Fréttablaðið - 16.11.2015, Blaðsíða 15
Skapa í Skúrnum
Feðgarnir Björgvin og Ásgeir takast
á við tveggja ára verkefni sem gengur
út á að gera upp þrjátíu ára gamalt
mótorhjól fyrir drenginn.
Síða 2
C M Y CM MY CY CMY K
��������������������������
������������������������������������
„Jólatréð og stjakarnir eru úr hvíttaðri furu. Hug-
myndin á bak við stjakana er að hægt sé að nota
þá allan ársins hring. Þeim er einfaldlega raðað
saman eins og aðventuljósi yfir hátíðarnar en hægt
að nota þá staka þess utan. Tréð er hægt að fella
saman og byggir á gamalli hefð að hafa heimasmíð-
að jólatré,“ útskýrir Erna Guðmundsdóttir en hún
og Halldór Magnússon hófu smíði á vörum úr viði
fyrir heimilið fyrir tveimur árum. Hugmyndin að
jólatrénu kviknaði þegar þau fengu sig fullsödd af
barrnálum um allt hús.
„Ég fékk alveg nóg eitt árið þegar ég gleymdi að
vökva jólatréð og var að finna barrnálar langt fram
á vor. Mér finnst plastjólatré ekki heillandi heldur
og eins vildum við ekki eyða miklu geymsluplássi
undir jólatréð. Við þurftum því að leggjast aðeins
yfir þessi mál og þá datt okkur í hug að reyna að
búa eitthvað til sjálf. Eitthvað sem færi lítið fyrir,“
útskýrir Erna. „Það má auðveldlega renna trénu
undir rúm eða á bak við hurð. Þegar það er sett
upp þarf einungis að snúa „greinunum“ í allar áttir.
Jólatréð vakti strax athygli og Halldór tók til við
smíðarnar. Erna segir bæði verslanir og hótel hafa
keypt af þeim tré en einnig sé það vinsælt inn á
heimili.
„Fólk kaupir það oft sem aukatré eða í bústað-
inn. Við notum þetta sem aðaljólatré heima hjá
okkur og vonum að okkar börn muni samþykkja
þá hefð. Oft eru það nefnilega krakkarnir sem vilja
fá lifandi tré en fullorðna fólki er síður spennt fyrir
því, vill losna við barrnálarnar,“ segir Erna sposk.
Nánar má forvitnast um Hafnir á Facebook.
Fengu nóg aF
BarrnÁlum
heimiliSlegt Erna Guðmundsdóttir og Halldór Magnússon hanna og smíða
stjaka og jólatré úr viði undir heitinu Hafnir. Hugmyndina að jólatrénu fengu
þau eftir að hafa sópað upp barrnálum langt fram á vor.
haFnir Erna Guð-
mundsdóttir og Halldór
Magnússon vildu ekki
sópa upp fleiri barr-
nálar. Þau hönnuðu því
og smíðuðu sér jólatré
sem vakti athygli. Nú
framleiða þau trén auk
kertastjaka undir heitinu
Hafnir. MyNd/ErNir
Járn & Gler ehf. - Skútuvogur 1h.
Barkarvogsmegin - 104 Reykjavík
S: 58 58 900-
www.jarngler.is
Fyrirtæki - Húsfélög
—————————
Við bjóðum upp á
sjálfvirkan hurða-
opnunarbúnað ásamt
uppsetningu og
viðhaldi
Auðveldar aðgengi, hentar vel fyrir
aðgengi fatlaðra.
Áratuga reynsla af búnaði
tryggir gæðin.
Nánari upplýsingar á minirmenn.is og á Facebook
Jólahlaðborð Minna manna hafa verið
vinsæl síðustu ár, enda ódýr en einstak-
lega girnileg. Þau eru sérsniðin til að bjóða
upp á í jólagleðinni á vinnustaðnum, heima
eða í veislusal án nokkurrar fyrirhafnar.
Verðið hefur verið það sama árum saman
– aðeins 1.990 kr. á mann!
Pantanir hjá:
Magnúsi Inga Magnússyni í síma 696-5900
og á magnusingi@gmail.com.
JÓLAHLAÐBORÐ
1.990 kr.
HEITT OG KALT
JÓLAHLAÐBORÐ
• Síldarréttir
• Djúpsteiktar rækjur
• Kjúklingur
• Purusteik
• Hangikjöt
• Heit sósa
• Brúnaðar kartöflur
• Kartöflujafningur
• Fjölbreytt grænmeti
• Brauðkossar
• Súrsæt sósa
1.990 kr. á mann