Brautin


Brautin - 01.12.1965, Blaðsíða 4

Brautin - 01.12.1965, Blaðsíða 4
 m lL 11 Útgefandi Alþýðuflokksfélögin í Vestmannaeyjum. — Ábyrgðar- maður: Jón Stefánsson. Prentsmiðjan Eyrún h. f. STAÐSETNING SUNDHALLARINNAR Á bæjarstjórnarfundi 26. nóv. s.l. var svohljóðandi tillaga frá bæjar- ráði samþykkt: „Bæjarráð samþykkir að leita staðfestingar á staðsetningu Sund- hallarbyggingarinnar, skv. samþ. bæjarstjórnar 18/5 1962, og bygging arnefndar 15/5 1962, og að henni fenginni að leita tilboða í verkið skv. útboðslýsingu.“ Tillagan var samþykkt með 5 at- kvæðum (meirihlutans) gegn 1 (mínu). Aðrir sátu hjá. Þetta þýðir, að meirihluti bæjar- stjórnar vill láta skerast í odda við skipulagsstjóra ríkisins um staðsetn ingu væntanlegrar sundhallar. Bæj- ax-stjórnin samþykkti 18/5 1962 að staðsetja sundhöllina norðan Hvít- ingavegs, milli hans og sjúkrahúss- ins. Álit skipulagsstjóra ríkisins kem- ur fram í bókun byggingarnefndar frá 28/IO sl. svohljóðandi: „Skipu- lagsstjóri vakti máls á áliti sínu og skipulagsstjórnar um að óæski- legt væri að skerða Stakagerðistún- ið og finna þyrfti annan stað fyrir fyrirhugaða sundhallarbyggingu. í því sambandi benti hann á svæðið sunnan íþróttaleikvangsins, er hann taldi mjög heppilegan, einnig með tilliti til að mögulegt væri að tengja sundhallarbyggingu þarna væntan- legu íþróttahúsi." Vesalings Fylkir, það á sannar- lega ekki af honum að ganga með óheppnina. Hann er nú löngu orð- inn frægur fyrir að vera hættulegri sínum flokki og flokksbræðrum en andstæðingunum. Þó virðist hann nú ganga lengst í þessu í næst síð- asta blaði, þegar hann er að ráðast á Brautina fyrir að mæla gegn far- miðaskattinum. Brautin skiptir nú ekki um skoðun á þessu máli frem- ur en öðrum, þó1 Fylkir skammist og lætur sér allt fjas hans í léttu rúmi liggja. En Fylki skal góðfúslega bent á, að það eru fleiri en Brautin, sem VÍSAN. Ef að þetta einhvcr Ies , á ég bendi honum, að frægast kaffi 1. des., fæst hjá Líknar-konum. Eg er skipulagsstjóra sammála um, að óheppilegt er að byggja sundhöllina á þeim stað sem bæjar- stjórn ætlar sér. Ef byggt verður stórt og nýtízku- legt hús á þessum stað, þrengir það mjög að sjúkrahúsinu, og þar með framtíðar ráðhúsi bæjarins, og kem ur til með að ræna það allri reisn. Svipað og skeði í Reykjavík með byggingu Bændahallarinnar, sem rændi Háskólann og byggingar hans mestu af virðuleik sínum. Byggingar skólans líta nú helzt út séð að sunnan og austan, sem and- dyri og útihús frá Hótel sögu. Bygging og rekstur sundhallar á þessum stað myndi og valda sjúkl- ingum sjúkrahússins miklu ónæði. Eg hefði haldið, að bezta staðsetn- ing sundhallarinnar væri vestan í- þróttavallarins og er ég ekki einn um þá skoðun. Þar gæti þá einnig verið aðstaða fyrir frjálsíþrótta- og knattspyrnumenn ,svo sem búnings- og baðherbergi, og byggja mætti húsið þannig, að jafnframt fengjust upphækkaðir áhorfendapallar. Forystumenn íþróttamála hér í bæ hafa þó bent mér á, að nauð- synlegt sé að staðsetja handbolta- völl á þessu svæði. Ef það er rétt, sé ég ekki aðra betri lausn en þá, sem fram kemur í tillögu skipulags- stjóra. Mm. hafa andmælt þessum skatti, t. d. stjói-nir Eimskipafélagsins og Flug- félaganna og í þeim munu nú vera ýmsir framámenn Sjálfstæðisflokks ins, þar á meðal Birgir Kjaran, sem er einn af helztu foringjum flokks- ins. Bi-autinni þykir hann fá furðu- lega kaldar kveðjur í Fylki fyrir að vera á móti þessum skatti, en Fylkir segir um Birgir (og Brautina): „Geta það ekki talizt stórir karlar, sem með réttu lofa það, sem ríkis- stjórnin vel gerir, en reyna að hlaupa í felur og þykjast hvergi nærri koma, ef hún þarf að grípa til ráða, sem fyrirfram er vitað aö ekki verða vinsæl.