Fréttablaðið - 16.11.2015, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 16.11.2015, Blaðsíða 14
Í dag 19.35 Írland - Bosnía Sport 18.00 ÍBV - Grótta Laugard.v. 19.00 Haukar - Akureyri KA-h. 19.30 Valur - Fram Vodafone-h. 19.30 Víkingur - ÍR Víkin 19.30 FH - Afturelding Kaplakriki „Sem betur fer get ég borgað til baka, þú getur líka lagt þitt af mörkum.“ GUÐRÚN MARÍA JÓNSDÓTTIR Landssöfnun Samhjálpar BYGGJUM UPP MEÐFERÐARHEIMILIÍ HLAÐGERÐARKOTI samhjalp@samhjalp.is Sími 561 1000 • www.samhjalp.is TAKTU ÞÁTT! HRINGDU NÚNA Í SÍMA 905-2002 TIL AÐ GEFA 2.000 KR. HRINGDU NÚNA Í SÍMA 905-2004 TIL AÐ GEFA 4.000 KR. HRINGDU NÚNA Í SÍMA 905-2006 TIL AÐ GEFA 6.000 KR. HRINGDU NÚNA Í SÍMA 905-2010 TIL AÐ GEFA 10.000 KR. ÞÚ GETUR MILLIFÆRT BEINT INN Á SÖFNUNARREIKNING KENNITALA 551173-0389 BANKAREIKNINGUR 0322-26-58000 HRINGDU Í SÍMA800 5000 EF ÞÚ VILTGEFA BEINT. VIÐ ERUM STOLTIR BAKHJARLAR HLAÐGERÐARKOTS HJÁLPA ÐU okkur að hjálpa ÖÐ RUM Tíu gull og sjö Íslandsmet hjá Hrafnhildi Drottningin í Hafnarfirði Hrafnhildur Lúthersdóttir átti ótrúlega helgi á Íslandsmeistaramótinu í 25 m laug á heimavelli sínum, Ásvallalaug í Hafnarfirði. Hún vann tíu gull, bætti sex Íslandsmet og jafnaði það sjöunda. Þá bætti Eygló Ósk Gústafsdóttir eigið met í 100 m baksundi en báðar voru nálægt bestu tímum tímabilsins í Evrópu um helgina, Hrafnhildur í 50 og 200 m bringusundi og Eygló í 100 m baksundi. FRéttABlAðið/Anton BRink Fimleikar Það brutust út gríðar- leg  fagnaðarlæti í Vodafone-höll- inni á laugardag þegar ljóst varð að Stjarnan hafði tryggt sér gullið á Norðurlandamótinu í hópfimleik- um. Keppnin var gríðarlega hörð en tvö sænsk lið urðu í næstu tveimur sætum og Gerpla því fjórða. „Ég er í raun ekki búin að átta mig á þessu,“ sagði Andrea Sif Péturs- dóttir, fyrirliði Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið í gær. „Líkaminn er þreyttur en það var gott að vakna í morgun.“ Hún segir að það hafi ekki endi- lega verið markmið Stjörnunnar að vinna mótið. Stefnan hafi ávallt verið að komast á verðlaunapall. „Það eina sem við vildum var verðlauna- peningur. Okkur var sama af hvaða tegund,“ segir hún. Stjarnan tók samt ákveðna áhættu með því að mæta með nýjan dans í gólfæfingarnar. En sú áhætta borgaði sig. „Það er mjög sjaldgæft að dans gangi svona rosalega vel í fyrsta sinn, hvað þá að vinna greinina,“ segir Andrea Sif en æfingarnar á gólfi skiluðu Stjörnunni 22,533 stigum. Hún segir að það sé erfitt að átta sig á því á meðan á æfingunni stendur hversu góð framkvæmdin er. „Ég fann að það gekk vel hjá mér en annars er maður að horfa fram en ekki á hinar. Svo var reyndar ein næstum því dottin og frétti ég ekki af því fyrr en í morgun,“ segir hún í léttum dúr. Stjarnan fékk rúm sautján stig fyrir æfingar á trampólíni og rúm átján fyrir æfingar á dýnu. Ástæðan fyrir því að gólfæfingarnar skiluðu fleiri stigum var að erfiðleikastuðullinn á þeim var mun hærri. „Þjálfarinn okkar sagði að ef þú ert ekki góður í dansi þá getur þú gleymt þessu. Það er hann sem skilar manni sigrinum enda skorum við langhæst í honum,“ segir Andrea Sif. Þessi hópur hefur verið saman hjá Stjörnunni síðan á Evrópumeistara- mótinu fyrir rúmu ári en Svíar fögnuðu þá sigri. Andrea Sif segir að nánast allir í liði Stjörnunnar hafi reynslu af stórmótum með íslenska landsliðinu. „Það hjálpaði mikið. Við vissum hvernig það væri að keppa fyrir framan svo marga áhorfendur og náðum að stjórna spennustiginu betur. Svo er hópurinn okkar vel samansettur og gátum við dreift æfingunum vel á milli okkar. Það var mjög þægilegt.“ eirikur@frettabladid.is Stjörnustúlkur skinu skærast Stjarnan vann gull á Norðurlandamótinu í hópfimleikum, sterkasta félagsliðamóti heims í greininni. Frá- bærar æfingar á gólfi skiluðu Stjörnunni titlinum. Stjarnan vann tvær greinar af þremur í kvennaflokki. 1 6 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 m Á n U D a G U r14 s p o r t ∙ F r É t t a b l a ð i ð sport olísdeild kvenna Stjarnan - Selfoss 30-29 Markahæstar: Helena Rut Örvarsdóttir 11, Þórhildur Gunnarsdóttir 7 – Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 10. kA/Þór - Afturelding 34-27 Markahæstar: Hulda Bryndís Tryggvadóttir 6 – Hekla Ingunn Daðadóttir 11. Undankeppni em 2016, umspil Svíþjóð 2–1 Danmörk 1-0 Mikael Forsberg (45.), 2-0 Zlatan Ibra- himovic, víti (50.), 2-1 Nicolai Jörgensen (80.). Úkraína 2–0 Slóvenía 1-0 Andriy Yarmolenko (22), 2-0 Yevhen Seleznyov (54.). Síðari leikurinn í báðum rimmum fer fram annað kvöld. Ungverjaland 2–1 noregur 1-0 Tamas Priskin (14.), 2-0 sjálfsmark (83.), 2-1 Markus Henriksen (87.). Ungverjaland vann samanlagt, 3-1. Domino’s-deild kvenna Hamar - keflavík 70-69 Stigahæstar: Suriya McGuire 23, Salbjörg Sævarsdóttir 15 – Melissa Zorning 29. Stjarnan - Snæfell 64-83 Stigahæstar: Chelsie Schweers 31 – Haiden Palmer 29, Gunnhildur Gunnarsdóttir 13. Valur - Grindavík 63-66 Stigahæstar: Karisma Chapman 34 (20 frák.) – Whitney Frazier 24 (18 frák.). Efst Haukar 14 Snæfell 14 Grindavík 8 Keflavík 6 neðst Valur 6 Stjarnan 4 Hamar 2 RosbERG vann Í bRasiLÍu Nico Rosberg hafði betur í baráttunni við heimsmeistarann og liðsfélagann Lewis Hamilton hjá Mercedes í Formúlu 1 kappakstrinum í Brasilíu í gær. Þetta var annar sigur Rosbergs í röð en Sebastian Vettel, Ferrari, varð þriðji. Ein keppni er eftir á tíma- bilinu en hún fer fram í Abu Dhabi. Um helgina

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.