Brautin - 04.12.1968, Side 2

Brautin - 04.12.1968, Side 2
2 BRAUTIN Hver cr tilpgurinii? Framhald af 1. síðu. annaðhvort væri dælt með fullum afköstum eða alls ekki. Þegar hér var komið, var nauðsynlegt að leita álits færra sérfræðinga og láta þá gera áætlun um stöðina í öllum atriðum. í þeim til- gangi var snúið sér til fé- lags enskra vatnsveituverk- fræðinga og það beðið að benda á færustu menn á þessu sviði, að áliti þess, hvað það og gerði. Þessu. næst samþykkti bæj arstjórn, að fela þeim mönn- um, sem áðurnefnt félag benti á, að hanna (skipu- leggja) stöðina frá grunni. Kröfur okkar voru þær, að dælurnar gætu skilað 70 kg/cm2 vinnuþrýstingi og að þær þyrftu ekki gæzlu. Ennfremur að dælunum yrði stjórnað frá Vestmannaeyj- um. Einnig var þess krafist, að stöðin yrði tilbúin til notkunar vorið 1969. (Þessi krafa var m.a. sett fram vegna þess, að fulltrúar Sjálf stæðisflokksins í bæjarstjórn settu þetta sem skil- yrði fyrir samþykki sínu á pöntun fyrri neðansjávar- leiðslunnar). Umræddir verkfræðingar gerðu ýmsar athuganir og fjjótlega kom í ljós, að hag- kvæmast mundi verða, raforkukostnaðar, að dæl- urnar gætu unnið með mis- munandi þrýstingi og að há- marksþrýstingur yrði aðeins notaður þegar nauðsyn bæri til. Höfuðreglan væri sú, að aldrei yrði notaður hærri þrýstingur en nauðsynlegt væri, á hverjum tíma, og að dælurnar gengju með sem jöfnustum þrýstingi allan sólarhringinn. Til að skýra þetta, er rétt að taka fram, að til að tvö- falda þrýstinginn þarf fjór- földun á raforku og vantar þó mikið á, að tvöföldun á vatnsmagni náist. M.ö.o. raf- orkukostnaðurinn, fyrir hvert tonn af dældu vatni, vex mjög ört með vaxandi þrýstingi. Fyrri lausnin reyndist ó- dýrari í innkaupum, en krafðist meira (og þá jafn- framt dýrara) húsnæðis. Enn fremur komust verkfræðing- arnir að þeirri niðurstöðu, að seinni lausnin gæfi það mikið betri raforkunýtingu, að hún yrði tvímælalaust ó- dýrari, þegar fram í sækti. Eftir að þessar niðurstöð- ur lágu fyrir, var samin mjög fullkomin útboðs- og verklýsing að slíkri stöð og (í okt. 1967) send til þeirra fyrirtækja, sem helzt voru talin fær um að leysa verk- ið af hendi. (2ja þýzkra, 3ja amerískra, 2ja danskra, eins svissnesks og 3ja enskra). Aðeins 2 fyrirtæki sendu til boð, eitt þýzkt og eitt enskt. Þetta voru að vísu tvö af stærstu fyrirtækjum, á þessu sviði í Evrópu. Enska tilboðið, sem reynd- ist lægra (einkum eftir geng isfellingu pundsins) hljóðaði upp á 9,7 millj. miðað við stöðina uppseta og fullpróf- aða og með talsverðu magni af varahlutum. Þessi stöð þarf „aðeins” 800 rúmmetra húsnæði (til samanburðar við 1300 eftir dönsku áætl- uninni) og er þó reiknað með möguleikum á tvöföld- un hennar. (Húsið, sem áætl að er að kosti 4 millj. er að sjálfsögðu ekki innifalið). í þessari upphæð (9,7 millj. kr.) eru innifalin 10% fyrir hugsanlegum viðbótar- kostnaði og standa því von- ir til, að um nokkra lækkun kostnaðar gæti verið að ræða. í öllum framangreindum tölum er reiknað með 2 dælu settum og með gengi sum- arsins 1967. Ennfremur er reiknað með fullum aðflutn- ingsgjöldum. Að sjálfsögðu urðu bæjar- fulltrúar allir mjög von- sviknir yfir þessum miklu hækkunum, frá fyrri áætlun j um, þó að hér væri um að j ræða allt aðra og miklu full I komnari dælustöð en í fyrstu j var áætlað og þó að vitað væri að reksturskostnaður- þessarar stöðvar yrði mikl- um mun minni en stöðva þeirra, sem fyrst var hugsað um. Þegar hér var komið sögu, lagði G.G. til og var það að sjálfsögðu samþykkt af öll- um bæjarfulltrúum, að inn- lendir sérfræðingar yrðu fengnir til að yfirfara allar áætlanir ensku verkfræðing- ana og koma með breytingar tillögur, ef ástæða þætti tu. Álit sérfræðinganna var í stórum dráttum það, að ensku verkfræðingarnir hefðu unnið verk sitt af mikilli vandvirkni og lögðu ekki til neinar umtalsverðar breytingar. JÞeir töldu að vísu hugsanlegt, að lækka mætti stofnkostnaðinn lítil- lega með því að panta ein- staka hluti beint frá við- komandi framleiðendum, en ekki frá einum og sama verk taka, eins og útboðslýsing- in gerði ráð fyrir. Þetta mundi þó mjög auka áliættu okkar, þar er þá væri ekki lengur hægt að fá ábyrgð ems aðila, á öllum verkinu og mundi tefja framkvæmd- ir um ca. 6 mánuði. Að fengnum þessum álits- gerðum