“ Því slær þú mig? hefur vesalings Birgir víst hugsað, þegar hann las þessa ádrepu í Fylki, ef hann veit ekki að Fylki er einu sinni þannig farið, að í áfergju sinni við að skamma andstæðinga sína, fer venjulega fyrir honum eins og stendur í vísunni, að: „Ekki sér hann sína menn svo hann ber þá líka“. Orðsending Kvenfélagið „Líkn“ og Vestmanna eyjabær hafa ákveðið að beita sér fyrir heimilishjálp. Vitað er, að Reykjavíkurborg og Akureyrarbær hafa haft á sínum vegum heimilishjálp til handa heim ilum, þar sem neyðarástand ríkir vegna forfalla eða veikinda húsmóð urur, hefur þetta gefizt vel og þótt nauðsynlegt. — Öll heimili skulu hafa jafnan rétt til heimilishjálparinnai-. Ráða skal stúlku og skal vinnu- tíminn vera frá 9—5 e .h. virka daga. — Hátt kaup. Þær konur eða stúlkur, sem kynnu að vilja taka að sér þetta starf hafi samband við frú Jónu Vilhjálmsdóttur, Bakkastíg 3, sem veitir allar upplýsingar varðandi launagreiðslu og vinnutilhögun. Kvenfélagið „Líkn“. o BRAGI BJÖRNSSON LÖGFRÆÐISKRIFSTOFA Vestmarmabraut 31, Kaupangi. Viðtalstími daglega kl. 17,30—19,00 Sími 1878. — Heirna 2178. Minningarspjöld Sjúkrahússsjóðs Kvenfélagsins Líknar, fást á eftir- töldum stöðum: Katrín Árnadóttir, Ásgarði. Anna Þorsteinsdóttir, Austurv. 3. Auður Guðmundsdóttir, Heiðv. 59 Jónheiður Scheving, Vestmbr. 57 JÓN HJALTASON hrl Skrifstofa: Drífanda við Báru- götu. Viðtalstími: kl. 4,30 — 6 virka daga nema laugardaga kl. 11 12 f. h. — Sími 1847. í úuttu máli. Á síðasta bæjarstjórnarfundi var samþykkt að fresta ákvörðun um nýtt iðnaðarsvæði sunnan og austan þurrkhússins, en þess í stað var á- kveðið" að athuga betur með stað- setningu fleiri fiskiðnaðarhúsa á sjálfu hafnarsvæðinu. Á sama fundi var samþykkt til- laga frá Gunnari Sigurmundssyni um að bærinn ráði Aðalstein Halls- son, kennara, til að skipuleggja barnaleikvelli bæjarins. Ennfremur samþykkti meirihluti bæjarstjórnar að festa kaup á hús- eign Ágústar Bjarnasonar við Heið- arveg (ef um verð og skilmála semst) fyrir bókasafnið. Bílamerg'ðin hér er orðin gífurleg og fer sívaxandi, má segja að varla komi Herjólfur hingað nokkru sinni án þess að einn eða fleiri bílar séu um borð. Með aukinni bílaumferð eykst slysahættan og er því vel, að lögreglan er farin að láta um- ferðarmálin meira til sín taka en áður hefur verið. Skulum við vona, að með áfi'amhaldandi og vaxandi afskiptum lögreglunnar af umferð- inni, komist umferðarmenning okk- ar að minnsta kosti á örlítið hærra stig, en hún hefur hingað til á ver- ið. Mjög mikil síldveiði hefur verið í Skeiðarárdýpinu að undanförnu og má segja, að stöðug síldarlöndun hafi verið hér nótt og dag nú í 4—5 sólarhringa. Mikið hefur verið fryst í frystihúsunum eða eins og þau hafa komizt yfir að vinna, hafa þó síldarbræðslurnar að sjálfsögðu fengið mest af síldinni og eru all- ar þrær fullar og töluverðu magni af síld hefur verið keyrt út í hraun til geymslu, kom þar forsjónin bræðslunum til hjálpar með norðan átt og gadd og frysti síldina jafnóð- um svo að hún geymdist betur. Er þessari „djúpfrystingu" þó nú að ljúka, því komin er suðaustan bræla og þiðnar nú óðum. í síðasta blaði var sagt frá plaggí einu, er hengt var hér upp á götu- horni, og innihaldi þess, var tekið fram, að enginn dómur yi’ði lagður á sannleiksgildi þess. Hundruð manna sáu plagg þetta og var það mjög umtalað í bænum. Þó ske þau undur, að í Fylki eru bii-tar vítur á Brautina og frásögn hennar talin til- hæfulaus, þ. e. a. s. lygi. Ekki er hægt að taka við slíkum „trakter- ingum“, og eru þær hérmeð endur- sendar til þess er þær samdi með frómri ósk um, að hann taki víturn- ar til endurskoðunar. SEINHEPPINN SEM FYRR

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.