Brautin - 16.11.1977, Blaðsíða 3
BRAUTIN
Næstu verkeíni
9. nóvember s.l. skilaði stjóm verka-
mannabústaða í Vestmannaeyjum full-
gerðum 18 íbúðum, sem byggðar vom
á grundvelli laga um verkamannabústaði.
Áður (í júní 1976) voru afhentar jafn-
margar íbúðir, sem byggðar voru á
grundvelli sömu laga.
Framkvæmdastjóm Byggingaráætlun.
ar Vestmannaeyia (BÁ.V.) sá um fram-
kvæmdir í umboði stjórnar verkamanna-
bústaða.
Með þessu er lokið smíði 192 íbúða í
1. og 2. áfanga B.Á.V. Framkvæmdir
þessar eru einn allra öflugasti þáttur-
inn í uppbyggingu byggðarlagsins að gosi
loknu og eiga allir, sem þar hafa að
unnið, þakklæti skilið. Ekki aðeins
þeirra mörgu, sem íbúðanna njóta
beint, heldur allra Vestmannaeyinga, því
mörgu væri nú öðruvísi og mun verr far-
ið hér í bæ ef þessar framkvæmdir
hefðu ekki komið til.
En þá er að huga að næstu verkefn.
um á þessu sviði, því enn er alvarleg-
ur húsnæðisskortur í bænum, sem best
sést á því hve eftirspurn eftir bráða-
birgðarhúsnæði á vegum bæjarsjóðs er
mikil.
Óleyst verkefni á þessu sviði, eins og
öðrum, em mörg, hvort sem litið er til
lengri eða skemmri framtíðar.
Að mínu mati em nærtækustu verk-
efni þessi:
l. Að byggja enn eitt 18 íbúða sambýl-
ishús (samskonar og það, sem nú var
vérið að ljúka við) og nú á grundvelli
laga um leiguíbúðir sveitarfélaga.
Lögin gera ráð fyrir því, að Húsnæðis.
málastofnun ríkisins láni 80% af bygg-
ingarkostnaði íbúðanna fullfrágengnum
en viðkomandi sveitarfélag greiði þau
20% sem upp á vantar.
Auðvelt er fyrir okkur að fjármagna
þessi 20% með því að selja eitthvað af
þeim íbúðum, sem bæjarsjóður á nú,
m. a. „telescope”-húsin. Einnig jná, að
vissuum skilyrðum uppfylltum, selja
fbúðir sem byggðar eru samkvæmt þess-
um lögum.
Fyrir bæjarsjóð er þetta lang auðveld-
asta leiðin til að fjármagna íbúðabygg-
ingar. Petta er einnig lang auðveldasta
leiðin fyrir hugsanlega kaupendur, að
kaupum á íbúðum í verkamannabústöð-
um einum frátöldum. Sömuleiðis er þetta
auðveldasta leiðin til að ná fjármagni
inn í bæinn til íbúðabygginga.
Strax og lög um leiguíbúðir sveitar-
félaga voru sett árið 1973 samþykkti
bæjarstjórn að nýta þessa möguleika
eins og frekast væri unnt. í fram-
haldi af umsóknum til Húsnæðismála-
stofnunar ríkisins og könnun stofnun-
arinnar á þessum málum um land allt
(samtals mátti byggja 1000 íbúðir skv.
lögunum) samþykkti hún að veita lán
til 50 íbúða á vegum Vestmannaeyja-
kaupstaðar á 5 ára tímabilinu 1974 —
1978. Búið er að byggja 21 íbúð á grund-
velli þessara laga hér í Eyjum (11 á
vegum BÁ.V. og dönsku húsin 10 við
Áshamar). Samþykkt Húsnæðismála.
stofnunar nær þvf til 29 íbúða til við?
bótar. Par af hefur stofnunin nú heim-
ilað undirbúning að byggingu 16 íbúða
og hefur bæjarráð falið framkvæmdar-
stjóra BÁ.V. undirbúning verksins.
Framkvæmdir þyrftu að hefjast sem
allra fyrst. Einnig þarf að afla heim.
ildar Húsnæðismálastofnunar til imdir-
búnings þeirra 13 íbúða, sem þá verða
eftir til að fylla „kvótann” (50 íbúðir).
2. Afl býggja hæfilega stórar íhúðir,
sérstaklega ætlaðar öldruðu fólki og
hannaðar með tilliti til þess.
Þetta verkefni hefui nokkuð verið
rætt í bæjarstjórn, en ákvarðanir eng-
ar teknatf, enn sem komið er.
