Brautin - 01.12.1965, Blaðsíða 1
Málefni úlgerðarinnar
20. árg.
Vestmannaeyjum, 1. des. 1965
20. tbl.
'Tsr
Ný dróttarbraui
Mikil hreyfing hefur orðið á ýms
um stöðum á landinu til nýbygging
ar dráttarbrauta og endurbygging-
ar annarra með nýsmíði og viðhald
stórra fiskibáta fyrir augum.
Orsakir þessarar þróunar eru
einkum tvær. Mikil aukning fiski-
skipastólsins að því er varðar skip
2—300 smálesta og vaxandi skiln-
ingur stjórnarvalda á nauðsyn þess-
arar starfsemi og þar með aukinn
stuðningur við hana.
Nauðsynlegt er, að Vestmannaey-
ingar verði ekki eftirbátar annarra
útgerðarstaða í þessum efnum. Þeir
hafa eignazt þó nokkur skip, sem
ekki er hægt að taka á land hér í
Eyjum og þeim skipum fer vonandi
ört fjölgandi á næstu árum.
Ofært er ,að útgerðarmenn hér
verði Öðrum byggðarlögum, og jafn-
vel öðrum löndum háðir, um við-
hald sinna skipa, bæði vegna tafa,
sem af því hljótast og vegna kostn-
aðarauka.
Nokkuð hefur verið rætt um nýja
dráttarbraut hér í Eyjum og hefur
þá venjulega verið átt við, að drátt-
arbraut verði byggð á nýjum stað
í höfninni og í engum tengslum við
þær, sem fyrir eru.
Sjálfsagt er að ætla slíkri starf-
semi rýmis, þegar fullnaðarskipulag
hafnarinnar verður endanlega gert.
í dag hefði ég þó haldið að heppi-
legast og fljótlegast væri að byggja
við og endurbæta þær dráttarbraut-
ir, sem fyrir hendi eru. Rökin fyr-
ir því eru mörg, m. a. þessi:
Núverandi dráttarbrautir eru
mjög ýel staðsettar, m. a. með tilliti
til vélsmiðjanna sem fyrir hendi
eru.
Auðvelt er að bæta við nýrri
dráttarbraut eða styrkja þær, sem
fyrir eru til að taka skip af
þeirri stærð, sem hér um ræðir,
eða allt, að 400 smálestir.
Kostnaður yrði mjög mikið minni
þar sem þegar er fyrir hendi flest
það, sem nauðsynlegt er slíkri starf
semi.
Athafnasvæði hafnarinnar er ekki
ótakmarkað og því nauðsynlegt að
nýta það allt til fulls.
Magnús Magnússon
Ekki hefur veríð gengið frá heild
arskipulagi hafnarinnar og á það,
því miður, augljóslega langt í land.
Mikill dráttur yrði því á fram-
kvæmdum ef bíða ætti eftir þeirri
skipulagningu.
Eg tel, að heppilegasta leiðin til
skjótrar úrlausnar málsins sé, ef
fært reynist, að þeir aðilar sem
mestra hagsmuna hafa að gæta, t.
d. núverandi dráttarbrautir, skipa-
smiðir, vélsmiðjur, útgerðarmenn o.
s. frv. mynduðu með sér félagssam-
tök, með eða án þátttöku bæjarins
(hafnarstjórnar), til að hrinda
þessu nauðsynjamáli í framkvæmd.
Þessi félagssamtök ættu svo að
byrja á því að yfirtaka núverandi
aðstöðu beggja dráttarbrautanna.
Eg tel að bæjarfélagið eigi að
beita sér fyrir lausn á þessu máli
og eigi sjálft að vera beinn þátt-
takandi, ef það auðveldar farsælan
framgang þess.
Mm.
Byggðarsafnið á ýmsar merkilegar
minjar frá þcssum tímum, sem sýn-
ir áraskipin, er sett hafa verið upp í
Fúlu, bak við þau er Nausthamar-
inn. Klöppin Brúnkolla var norð-
vestur af Nausíhamrinum, sést hún
bera undir skipið.
