Brautin - 16.11.1977, Blaðsíða 4
BRAUTIN
Úr stefnuskrá Alþýðuflokksins
Alþýðuflokkurinn er stjórnmálaflokkur, sem starfar á
grundvelli jafnaðarstefnunnar, Jafnaðarstefnan berst fyr-
ir frelsi, jafnrétti og bræðralagi, gegn einræði, kúgun,
auðvaldi og kommúnisma.
Jafnaðarstefnan felur í sér hugsjónir lýðræðis og fé-
lagshyggju. Með félagshyggju er átt við, að framleiðsla
og dreifing lífsgæða mótist af samvinnu og samstöðu.
Markmiðið er að koma á þjóðfélagi, þar sem ríkir jafn-
rétti allra til framleiðslugæðanna.
Með lýðræði er átt við rétt allra manna til þátttöku í
ákvörðunum, sem varða þá sjálfa sem félaga í heild.
Forsenda slíks lýðræðis er frelsi manna til orðs og æðis.
Jafnaðarstefnan miðar að því, að lýðræðislegum aðferð-
um verði beitt hvarvetna, þar sem ákvarðanir eru teknar
fyrir hóp manna.
Félagshyggja og lýðræði eiga sameiginlega grundvall-
arhugsjón. Sú hugsjón er jafnrétti. Jafnaðarstefnan er
jafnréttisstefna, sem berst gegn forréttindum í hvaða
mynd, sem þau birtast. Hún er tæki þeirra, sem engra
forréttinda njóta, í baráttunni gegn forréttindahópun-
um. Hin nýja stétt íslenzks samfélags er hin sam-
tvinnaða og samtryggða valdastétt, sem ræður yfir fjár-
magni og hlunnindum, en býr við takmarkað lýðræðis-
legt aðhald.
Alþýðuflokkurinn er ábyrgur lýðræðisflokkur, sem vill
efla mannúð og mannréttindi, tryggja persónufrelsi ein-
staklinganna og stuðla að efnahagslegum framförum í
þágu heildarinnar. Alþýðuflokkurinn krefst þess, að allir
landsmenn eigi, án tillits til efnahags og búsetu, rétt til at
vinnu og menntunar, rétt til heilsugæzlu og læknishjálp-
ar, rétt til að bera mál sín undir dómstóla, rétt til fram-
laga úr almannatryggingum, þegar út af ber, og rétt til líf-
eyris þegar aldurinn færist yfir. Á þessum gundvelli
verði efnahagslegur jöfnuður tryggður. Einstaklingar fái
notið framtaks síns, dugnaðar og ábyrgðar í því skyni
að tryggja eðlilega verðmætasköpun í þágu þjóðarheild-
arinnar. Ríkja á fullur jöfnuður á sviði mannréttinda og
persónufrelsis, svo sem jafnrétti kynja, jafn kosninga-
réttur, jafn réttur allra til að mynda sér skoðanir og
berjast fyrir þeim.
Alþýðuflokkurinn telur að blandað hagkerfi henti þjóð-
inni bezt, það er að atvinnuvegirnir verði reknir í formi
einkareksturs, samvinnureksturs og opinbers reksturs,
en þróa beri atvinnulýðræði innan allra rekstursforma.
Alþýðuflokkurinn og samtölc launþega berjast fyrir
náskyldum hagsmunum og eiga því málefnalega sam-
leið í grundvallaratriðum.
Alþýðuflokkurinn vill gera þjóðfélagið allt í senn: sið-
aðra, réttlátara, betra. Flokkurinn berst fyrir auknum
jöfnuði milii einstaklinga og milli byggða; flokkurinn
berst gegn forréttindum og gegn spillingu; flokkurinn
vill að hverjum þegni þjóðfélagsins verði tryggt að geta
lifað lífinu með mannlegri reisn-
íslenzkar aðstæður eru þannig, að samspil fjármagns-
eigenda og ríkisvalds og hið flókna réttlæti laga og
reglna leiðir stundum til argasta ranglætis. Alþýðuflokk-
urinn berst því gegn spillingu og seinagangi innan stjórn-
kerfisins sem á öðrum sviðum þjóðlífsins. Alþýðuflokk-
urinn er andsnúinn braski fésýslumanna. Hann vill gera
stjórnkerfið einfaldara í sniðum og virkara. Alþýðuflokk-
urinn varar við ofþenslu ríkisbáknsins, sem getur orðið
hvort tveggja í senn þjóðinni fjárhagslega ofviða og lýð-
ræðinu varasöm. Alþýðuflokkurinn villi stuðla að styrkri
landsstjórn, sem taki málefni þjóðarinnar föstum tökum
og láti hvergi bugast af ofríki ófyrirleitinna sérhags-
munahópa.
Alþýðuflokkurinn mun standa vörð um stjórnarfars-
legt og fjárhagslegt sjálfstæði þjóðarinnar og stuðla
að íslenzkri reisn í þjóðernislegu og menningarlegu til-
liti. Á alþjóðavettvangi ber íslendingum að vinna að
friði meðal þjóða heims, styðja snauðar þjóðir, gæta
þess að réttur smáþjóða verði eigi fyrir borð borinn og
stuðla að aukinni samstöðu allra þjóða.
Hiiðdftóstir!
f tilraunum Sigurgeirs
Krist.iánssonar til að fela raun-
verulega orsök þess, að Pram-
sóknarmenn slitu vinstra sam-
starfi í bæjarstjórn um mitt ár
1975, kemur ýmislegt kynlegt
fram.
