Brautin - 07.07.1988, Blaðsíða 3

Brautin - 07.07.1988, Blaðsíða 3
BRAUTIN Ársreikningar bæjar- sjóós og stofnana afgreiddir í bæjarstjórn Ársreikningar Bæjarsjóðs Vestmannaeyja og stofnana hans fyrir seinasta ár voru af- greiddir á seinasta bæjarstjórn- arfundi. Reikningarnir bera með sér, að verulegur árangur hefur náðst á kjörtímabilinu í því ætlunarverki meirihluta bæjarstjórnar að ná tökum á fjármálunum. Skuldaaukning á milli ára er langt innan við verðbólgu- þróun. Þetta er ánægjulegt, sérstaklega þar sem meirihlut- inn setti sér það takmark, að ná utan um fjármálin og koma þeim í betra horf en þau voru í á seinasta kjörtímabili. Þessi stefna var sett efst á listann í stjórnarsáttmála meirihlutans. Þrátt fyrir að vel hafi tekist þurfti minnihluti bæjarstjórnar að leggja fram bókun, sem var í senn villandi og í mörgum atriðum röng. Það lýsti svo bókuninni best, að þar sáu menn ástæðu til þess að bera þakklæti á einn ráðherra Sjálf- stæðisflokksins vegna yfirtöku ríkisins á hluta af skuldum Fjarhitunar Vestmannaeyja. Meirihluti bæjarstjórnar lét færa eftirfarandi til bókar við afgreiðslu reikninganna, vegna þess sem á undan var gengið: „Fyrir liggur að reikningar og reikningsfærslur bæjarsjóðs og allra stofnana hans fyrir árið 1987 bera vott um góða reglu og gott skipulag og eru til fyrirmyndar sbr. skýrslu kjör- inna endurskoðenda. Þá bera reikningarnir með sér að rekstrarstaða bæjarsjóðs og stofnana hans hefur batnað mjög, rekstrarafgangur hefur hækkað og lausaskuldir minnkað. Þannig hefur núverandi meirihluta orðið verulega ágengt í því ætlunarverki sínu að styrkja fjárhagsstöðu bæjar- sjóðs og stofnana hans en sú staða var bágborin eftir 4 ára meirihlutastjórn Sjálfstæðis- flokksins á árunum 1982-1986. Reikningarnir og umsögn kjör- inna endurskoðenda um þá bera vott um að vel hefur til tekist með ýmsa aðra mikil- væga þætti í rekstri bæjarsjóðs og stofnana hans. í því sam- bandi má nefna sameiningu Rafveitu og Fjarhitunar, inn- heimtu o.fl. Þannig má ljóst vera að núverandi meirihluti Útgerðarmenn athugið Vakin skal athygli á samþykkt bæjarstjórnar frá 15. júní sl. sem hljóðar svo: „Bæjarstjórn samþykkir, að áður en erindi um yfirfærslu á kvóta úr byggðarlaginu verði afgreidd af bæjarstjórn verði upplýst hvort áhugi fyrir þessum kvótum er ekki fyrir hendi hjá útgerð og fiskvinnslufyrirtækjum hér í Eyjum.” Og samþykkt bæjarráðs frá 20. júní sl.: „I framhaldi af samþykkt bæjarstjórnar frá 15. júní, samþykkir bæjarráð að óska eftir því við Útvegsbændafélag Vm. að þaö leiti eftir upplýsingum í samræmi við samþykktina þegar um umsóknir um kvótayfirfærslu er að ræða.” Könnun á áhuga Félagslegar íbúðir Stjórn verkamannabústaða efnir til könnunar á þörf fyrir félagslegar íbúðir í Vestmannaeyjum. Könnun þessi er lögbundin og niðurstaða hennar mun verða rökstuðn- ingur við umsókn Stjórnar verkamanna- bústaða til Húsnæðisstofnunar um fram- kvæmdaþörf. Það er því afar brýnt, að þeir sem eru í þörf fyrir félagslegt húsnæði, verka- mannabústaði eða leiguíbúðir, skrái sig á afgreiðslu Vestmannaeyjabæjar eigi síðar en 22. júlí n.k. þar sem nánari upplýsingar verða veittar. Þeir sem eiga inni umsóknir um verka- mannabúsustaði þurfa ekki að skrá sig. Stjórn Verkamannabústaða, Vm. hefur náð góðum árangri eins og hann raunar hefur stefnt að. Bókun bæjarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins er í senn vill- andi og í mörgum atriðum röng. Nægir þar að nefna full- yrðingar um skuldastöðu bæj- arsjóðs sem bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, gegn betri vitund, segja að hafi versnað. Bókun þeirra gengur í berhögg við raunveruleikann í mörgum atriðum og er hvorki í samræmi við niðurstöður ársreikninga né álit endurskoðenda. Þá teljum við vægast sagt fráleitt að draga iðnaðarráðherra sérstaklega inn í bókunina að því er varðar þá lausn er Vestmannaeyjabær hefur náð vegna Fjarhitunar. Um einstaka þætti bókunar Sjálfstæðisflokksins sjáum við ekki ástæðu til að fjalla.” Guðmundur Þ. B. Ólafsson Þorbjörn Pálsson Andrés Sigmundsson Jóhanna Friðriksdóttir Ragnar Óskarsson í SÓLINA Á BENIDORM BROTTFARIR: 12. júlí 1 eða 3 vikur 19. júlí 2 vikur — MJÖG HAGSIÆTT VERÐ! — Umboðsmaður: FRIÐFINNUR FINNBOGASON S 11166 og 11450 Uil MKJSTOÐIIM SUMARÁÆTLUN1988 12. maí — 12. september frá Vm frá Þh Alla daga nema mánud. og laugard......... 07:30 12:30 Mánudaga og laugardaga .................. 10:00 14:00 Aukaferðir: Föstudaga og sunnudaga .................. 17:00 21:00 Auk þess í júní og júlí: Fimmtudaga .............................. 17:00 21:00 Tierfóliur hf. SPARISJÓÐUR VESTMANNAEYJA vill vekja athygli á fjölþættri þjónustu: U HEIMILISLÁN = sparnaður + lán LAUNALÁN = engin bið eftir sparisjóðsstjóra n NÆTURHÓLF n GJALDEYRIR til ferðamanna og námsfólks «• INNLENDIR gjaldeyrisreikningar «» VISA eitt kort alls staðar n NÝTÍSKU AFGREIÐSLUTÆKI tryggir hámarks öryggi n PERSÓNULEG ÞJÓNUSTA við alla okkar viðskiptavini n .r_- frá 9:15—16 alla daga, auk þess síðdegisvakt Opnunartimi á fostudogum n - kso. AUKIN ÞJÓNUSTA 0PIÐ í HÁDEGI 4» SPARISJÓÐUR VESTMANNAEYJA

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.