Á sínum tíma var þetta verkefni einn-
ig mikið rætt í Vesthjálp, sem var sam.
starfsnefnd bæjarstjórnar, Rauðakross
fslands og Hjálparstofnunar kirkjunnar.
Kom þar fram mikill áhugi á málinu og
ýmsar hugmyndir voru uppi um fjár-
mögnun, t.d. að nota söluandvirði íbúð-
anna 11 við Brekkulæk í því skyni. Á-
kvarðanir lun þetta hafa þó ekki verið
teknar, en vegna fyrri reynslu er ég
fullviss um öflugan stuðning RK.Í. við
málið, bæði deildarinnar hér heima og
heildarsamtakanna.
Einnig eru í gildi lög um Byggingar.
sjóð aldraðra, sem sérstaklega hefur
það hlutverk að lána til svona fram-
kvæmda (og dvalarheimila aldraðra).
Sjóðurinn hefur heimild til að Iána allt
að 50% heildarkostnaðar.
Að framkvæmdum má standa á fleiri
_en einn veg.
Aðalreglan verður væntanlega sú, að
íbúðimar verða byggðar á kostnað bæj-
arsjóðs í meira eða minna samstarfi
við aðra aðila, t.d. RX.Í.
Einnig má hugsa sér, að RX.Í. (eða
aðrir aðilar) kosti og eigi einhvern hluta
ibúðanna.
Pá er hugsanlegt að sumt af gamla
fólkinu vilji kaupa sínar íbúðir og er
þá ekkert því til fyrirstöðu. f þeim til-
fellum þyrfti þó helst að setja skyn.
samlegar reglur um forkaupsrétt og
forkaupsskyldu bæjarsjóðs svo að íbúð-
irnar notist áfram í samræmi við upp-
haflegan tilgang.
Leigu fyrir íbúðimar verði mjög f
hóf stillt og þeir verst settu, t.d. þeir
sem njóta tekjutrygginga Almanna-
trygginga, þyrftu enga leigu að greiða.
Um þessi mál öll þarf auðvitað að setja
ákveðnar reglur.
Eins og áður segir eru íbúðirnar
ætlaðar öldmðu fólki, sem vill og getur
séð um sig sjálft að einhverju leyti.
í tengslum við dvalarheimili aldraðra,
Hraunbúðir, þarf svo að koma á fót
nauðsynlegri heimilishjálp fyrir gamla
fólkið, sem gæti náð allt frá því að
hjáipa til við erfiðustu húsverkin upp í
það að sjá fyrir fæði (frá Hraunbúðum)
allt eftir aðstæðum hvers og eins.
Sjálfsagt er að byggja íbúðirnar á
túninu sunnan Hraunbúða.
Oft er sagt, og það með réttu, að það
sé mælikvarði á félagslegan þroska
hvers þjóðfélags hvernig það býr að
öldmðu fólki. Auðvitað gildir það sama
um sveitarfélög.
Við eigum mjög vel búið dvalarheim.
ili aldraðra og ef við byggjum nú nægi-
lega margar íbúðir, sérstaklega ætlaðar
öldruðu fólki og hannaðar með tilliti til
þess og sjáum um nauðsynlega heimil-
isaðstoð í því sambandi, þá yrðum við,
í allra fremstu röð sveitarfélaga hér á
landi í þessum efnum og þá höfum við
sem nú erum á starfsaldri, greitt lítið
eitt af þeirri miklu skuld, sem við stönd-
um í við þá kynslóð, sem nji er komin
á eftirlaunaaldur. — Mm
AUGLÝSING
um áramótabrennur
Að gefnu tilefni skal tekið fram, að öll
brennusöfnun er bönnuð, nema til komi leyfi
frá lögreglustjóra og slökkviliðsstjóra.
Leyfi fyrir brennu og brennusöfnun verða
afgreidd hjá slc\kkviliðsstjóra og yfirlögreglu-
þjóni, eftir 20. nóvember n.k.
Leyfin verða bundin þeim skilyrðum, að
brennuefni skuli einungis safnað á þann stað,
sem í leyfinu greinir og brennan á að vera.
Fyrir hverri brennu skal vera fullveðja á-
Ibyrgðarmaður/leyfishafi.
Ekki er bömum heimilt að safna brennuefni
V eftir að útivistartíma þeirra lýkur á kvöldin.
Vestmannaeyjum 10. nóv. 1977
Slökkviliðsstjóri Yfirlögregluþjónn