Nú segir hann t.d. (Framsókn
arblaðið 1. nóv. s.l.) að viðræð-
ur um hugsanleg bæjarstjóra-
efni séu bara „hugarfóstur”
mitt. Hann segir ennfremur, að
það hafi verið „alveg Ijóst fyr-
ir fundinn 4. júní” að Fram-
sóknarmenn styddu mig ekki
lengur sem bæjarstjóra. Petta
er ekki rétt. Pað var ekki fyrr
en á fundinum 4. júní 1975, að
afstaða Framsóknari'lokksins
lá endanlega fyrir. Ég á allar
umræður á fundinum frá orði
til orðs og sanna þær mitt mál,
svo ekki verður um villst.
Fram að því, að þessi afstaða
Framsóknarmanna var ljós
(4. júní) vildu aðrir bæjarfull-
trúar A-listans (aðrir en ég)
ekki ræða hugmyndir um ann-
an bæjarstjóra. Þeir vildu fyrst
láta reyna á það, hvort Fram-
sóknarmönnum væri full alvara
með að styðja mig ekki lengur.
Ég skýrði S.K. margoft frá
þessari afstöðu samflokks-
manna minna og það með, að
við yrðum reiðubúnir til frek-
ari viðræðna strax og Fram-
sóknarmenn hefðu endanlega
gert upp hug sinn til málsins.
Ég hef haldið því fram, að
rætt hafi verið um a.m.k. 7
hugsanleg bæjarstjóraefni og
við flest þeirra. Þetta segir S.K.
að sé bara „hugarfóstur” mitt.
Til að taka eitt dæmi vil ég
spyrja S.K. hvort það sé „hug-
arfóstur” mitt, að hann sjálfur
stakk upp á Bírni ólafssyni,
verkfræðing, í starfið. Ég sam-
þykkti hugmyndina strax fyrir
mitt leyti og eftir að hafa kann-
að afstöðu annara fulltrúa A-
listans ítrekaði ég stuðnings-
yfMýsingu mína. Einnig var
vitað, að fulltrúi Alþýðubanda-
lagsins studdi Björn.
f framhaldi af þessu ræddi
S.K. sjálfur við Bjöm um mál-
ið, en það hefði hann vissulega
ekki gert nema að geta reikn-
að með stuðningi allra þáver.
andi fullt'rúa meirihlutans við
ráðningu hans.
Björn ræddi síðan málið við
mig og hvatti ég hann eindreg-
ið til að taka boði S.K. Þess-
vegna ítreka ég spurninguna til
S.K.: Er þetta bara „hugarfóst-
ur” mitt?
Hitt er svo kaldhæðni örlag-
anna, að eftir að ljóst var að
fyrri samstarfsmenn S. K.
studdu Björn, þá snerist S.K.
á móti sinni eigin tillögu og
lét varafulltrúa sinn greiða at-
kvæði á móti ráðningu Björns.
Það var engin furða þótt S.K.
léti sig vanta á bæjarstjórnar-
fund þegar þessi mál voru ráð-
in, þótt hann hefði engin lög-
mæt fdrföll, eins og bæjarmála-
samþykktin gerir þó kröfu til,
ef aðalfulltrúi í bæjarstjórn
mætir ekki á bæjarstjórnar-
fund. — Mm.
Um síðustu helgi gafst
bæjarbúum tækifæri til
þess að sækja athyglis-
verða listsýningu sem ung-
ur Vestmannaeyingur, Ást.
þór Jóhannsson efndi til í
Akógeshúsinu. Ástþór, sem
er sjálfmenntaður í faginu,
sýndi þarna rúmlega 30
verk unnin með olíulitum,
vatnslitum og með penn-
um. Fjöldi fólks sótti sýn-
inguna og Ástþór seldi vel,
enda verk hans mjög at-
hyglisverð og vandlega unn
in.
★
Það kom fram hjá Gunn.
ari Thoroddsen orkumála-
ráðherra á Alþingi í síð-
ustu viku er hann svaraði
fyrirspurn frá Garðari Sig-
urðssyni, að gerð hafi ver.
ið kostnaðaráætlun um nýj-
an rafstreng milli lands og
Eyja, er hljóðaði upp á 220
millj. kr. Þá hefur verið
gerð tillaga um, að þessi
framkvæmd verði tekin inn
á fjárlög komandi árs.
Sagði ráðherra að við með-
ferð fjárlagafrumvarpsins
yrði á einn eða annan hátt
að tryggja fjármagn til
þessa nýja strengs. Ber
vissulega að fagna þessum
ummælum ráðherra og von
andi verða efndir á.
★
Ómar Kristmannsson hef
ur sótt um til bæjarráðs að
fá til afnota beitiland fyrir
sauðfé í Heimakletti. Bæj-
arráð hefur frestað að taka
ákvörðun um málið, þar til
umsögn landgræðslustjóra
liggur fyrir.
★
Fegrunarnefnd Vestmanna
eyja hefur sent blaðinu eft
irfarandi til birtingar:
„Fegrunarnefnd skorar á
hæjarbúa að sameinast um
að henda drasli og úrgangi
í Helgafellsgryfjuna, en
ekki annarsstaðar á Eyj-
una.” Undir þessa áskorun
rita: Bjarni Sighvatsson,
Vilborg Gísladóttir og Guð-
rún Jóhannsdóttir.
★
Bæjarráð hefur samþykkt
að selja Sjálfsbjörgu á
Siglufirði eitt af telescope-
húsunum. Söluverð húss-
ins er 3 milljónir króna.
★
Bæjarstjóri hefur fengið
umboð bæjarráðs til að
taka lán hjá ríkissjóði Is.
lands að fjárhæð krónur
12.003.485, en lán þetta er
til Fjarhitunar Vestm.eyja
og er jafnvirði aðflutnings-
gjalda af innfluttu efni í
aðflutningsæð frá hraun-
virkjun að dælustöð.