Þess vegna ber að takmarka flutninga þannig, að hagur austfirskra síldar iðnaðarfyrirtækja sé tryggður í hvívetna. 2. Síldarflutningar í stórum stíl hljóta að hafa áhrif á hráefnisverð til lækkunar ,vegna mikils stofn- kostnaðar við flutningaskip og um- hleðslustöðvar, svo og vegna rekst- urskostnaðar og afskrifta. Þess vegna ber að takmarka þá sem kost ur er, en leggja í þess stað áherzlu á öra uppbyggingu fjölbreytts síld- ariðnaðar á Austurlandi. Þá telur fundurinn, að þá síld, sem flutt verður af Austfjarðarmiðum til vinnslu í öðrum landshlutum, eigi að flytja til norðlenzku verksmiðju bæjanna, en ekki til Suðvestur- lands, þar sem hráefnisflutningar þangað utan af landi hljóta að auka á jafnvægisleysið í byggð landsins. 3. Fundurinn tekur fram, og leggur á það ríka áherzlu, að síld- arverksmiðjur og söltunarstöðvar á Austurlandi og í eign Austfirð- inga taki undir engum kringumstæð um þátt í kostnaði við flutninga síldar af Austfjarðarmiðum til ann arra landshluta, hvorki með verð- jöfnunargjaldi né á annan hátt. Fundurinn beinir þeirri ein- dregnu ósk til þingmanna kjördæm isins, að þeir séu vel á verði um allt, er að þessum málum lýtur og standi vörð um hagsmuni Austfirð- inga. F. h. fundarins. K. Ingólfsson, Gunnar Hjaltason”. (Fréttatilkynning.) Hús fil sölu

x

Brautin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.