Brautin - 02.11.1977, Blaðsíða 4
BRAUTIN
‘Jrásögn
Kaup mín á íbúó í sambýlis-
husinu viö Hásteinsveg árið
.1972 hafa verið vinsælt blaða.
mál nú um alllangt skeið.
Ég skal fúslega viðurkenna,
að það eru.mikil tíðindi og stór,
,að, ég skyldi fyrir bráðum 6
árum kaupa 3ja herb. íbúð í
ipjokk af bæjarsjóði. Pó nálgast
það ofraitsn í minn garð, þeg-
ar umræða um málið er farin
að.teygjast ár |ram af ári með
þátttöku .flestra mikilvirkustu
stjórnmálamanna staðarins og
^firgnæfir fiest önnur hags-
munamál byggðarlagsins.
Aðeins hefur það borið við,
eins og verða vill í hita leiksr
ins og þegar miklir hagsmunir
'eru í húfi, að gegnir menn hafi
eins og skriplað aðeins til á
staðreyndum málsins, mest fyr.
ir misskilning, geri ég ráð fyrir.
Þykir mér því rétt að gera
einu sinni tæmandi grein fyrir
því, hvað þarna átti sér í raun
og veru.stað, enda óviðkunnan-.
legt að aðalpersónan í leiksýn-
ingunni þegi allan sýningartím-.
ann.
, Ætla ég þá fyrst að lýsa efnis
a’jtriðum kaupsamningsins og
r^yna að leiða í ljós, hvernig
þpim ber saman við aðrar sölur
sjíkra íbúða á þessum tíma. Eft
irtalin atriði þarf þá að kanna.
Var kaupverðið sjálft eðlilegt?
íVar vanjulegt hlutfall verðs.
ins greitt sem útborgun?
,Voru áhvílandi veðskuldir rétt
reiknaðar?
’Var skuldabréf til greiðslu á
eftirstöðvum kaupverðsins frá-
brugðið því, sem eðlilegt getur
talist? Hve háir voru vextir?
Hver var lánstíminn?
Rétt er að fjalla um þau hvert
fyrir sig.
U M KAUPVERÐIÐ
Kaupverð íbúðarinnar ákváðu
tveir matsmenn, útnefndir af
bæjarfógeta. Varla verður á þá
tilhögun deilt, enda ekki völ á
tryggari eða hlutlausari aðferð.
Matsmönnum var gerð grein
fyrir því fyrirfram, hvernig í-
búðin yrði greidd. Er það stað-
fest í skýrslu kjörinna endur.
skoðenda um málið. Matsgerðin
var því örugglega reist á réttum
försendum.
UM ÚTBORGUNINA
Pegar bæjarsjóður seldi upp-
haflega íbúðirnar í sambýlishús
inu árin 1968 og 1969 var út-
borgun oftast um eða innan
við 20% af kaupverðinu. Síðasta
sala á slíkri íbúð, áður en mín
kaup fóru fram, var á íbúð á 4.
hæð til hægri í stigagangi nr.
62. Sú íbúð kostaði kr. 1.011 þús
og var útborgun kr. 200 þús,
eða 19,8%. Hana keypti maður,
sem hvorki var starfsmaður
bæjarsjóðs né flokksbróðir
bæjarstjóra.
Vel innan þeirra tímamarka,
sem venjulega er að útborgun
dreifist á, greiddust í afborg-
un og vexti af skuldabréfi því,
sem ég . afhenti upp í kaupin,
kr. 252.792 eða um 18,7% af
kaupverðinu.
Hlutfallið er áþekkt og al.
mennt tíðkaðist við sölu íbúða
í .sambýlishúsinu á þessum ár-
um. Munar t.d. innan við 1% á
útborgun frá næstu sölu á und-
an. Hefur þó enginn talið þá
sölu neitt athugaverða.
UM AHVILANDI
VEÐSKULDIR
Á íbúðir.ni hvíldu tvö lán frá
veðdeild Landsbanka íslands.
Mér er það til undrunar að jafn
vel það skuli hafa verið véfengt,
að eftirstöðvar þessara bréfa
væru rétt reiknaðar. Pann út-
reikning framkvæmdi veðdeild.
in sjálf. Skjalfest tilkynning
hennar um eftirstöðvarnar er
fylgiskjal með kaupsamningn-
um í bókhaldi bæjarsjóðs.
U M
VEÐSKULDABRÉFIÐ
Pað mun nánast án undantekn
inga, að skuldabréf séu notuð
sem greiðsla í fasteignavið-
skiptum. Er þá almenn mál-
venja að segja, að kaupandi
greiði hluta kaupverðins með
skuldabréfi. Kjörinn endurskoð
andi minnihlutans fann hins.
vegar upp þann nýstárlega orða
leik, að kalla þetta kaup og sölu
á skuldabréfi, þegar ég átti 1
hlut.
Allar götur síðan hefur ver-
ið hamrað á því, að ég hafi selt
bæjarsjóði bréf það, sem gekk
upp í kaupverð íbúðarinnar,
og þetta verið óspart kallað
„skuldabréfabrask”. Til að sam
ræmi væri í vitleysunni var þá-
verandi bæjarstjóri borinn
þeim sökum, að hafa keypt af
mér skuldabréfið. Hefur hann
sætt margvíslegum átölum af
þeim sökum.
Pá hafa menn það svart á
hvítu. Allir þeir, sem selt hafa
fasteign og tekið við skulda-
bréfi upp í kaupverðið eru
„skuldabréfabraskarar” sam
kvæmt nýjustu málísku. Og ekki
eru hinir betri, sem keypt hafa
fasieign og greitt hluta kaup-
verðs með skuldabréfi. Þeir
hafa, óvitandi að vísu, verið
að pranga út skuldabréfum og
teljast því einnig „skuldabréfa-
braskarar”.
