Brautin - 15.03.1975, Blaðsíða 1
BRAUTIN
28. árgangur.
Vestmannaeyjum, 15. mars 1975
2. tölublað.
s
IGURBIORG
í síðasta Fylki ríður Sigur-
björg Axelsdóttir enn gand-
reið fram á ritvöllinn. Hún
hrópar í öðru hverju orði „ó-
sannindi”, „helber ósannindi”
o. s. frv. og á hún þá við mál-
flutning minn.
Það hefur alltaf þótt góð
regla, að sá sem í glerhúsi býr,
eigi ekki að kasta grjóti. Þess-
ari reglu gleymir frúin iðulega.
Við skulum athuga nánar
þessi brigslyrði frúarinnar.
Framkvæmdaáætlun.
Hún segir, að ég fari með
ósatt mál, þegar ég segi, að
Samtök sveitarfélaga á Suð-
urlandi (S. S. S.) hafi ekki
byrjað á áætlun fyrir Vest-
mannaeyjar. Eg talaði nú reynd
ar um séráætlun fyrir Vest-
mannaeyjar, en svona óná-
kvæmni verður líklega að fyr-
irgefa, þegar frúin á í hlut.
Árið 1973 gáfu S. S. S. út
mikla bók (385 bls.), sem heit-
ir Suðurlandsáætlun, I. hluti.
í þessari bók eru mjög mikl-
ar upplýsingar um kjördæmið
allt, og ýmsar áætlanir varð-
andi Suðurland, t. d. gatnagerð-
aráætlun, áætlun um skóla-
byggingar o. s. frv., en Vest-
mannaeyjar eru ekki teknar
með í þessari áætlun, enda
segir svo í fyrsta kafla bók-
arinnar um afmörkun svæð-
isins og verkefni:
„Við afmörkun þessa verk-
efnis í upphafi var við það
miðað, að Vestmannaeyjar
ættu hér sérstakan kafla
eftir því, sem við ætti
hverju sinni. Kom þar hvort
tveggja til, að vegna land-
fræðilegrar legu hafa þær
mikla sérstöðu bæði að því
er tekur til samgöngumála
og atvinnuhátta og svo hitt,
að bæjarfélagið er stærsta
þéttbýlið í kjördæminu. En
ljóst er nú, að þetta hefði
ekki haft verulega þýðingu
úr því, sem komið er. Þess
vegna er öllum sérköflum
um Vestmannaeyjar sleppt.”
Eg sé því ekki, að frúin hafi
efni á því að brigsla mér um
ósannindi í þessu máli.
Starfsfólk á
bæjarskrifstofunum.
S. A. segir það „helber ósann
indi” mín, að aðeins hafi fjölg-
að um eina skrifstofustúlku
frá því árið 1966 (tæknideild-
in undanskilin). Frúin segir,
að 1966 hafi verið 7 manna
starfslið á skrifstofunum en
nú 11. í tilefni af þessu geri
ég samanburð á starfsfólkinu
árið 1966 og 1975:
1966 1975
Bæjarstjóri 1 1
Bæjarlögfræðingur 1 1
Bæjarritari 1 0
Aðalbókari 1 1
Aðalgjaldkeri 1 1
Framfærslufulltrúi, sem
jafnframt vann skrif-
stofustörf 1 0
Hafnargjaldkeri 1 0
Annað skrifstofufólk 2 5
Samtals 9 9
Auk þess er nú starfandi að-
stoðarmaður aðalbókara, sem
ráðinn er til skamms tíma
(3—4 mánuði) til að flýta því,
að ná endum saman í bókhaldi
bæjarsjóðs og stofnana hans.
Þótt írúin sé þekkt að því
að fara gáleysislega með töl-
ur, þá verður þó fjandakorn-
ið að ætlast til þess, að hún
kunni að telja upp að 10.
S. A. segir, að 1966 hafi IV2
starfsmaður verið í tæknideild,
en nú 6 og skakkar þar minnu
en varðandi skrifstofufólkið.
Samanburðurinn er þessi:
Fram til ársins 1972 fengu
þeir, sem greitt höfðu tilskilda
fyrirframgreiðslu útsvara fyrir
1 .júlí ár hvert og höfðu gert
útsvar sitt upp að fullu fyrir
áramót, verulegan afslátt af
útsvörum næsta árs, eða sem
nam um 30% lækkun.
Engin sambærileg ákvæði
voru í lögum varðandí skatta
til ríkissjóðs.
Þetta ákvæði, ásamt því að
menn vilja almennt frekar
standa í skilum við sveitar-
sjóði en ríkissjóð, varð til þess
að margir greiddu útsvör sín
að fullu áður en byrjað var á
greiðslum til ríkissjóðs.
Innheimtumenn ríkissjóðs
voru, af eðlilegum ástæðum,
mjög óánægðir með þetta fyr-
irkomulag. .