Eggert G. Þorsteinsson sjávarút-
vegsmálaráðherra flutti ítarlega yfir
litsræðu um málefni útgerðarinnar
á aðalfundi Landssambands ís-
lenzkra útvegsmanna í fyrradag.
Sýndi hann fram á, að líðandi ár
einkenndist af aflasæld og hækkandi
verðlagi afurða á erlendum mark-
aði. Þrátt fyrir þetta væri þó við
margvísleg vandamál að glíma.
Eggert byrjaði feril sinn sem
sjávarútvegsmálaráðherra á því,
sem helzt var við að búast af sjó-
mannssyni. Hann tók öryggismál
bátanna til athugunar og beitti sér
fyrir athugunum og aðgerðum til að
auka öryggi sjómanna, því hafið
hefur enn krafizt mikilla fórna,
þótt skipin séu stærri og betri en
áður.
Eggert benti á, að síðastliðin 60
ár hefðu afköst íslenzkra sjómanna
aukizt gífurlega, og mundu vera
hin mestu í heimi. Árið 1905 voru
þau 4,5 tonn á mann á ári, en síð-
astliðið ár voru þau 165,3 tonn á
mann! En á þessu sama tímabili
hefur fiskimönnum fækkað úr
10.140 í 5.909 síðastliðið ár.
Meðal þeirra vandamála, sem
Eggert lagði mesta áherzlu á að
leysa þyrfti á næstunni, er afkoma
minni bátanna, 50—120 lesta, sem
nú væru taldir of litlir fyrir síld-
veiðar, en vegnaði illa við aðrar
veiðar. Þingnefnd hefur verið sett
til að athuga þetta mál og munu all-
Eggert G. Þorsteinsson.
ir vera sammála um nauðsyn þess
að hagnýta vel hinn mikla skipakost
af þessari stærð, sem til er í land-
inu.
Sjómenn munu fagna upplýsing-
um Eggerts um, að horfur séu á, að
síld veði vegin en ekki mæld á
næsta sumri, að minnsta kosti hjá
Síldarverksmiðjum ríkisins. Þá
taldi hann, að smíði hafrannsóknar-
skips mundi verða boðin út á næsta
ári, og væru í athugun áætlanir Jak
obs Jakobssonar um að byggja að
auki sérstakt síldarleitarskip, sem
Oiundi kosta um 30 milljónir króna.
Htiigltð fijöj íii liiltrsaíiis
Fyrir skömmu barst Byggðar-
safnsnefd bréf frá ísfélagi Vest-
mannaeyja, þar sem segir að aðal-
fundur félagsins hafi samþykkt að
gefa Byggðarsafninu 15,000,00 kl. og
skuli fénu varið til framkvæmda að
einhverju sem að sjávarútvegi lýt-
ur. Með bréfinu fylgdi ávísun á
þessa upphæð.
Byggðarsafnið hefur átt því láni
að fagna að hafa notið mjög al-
menns stuðnings bæjarbúa og hef-
ur hann komið fram ýmist í fjár-
framlögum, eins og þessi góða gjöf
aðalfundar ísfélagsins sýnir, og
einnig því að fólk hefur afhent safn
inu alla þá gamla muni sem það
telur að því sé akkur að í að fá.
Enda á safnið nú orðið mikinn
fjölda merkilegra muna úr sögu
Eyjanna og það, sem helzt vantar
nú er nógu stórt og gott húsnæði
fyrir alla þessa merkilegu gripi.
Bókasafnið okkar fer nú að nálg-
ast aldarafmælið, einnig það vantar
tilfinnanlega viðunandi húsnæði,
virðist því orðið mjög nauðsynlegt
að fara að byggja stórt og veglegt
hús yfir söfnin okkar. Þarf vel til
þess að vanda og því nauðsynlegt
að fara að hefja undirbúnings fram-
kvæmdir.