Brautin


Brautin - 01.12.1965, Blaðsíða 2

Brautin - 01.12.1965, Blaðsíða 2
2. B R A U T I N fíd lögreglunni Vegfarandi, skammdegið fer í hönd og því fylgir myrkur og oft hálka, þér ber því að sýna aukna varúð í umferðinni og leggja þitt af mörkum til að forða hættu og tjóni. Nú á dögum eru það sjálfsögð mannréttindi að hafa leyfi til að aka bifreið. Ef þú hefur hlotið þennan rétt ,hefur þjóðfélagið sýnt þér traust og trúað þér fyrir verk- færi, sem getur orðið stórhættulegt við misnotkun. Þú mátt ekki bregð- ast þessu trausti og verður að hafa þroska til að hlíta settum umferðar reglum. Menn, sem sett hafa þess- ar reglur (umferðarlög nr. 26 1958) hafa mikla reynslu og kunnáttu að baki og er því ekki á þínu færi að véfengja þær. Óeðlilegt er, að lögreglan þurfi að þvinga þig, með sektaraðgerð- um, til að hlýða þeim lögum, sem sett hafa verið þér til verndar og til að koma þér sem greiðast frá einum stað til annars. Þú ert einn af þeim, sem fylgir sjálfsögðum reglum, svo sem: Að hafa bifreið þína í fullkomnu lagi, leggja henni rétt og yfirgefa hana á löglegan hátt, fylgir leiðbeiningum umferðarmerkja og miðar hraðann við færð og umferð. Þú hefur alltafr tíma til að vera til fyrirmyndar í umferðinni. Þeir menn, sem brjóta umferðar- lögin, hvort heldur er af vankunn- áttu, gáleysi eða að yfirögðu ráði, eru hættulegir umhverfi sínu. Lög- reglunni ber að veita þeim mönn- um aðhald, svo sem með sektarað- gerðum. Oft hafa þessir menn ekki þann þroska, sem af þeim er krafizt og sýna lögreglunni, oft á tíðum, mikla ókurteisi. Vegfarandi, þú ert ekki einn af þessum hættulegu fyrirbærum í umferðinni. Ölvuðum ökumönnum og ökuníð- ingum má líkja við hungruð villi- dýr í margmenni. í báðum ilfellum eru þarna á ferð hættulegir fávitar með hættulegt vopn í höndum. Þér ber skylda til að gera allt ,sem í þínu valdi stendur til að villidýrin verði fönguð og þeim komið undir lás og slá. Ef þú trassar þetta, það varðar við lög, berð þú ábyrgð á afleiðingunum, sem kunna að verða örkuml eða dauði. Ef þú ert gangandi vegfarandi, ber þér ekki síður að hlíta settum reglum og halda þig á þeim hluta vegarins ,sem þér er ætlaður. Gang- andi óvitar, hvort heldur þeir eru 5 eða 45 ára, eru mjög hættulegir sér og öðrum. Hættulegasti leikvangur barna eru akbrautirnar. Úr 37. gr. umferðarlaga: Vegfarendum er skylt að sýna var úð í umferð, gæta þess að trufla ekki eða tefja að óþörfu aðra veg- farendur og valda eigi þeim eða öðrum, sem búa eða staddir eru við umferðarleið, hættu eða óþægind- um. Sérstaka varúð skal sýna í nánd við skóla, leikvelli og aðra staði, þar sem vænta má, að börn séu að leik. Sömuleiðis skal skylt að sýna sérstaka varúð þeim, sem eru á ferð Hljómleihar Lúðrasveit Vestmannaeyja hélt sína árlegu hljómleika fyrir styrkt- arfélaga sína í Samkomuhúsinu sl. föstudagskvöld, 26. nóv. Stjórnandi var Oddgeir Kristjánsson. Var 'húsið nærri fullsetið áheyr- endum, sem tóku Lúðrasveitinni I mjög vel, og varð hún að leika mörg aukalög. I hléi á meðan meginhluti sveit- arinnar hvíldi sig, léku fjórir með- limir sveitarinnar ásamt tveimur öðrum nokkur vinsæl dægurlög við góðar undirtektir áheyrenda. Voru hljómleikar þessir í alla staði mjög ánægjulegir og mega bæjarbúar vera Oddgeiri Kristjánssyni og hans mönnum þakklátir fyrir þeirra skerf í fábreyttu menningar- lífi þessa bæjar. Hafi þeir allir þökk fyrir ánægjulega kvöldstund. Nohliröf spurninaar í síðustu tölublöðum Fylkis hafa birzt langar greinar um ágæti stjórnar Sjálfstæðisflokksins á bæj arfélagi okkar. Ritstjórinn á ekki nógu sterk orð til að lýsa því, hve vel við stöndum okkur í saman- burði við aðra sambærilega staði. Ekki vill Brautin gera lítið úr því, sem vel hefur verið gert í verk legum efnum, en rétt er þó að minn ast þess, að fáir kaupstaðir hafa úr jafnmiklu að spila. En Fylkir sæll, hvað um menn- ingarmálin? í samanburði við aðra „sambærilega staði“ er ég hræddur um að okkar einkunn yrði lág. Hvar er sjómannastofan? Hvar er tómstundaheimilið? Hvar er sundhöllin? I Hvernig er búið að bókasafninu? Hvernig er búið að byggðarsafn- inu? Hvernig er búið að leikstarfsem- inni í bænum? Hvernig er búið að leikvöllunum? Hvernig er búið að elliheimilinu? Og þannig mætti lengi halda á- fram. Maðurinn lifir ekki af brauði einu saman. Því fyrr sem aðstandendur j Fylkis skilja það, því betra. 1 og bera merki fatlaðs fólks. Úr 61. og 62. gr. umferðarlaga: Gangandi menn skulu nota gang- stéttir og gangstíga, sem liggja með akbrautum. Ef ekki er gangstétt eða gangstígur meðfram vegi, skulu menn að jafnaði ganga í hægri veg- arbrún og aldrei fleiri en tveir samhliða. Þar sem merkt er gangbraut yfir veg, skulu menn nota hana, ef þeir ætla yfir veginn. Ef ekki er gang- braut, skulu menn ávallt ganga þvert yfir veg með jöfnum hraða. Gangandi menn skulu gæta vel að umfisrð, áður en þeir fara yfir veg. Gangandi menn mega ekki safn- ast á akbrautum, gangstéttum eða gangstígum, þannig að þeir trufli á nokkurn hátt umferð annarra. Vegfarandi, öll þau boð og bönn í umferðinni, sem sett eru af hálfu þess opinbera, miðast að því að tryggja öryggi þitt og þinna. Það er því þitt að kynna þér þau. Vestmannaeyjum, 26. nóv. 1965. F. h. lögreglunnar, Guömundur Guðmundsson. HAPPDRÆTTI Háskóla tfann Vútin f HASKOLANS Islands Endurnýjun til 12. flokks er hafin. Vinsamlega endurnýið sem fyrst. UMBOÐSMAÐUR. SAMKÓR VESTMANNAEYJA. Hljómleikar í Samkomuhúsi Vestmannaeyja sunnudaginn 5. desember kl. 5,30 s. d. Söngstjóri: Martin Hunger, Einsöngur: Reynir Guðsteinsson. Aðgöngumiðasala í Samkomuhúsinu laugardag kl. 5—7 síðdegis og við innganginn. STJÓRNIN. SVEFNBEKKIRNIR komnir aftur. Tvær gcrðir. Húsgagnabólitrun Kirkjuvegi 9A. Sími 1111.

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.