Brautin - 03.11.1988, Blaðsíða 2

Brautin - 03.11.1988, Blaðsíða 2
B R A U T BRAUTIN Útgefandi: Alþýðuflokksfélögin í Vm. Ritnefnd: Þorbjörn Pálsson (ábm.) Guðm. Þ.B. Ólafsson Elín Alma Arthúrsdóttir Magnús H. Magnússon Stefán Jónsson Tölvusetning og offset: Eyrún h.f. Vm. Staða fiskvinnslunnar erfið: Rekstrargrund- völlinn vantar Það hefur ekki farið framhjá neinum sem fylgst hefur með þjóðmálaumræðunni, að erfiðleikar blasa víðs- vegar við í athafnalífinu hér á landi. Hvert stórfyrirtækið á fætur öðru er lýst gjaldþrota og öðrum veitt greiðslustöðvun. Fólki er sagt upp í hópum, ýmist vegna lokunar eða endurskipulagningar. Virðist skórinn víða kreppa að, hvort heldur er í iðnaði, þjónustugreinum, búskap, að ekki sé talað um í sjávarútvegi. Undirstöðuatvinnugreinum verður að skapa rekstrargrundvöll Helsta útflutningsatvinnugrein íslendinga, sjávar- útvegurinn, á nú í verulegum erfiðleikum. Fiskvinnslan er rekin með tapi og svo hefur verið í langan tíma. Fyrirtækin sem lengst hafa þrjóskast við að halda rekstrinum áfram eru með slíkum taprekstri að éta upp eignir sínar og eru með skuldahalann á eftir sér. Fiskvinnslufyrirtækjum hefur verið lokað víðs vegar um landið og er Ijóst, að í þeim bæjarfélögum þar sem það hefur átt sér stað, eru erfiðir tímar framundan. Það er nánast furðulegt að þessari helstu útflutnings- grein okkar skuli ekki vera skapaður sá rekstrar- grundvöllur sem hún þarf og á skilið til þess að geta haldið starfsemi sinni og þjóðarbúinu á floti. Því, ef það er einhver sem veit það ekki, þá stendur þjóðfélag okkar og fellur með sjávarútveginum, þó að svo sé ekki að sjá, að allir skilji það. Hvort menn stofna einn sjóðinn til eða frá, þá er það ekki sú lausn sem þarf. Fjármagnskostnaðurinn er nogur. Það er rekstrargrundvöllur sem þarf og að fisk- vinnslan fái greitt fyrir framleiðslu sína það sem fyrir hana fæst, í réttu gengi. Guðm> Þ>B> ólafsson ATVINNA Oskum eftir að ráða járniðnaðarmenn til starfa strax. Viljum einnig taka nema í plötusmíði, rennismíði og vélvirkjun. Símar 11490, 11491, 11492 og 11767. Vinnuhópur um bætt skipulag skólatannlækninga: * Obreytt ástand óviðunandi Undanfarin ár hefur umræða um greiðslur bæjarsjóðs vegna skólatannlækninga skotið upp kollinum, nokkuð reglulega. Ástæðan fyrir umræðunni hefur ávallt verið sú, að þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir bæjar- yfirvalda virðist illa ganga að láta fjárhagsáætlun standast vegna skólatannlækninga. Það fyrirkomulag sem við- gengist hefur undanfarin ár. hefur verið með þeim hætti að bæjaryfirvöld eiga engan kost á að vera með puttana í, hver framgangur mála er, þrátt fyrir að bæjarsjóði beri að greiða helming af kostnaði við skóla- tannlækningar. í framhaldi af umræðum um skólatannlækn- ingar hefur Bæjarráð Vest- mannaeyja samþykkt að það telji afar brýnt að sveitar- stjórnir séu í aðstöðu til að fylgjast með og hafa áhrif á ráðstöfun fjárframlaga sinna til skólatannlækninga. í framhaldi af því hefur bæjarráð samþykkt að skipa vinnuhóp, sem í eiga sæti full- trúar frá heilsugæslustöð, tann- læknum, skólum, dagvistar- stofnunum og sjúkrasamlagi, til þess að gera tillögur um bætt skipulag skólatannlækninga. Vonandi er að starf hópsins I breyting verði frá núverandi takist vel þannig að veruleg | ástandi. GÞBÓ SPARNAÐUR í REYND! Vörur á tilboðsverði í HVERRI VIKU I verslunum okkar í Bárustíg og Goðahrauni er vöruúrvalið geysigott og verðið rómað. Það borgar sig að versla við Vetraráætlun 1988-1989 Frá Þorlákshöfn: 12:30 14:00 18:00 Frá Vestmannaeyjum: Mánudaga-föstudaga....07:30 Laugardaga .............10:00 Sunnudaga ............. 14:00 Allar nánari upplýsingar eru veittar: VESTMANNAEYJUM: REYKJAVÍK: Básaskersbryggju Köllunarklettsvegi Símar 98-11792 og 98-11433 Sími 91-686464 H Heriól$ur h$ Þjóðvegurinn milli lands og Eyja 2

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.