samþykkti bæjar- stjórn einróma að taka enska tilboðinu og var endanlega gengið frá pöntun þann 1. júli s.l. Eins og áður er skýrt frá hljóðaði enska Ulboðið upp á 9,7 millj. kr. Gengislækk- unin 1967 hækkaði svo þessa upphæð um 1,4 millj. kr. og síðasta gengislækkun um 8,0 millj. Gengislækkanirnar hafa þannig hækkað verðið um 7,4 í 17,1 millj. Þar af eru aðflutningsgjöld áætluð 5,4 millj., en þess hefir ve:- ið farið á leit við ríkisstjórn ina, að aðflutningsgjöldin verði felld niður (sömuleið- is aðflutningsgjöld af neðan sjávarleiðslunum) og tel ég nokkra von vera til pess að í.vc verði gert. Að sjálfsögðu hafa gengis- fellingarnar ruglað öltum út reikningum varðandi dælu stöðina (stofnkostnaður herm ar hefir t.d. hækkað hlut- fallslega mun meir en raí- '.rkukostnaður hefir og kem ur til með að gera, a.m k. fyrs' í stað) en þó tel cg tvímælalaust, að rétt hafi verið staðið í öllum höfuð- atriðum. G.G telur, að enska lámð, sem tekið var vegna dmu- stöðvarinnar, sé óhagkvæmt og til allt of stutts tíma. Eg er honum fyllilega sammála um þetta atriði, en getur hann bent á hagkvæmai". lánamöguleika? Ef svo er, þá verður þeim tekið mcð þ'ökkum. Ennþá höfum við ekki tekið nema liðlega 18 þús. pund af þessu láni og þurfum ekki að taka raein, ef annað betra býðst. Mm. Síðasta blað Brautarinnar fyrir jól kemur út 18. des. Minning Helgi Kristinsson stýrimaður Helgi Kristins dáinn, mér finnst það varla geta verið. Hann, sem var svo kátur og ánægður, átti allt lífið fram- undan. Hann, sem var svo fullur af lífsgleði, að hann smitaði þá, sem umhverfis hann voru. Ekki datt mér það í hug, er Helgi heimsótti mig nokkrum dögum áður en hann var kvaddur burtu, að þetta væri í hinzta sinn, sem við hittumst. En enginn ræð ur sínum næturstað. Helgi Kristinsson var fædd ur hér í Eyjum 12. nóvem- ber 1945 og var því í blóma lífsins, aðeins 23 ára er hann féll frá. Hann var sonur hjónanna Kristins Magnússonar fyrr- um skipstjóra og konu hans, Helgu Jóhannesdóttur. Helga var vegna lasleika móður sinnar komið í fóstur til Kristínar Helgadóttur og manns hennar Haralds Sig- urðssonar, vélsmiðs, Hvít- ingaveg 2 hér í bæ ,og bjó hann þar við ástríki á góðu heimili til dauðadags. Eg átti því láni að fagna, að kynnast Helga strax í æsku og héldust þau kynni, þar til yfirlauk. Átti ég marg ar ánægjustundir með vini mínum Helga, sem ekki verða raktar hér, en minning in mun geymast vel. Helgi settist í landsprófs- deild gagnfræðaskólans hér í Eyjum og fór því næst í Menntaskólann á Akureyri til áframhaldandi náms. En Helga féll ekki að eyða lífi sínu við störf í landi. Hann hafði milli skólaára róið héð an frá Eyjum og fann brátt, að á sjónum vildi hann starfa. Hann hætti því í menntaskólanum eftir 2ja ára nám, alráðin í að fara á sjóinn og gera það að ævi- starfi sínu. Hann settist í Stýrimanna skólann í Vestmannaeyjum og lauk þaðan prófi vorið ] HELGI KRISTINSSON urinn mikill. Megi Guð styrkja í sorg sinni fóstur- foreldra hans, foreldra og systkini, og halda sinni verndarhendi yfir litlu stúlk unni, sem í barnæsku missti föður sinn. Helgi minn, ég þakka þér fyrir þau góðu kynni, sem við höfum átt og alla þá gleði, sem þú færðir mér. Hvarf þitt frá okkur verður vandfyllt. Minningin mun geymast í huga mér, minn- ing um góðan dreng, sem burt er kallaður í blóma lífs ins. Hafðu þökk fyrir allt Helgi minn. Þór I. Vilhjálmsson. 1966 með mjög góðum vitn- ] isburði, eftir aðeins eins j eins vetra nám. Helgi var j hreinskilinn og hélt ótrauð- ur sínum skoðunum fram og var gaman að ræða við hann þau mál, sem honum lágu efst í huga. Þegar menn á bezta aldri hverfa á braut þá er harm- HEILLAÓSKIR Þessir aðilar sendu bæjar- stjórn kveðjur og árnaðar- óskir í tilefni 50 ára afmæl- is lagasetningar um kaup- staðarréttindi fyrir Vest- mannaeyjar: Forseti íslands, Ríkisstjórn íslands. Félagsmálaráðuneytið. Bæjarstjórn Keflavíkur. Bæjarstjórn Kópavogs. Reykj avíkurborg. Samband ísl. sveitarfélaga. Ráðstefna Sambands ísl. sveitarfélaga um félags- mál. Karl Einarsson, fyrrver- andi sýslumaður-. Páll Kolka. Sigríður Bjarnadóttir og Edvald Hinriksson. Gunnar Þorsteinsson, fyrr- verandi bæjarfógeti. Sjálfstæðisfélögin 1 Vest. mannaeyjum.

x

Brautin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.