Með nýjum lögum um tekju-
stofna sveitarfélaga, sem sett
EMM
1966 1975
Bæjarverkfræðingur 1 1
Byggingafulltrúi 1 1
Tæknifræðingar 0 2
Tækniteiknarar 0 lVj
Samtals 2 5‘/2
Eg eridurtek það, sem ég
sagði í síðustu Braut, að starfs
svið tæknideildarinnar er nú
allt annað og miklum mun
meira en það var árið 1966.
Eg fullyrði, að það mundi
kosta bæjarsjóð milljónatugi
á ári, ef kaupa ætti alla þá
vinnu, sem tæknideildin fram-
kvæmir nú.
Hús
db. Ársæls Sveinssonar.
S. A. segir, að það séu „hel-
ber ósannindi” mín að búið
hafi verið að skila umræddu
húsi, þegar hún skrifaði grein
sína um málið.
Það rétta er að ákveðið var
að skila húsinu um mánaða-
mótin janúar/febrúar. Af ýms-
um ástæðum var þó ekki bú-
ið að tæma húsið að fullu fyrr
en nú fyrir nokkrum dögum.
Samningurinn
við Breiðholt h. f.
S. A. segir að dráttur á
voru árið 1972, voru þessi -heim
ildarákvæði sveitarfélaganna
um verðlaun til þeirra, sem í
skilum stóðu, afnumin. Þess í
stað var sett ákvæði um drátt
arvexti vegna vangreiddra út-
svara. Hér er ekki um heim-
ildarákvæði að ræða, heldur
bein lagafyrirmæli.
Flestir sveitarstjórnarmenn,
ef ekki állir, voru mjög óánægð
ir með þessa breytingu. Þeir
vissu sem var, að fólk kýs held
ur verðlaun fýrir að standa í
skilum en refsingu fyrir drátt
á greiðslum tilskilinna gjalda.
Lögin gera ráð fyrir því, að
menn greiði fyrirfram á 5
fyrstu mánuðum ársins. með
jöfnum greiðslum 12 — % af
útsvarsálagningu fyrra áxs.
Hve há fyrirframgreiðslan er,
innan þessara marka, fer eft-
Framh. á 4. síðu.
Ranghermi
Bæjarstjóranum í Kópavogi
varð það á fyrir nokkru, að
fara að verulegu leyti rangt
með tölur um vatnsskatt í
Vestmannaey j um.
Þetta grípur Sigurður Jóns-
son fegins hendi og birtir at-
hugasemdalaust í Fylki og ger
ir enga tilraun til að kynna
sér hið rétta í málinu.
Það, sem bæjarstjóranum í
Kópavogi varð á, var þetta:
1. Hann reiknar með sama
fasteignamati húsa hér og
á Reykjavíkursvæðinu, en á
þessu er verulegur munur.
Fasteignamat sambærilegra
húsa hér er mun lægra en
þar.
2. Hann telur, að vatns-
skattur hér, eins og ann-
arsstaðar, sé einnig lagð-
ur á fasteignamat lóða, en
svo er ekki. Hér er vatns-
skatturinn eingöngu miðað-
ur við fasteignamat húsa. í
þessu sambandi má geta
þess, að fasteignamat lóða
á Reykjavíkursvæðinu er
mjög hátt, m. a. vegna him-
inhárra gatnagerðargjalda
þar.
3. Hann reiknar með sömu
vatnsnotkun hér, pr. íbúa,
og á Reykjavíkursvæðinu,
en þar skakkar miklu.
Fasteignamat nýrra og ný-
legra einbýlishúsa hér er að
jafnaði um 1.5 millj. kr. og
meðal vatnsnotkun hér er um
100 lítrar á mann á dag..
Árlegur vatnsskattur á ein-
býlishús, miðað við 5 manna
fjölskyldu, er því þessi:
Fastagjald (1.125% af
FM húss) 16.875
Notkunargjaíd (100 lítr-
ar á mann á dag) 6.205
Samtals 23.080
— en ekki 36.000 eins og bæj-
arstjórinn í Kópavogi og Fylk-
ir halda fram.
Þess ber og að geta, að fasta
gjald vatnsveitu er frádráttar-
bært til tekjuskatts, sem í flest
um tilfellum þýðir, að tekju-
skattur lækkar sem nemur
40% af fastagjaldinu, eða um
6.750 kr„ ef dæmið hér að
framan er notað. Nettógreiðsl-
ur vegna vatnsveitunnar verða
því 16.330 kr. á ári.
í eldri og/eða minni húsum,
en hér er reiknað með, er
vatnsskatturinn að sjálfsögðu
mun lægri.
Það þarf engann að undra,
þótt vatnsskattur hér sé hærri
en annars staðar á landinu.
Hitt gegnir meiri furðu, að
mismunurinn skuli ekki vera
meiri á vatnsskattinum hér og
í Kópavogi, en þar þarf aðeins
að leggja dreifikerfi, en kostn-
aður við dreifikerfið hér var
aðeins 13% af heildarkostnaði
vatnsveitunnar. Auk þess
þurfti að leggja dreifikerfið
Framh. á 4. síðu.
Framh. á 2. síðu.
Dráttarvextir