Ég hygg að endurskoðandinn
og hans fylgifiskar verði að
gera það upp við sig hvort þeim
þyki skárra að draga til baka
þessa afbökun sína á máli
venjulegs fólks, eða halda henni
til streitu og skella þar með
braskarastimpli á allan þorra
þjóðarinnar.
Algengast er, að skuldabréf
séu tryggð með veði í þeirri
fasteign sem seld er. Pó þekkist
það einnig oft, að kaupendur
greiði með bréfi, sem tryggt er
með öðrum veðum. Pað skiptir
engu máli fyrir seljanda hvor
hátturinn er á hafður. Aðal-
atriðið er, hvort bréfið sé vel
tryggt í annari eign en hinni
seldu. Bréf það, sem ég af.
henti bæjarsjóði, var tvímæla-
laust vel tryggt. í skýrslu end-
urskoðenda er staðfest, að reglu
lega hefur vrið af því greitt.
VEXTIR O G LANSTÍMI
Skuldabréf þau, sem bæjar-
sjóður tók af kaupendum í.
búða í sambýlishúsinu, voru til
15 ára og með 9% ársvöxtum.
Bréf það, sem ég greiddi með,
var til 10 ára með 8% vöxtum.
Pótt styttri lánstími geri meira
en að vega upp vaxtamuninn
var þó ákveðið að reikna full
afföll af bréfi mínu, sem svaraði
1% vaxtamun allan lánstímann.
Pau afföll, sem ég þannig
greiddi, svaraði til um 430.000
kr. á núverandi verðlagi.
Raunar voru vextir áf skulda-
bréfi þess manns, sem keypti
næst á undan mér íbúð af bæj-
arsjóði, aðeins 8"’».
Þrátt fyrir þetta hafa jafnvel
virðulegir bæjarfulltrúar hald-
ið því fram að bréfið hafi ég
keypt „skömmu” áður með
„miklum” afföllum og „selt”
síðan bæjarsjóði affallalaust.
Rétt er að það komi hér fram,
að er ég keypti umrætt skulda-
bréf árið 1970 þá var það að til.
hlutan bankastofnunar, sem
seljandinn átti við einhverjar
óuppgerðar sakir. Afföll af bréf
inu reiknaði hlutaðeigandi
bankastjóri sjálfur út. Sá á
ekki góðu að venjast, sem öf-
undast þarf út í ,gróða” minn
af þessum viðskiptum.
MISFERLI E Ð A ....
Nú eru upptalin þau atriði
sjálfra íbúðarkaupanna, sem
máli skipta. Mætti nú spyrja.
Hafa menn komið auga á glæp-
inn? Er við þessa skilmála eitt-
hvað svo óvenjulegt eða frá.
brugðið því, sem tíðkaðist við
aðrar íbúðasölur bæjarins á
þessum tíma, að málið verð-
NÚ ER ALDEILIS að færast fjör í hinn póli-
tíska leik. Allir flokkar eru nú á kafi í
framboðsmálum sínum, ekki bara vegna bæj-
arstjórnarkosninganna, heldur einnig vegna
kosninga til Alþingis. Öll blöð bæjarins hafa
vaknað af misjafnlega löngum svefni, nú
síðast var það Eyjablaðið. Má fastlega bú.
ast við fjörlegum umræðum í bæjarblöðun-
um nú næstu mánuði.
PAÐ NÝJASTA AF framboðsraunum kemur
úr herbúðum Alþýðubandalagsins hér í kjör-
dæminu. Ýmsir nafntogaðir leiðtogar flokks-
ins á „fasta landinu” tala nú um það opin..
skátt við hvern sem er að Garðar Sigurðsson
verði alls ekki í framboði fyrir flokkinn í
næstu kosningum. Fara þessir menn ekki
dult með megna óánægju sína með Garðar
°S seSja fullum hálsi að hann verði nú að
víkja. Þegar þeir eru spuroir um hver skuli
taka við, segjast þeir hafa til taks rauðan
kommabónda ofan úr sveitum. Mun nú reyna
á hversu traustum fótum Garðar stendur í
flokknum og einnig hver bógur flokksdeild-
in hér í Eyjum er þegar til ákvarðanatöku
um framboðslistann kemur.
FRAMSÖKNARFLOKKURINN berst nú fyrir
lífi sínu hér í bæ og hefur komist að þeirri
skynsamlegu niðurstöðu að aðeins umbylt-
ing forustuliðsins getur forðað frá hægu and-
Iáti. Við vitum nú að Hilmar Rósmundsson
hefur sest undir árar á lista flokksins til Al.
þingis og nú herma fregnir að ákveðið sé að
Georg Hermannsson, kaupfélagsstjóri, eigi
að skipa efsta sæti á lista flokksins við næstu
bæjarstjórnarkosningar.
UM VÆNTANLEGAN EFTIRMANN Guðlaugs
er helst talað um Guðmund Karlsson og bera
Eyverjar það út að hann hafi gefið jáyrði
sitt við að fara í prófkjörið ,en hinsvegar
segja aðrar heimildir að hann hafi enn engin
svör gefið af eða á, svo við verðum að bíða
og sjá til hvað skeður.
VARÐANDI VÆNTANLEGT prófkjör íhalds-
ins kom fram athyglisverð staðreynd í lítilli
frétt í síðasta Fylki. Sem sé að þeir einir
hafa atkvæðisrétt í málefnum flokksins (t.d.
við prófkjör), sem hafa greitt ársframlag til
flokksins. Ætli menn sér að taka þátt i próf-
kjörum íhaldsins verða menn sem sé að
greiða svo og svo margar krónur í sjóði
flokksins. Þetta má kalla lýðræði á háu plani.
Framhald á 3. síðu.