Fréttablaðið - 23.01.2016, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 23.01.2016, Blaðsíða 8
Engin skilyrði sem hvíldu á Landsbank- anum höfðu áhrif á verð eða skilmála í þessari sölu. Páll Gunnar Páls­ son, forstjóri Samkeppnis­ eftirlitsins 2 3 . j a n ú a r 2 0 1 6 L a U G a r D a G U r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a B L a ð i ð Álagningarseðlar fasteignagjalda í Reykjavík 2016 verða sendir til íbúa á næstu dögum. Fast eigna­ gjöldin verða innheimt í gegnum net banka þar sem jafnframt er hægt að prenta út greiðsluseðil. Greiðsluseðlar verða ekki sendir út en hægt er að óska eftir heim sendum greiðsluseðlum á mínum síðum á www.reykjavik.is eða í gegnum þjónustuver Reykjavíkurborgar í síma 411 1111. Fjármálaskrifstofa Reykjavíkurborgar annast álagningu og innheimtu á fast eignaskatti, lóðaleigu og sorphirðugjaldi. Fasteignagjöld ársins 2016, yfir 25.000 kr., greiðast með níu jöfnum greiðslum á gjald dögum 1. febrúar, 2. mars, 2. apríl, 2. maí, 1. júní, 3. júlí, 2. ágúst, 3. september og 2. október. Gjald dagi fasteigna gjalda undir 25.000 kr. er 1. febrúar. Tekjulágir elli- og örorkulífeyrisþegar, sem fengu lækkun á fasteigna- skatti og fráveitugjaldi á liðnu ári, fá einnig að óbreyttu lækkun fasteignaskatts og fráveitugjalds fyrir árið 2016 að teknu tilliti til tekju- og eignaviðmiða. Fjár málaskrifstofa framkvæmir breytingar á fast- eignaskatti og fráveitugjaldi eftir yfirferð skattframtala elli- og örorku- lífeyrisþega. Það þarf því ekki að sækja sérstaklega um lækkun eða niðurfellingu þessara gjalda. Við álagningu fast eignagjalda í janúar verður afsláttur elli- og örorkulífeyrisþega til bráða birgða miðaður við tekjur ársins 2014. Þegar álagning vegna tekna ársins 2015 liggur fyrir haustið 2016, verður afslátturinn endanlega ákvarðaður og verða þá allar breytingar tilkynntar bréflega. Skilyrði lækkunar eru að viðkomandi sé elli- eða örorkulífeyrisþegi, sé þing lýstur eigandi fasteignar, eigi þar lögheimili og geti átt rétt á vaxtabótum vegna hennar skv. B-lið 68. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt og eignaskatt. Einungis er veitt lækkun vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Borgarráð hefur ákveðið að tekjumörk elli-og örorkulífeyrisþega vegna niðurfellingar/lækkunar fasteignaskatts á árinu 2016 verði eftirfarandi: 100% lækkun: Einstaklingar með tekjur allt að 2.850.000 kr. Samskattaðir aðilar með tekjur allt að 3.970.000 kr. 80% lækkun: Einstaklingar með tekjur á bilinu 2.850.000 til 3.260.000 kr. Samskattaðir aðilar með tekjur á bilinu 3.970.000 til 4.420.000 kr. 50% lækkun: Einstaklingar með tekjur á bilinu 3.260.000 til 3.800.000 kr. Samskattaðir aðilar með tekjur á bilinu 4.420.000 til 5.280.000 kr. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14, veitir allar upplýsingar varðandi álagningu og breytingar á gjaldi fyrir með höndlun úrgangs í síma 411 1111. Einnig má leita upplýsinga með tölvu pósti á netfangið sorphirda@reykjavik.is. Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, annast álagningu og innheimtu vatns- gjalds og fráveitugjalds og veitir upplýsingar í síma 516 6000. Einnig má leita upplýsinga með tölvupósti á netfangið or@or.is. Fjármálaskrifstofa Reykjavíkurborgar, Höfðatorgi, Borgartúni 12-14, veitir upplýsingar varðandi álagningu fasteignaskatts og lóðarleigu og breytingar á þeim í síma 411 1111. Einnig má leita upplýsinga með tölvupósti á netfangið fasteignagjold@reykjavik.is. Hægt er að leita upplýsinga um ofangreind atriði á heimasíðu Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is Fasteignagjöld 2016 Borgarstjórinn í Reykjavík, 23. janúar 2016. www.reykjavik.is UmhverfismáL Umhverfisstofnun (UST) telur að fyrirhuguð virkjun í Svartá í Bárðardal skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Ástæðan er sú að mikilvægum álitamálum er ekki svar­ að nægilega skýrt í þeirri undirbún­ ingsvinnu sem er lokið – ekki síst um sjónræn áhrif, útlit og staðsetningu mannvirkja og skortur á mótvægis­ aðgerðum til að draga úr neikvæðum áhrifum framkvæmdarinnar. Um er að ræða 9,8 megavatta (MW) virkjun sem fyrirtækið SSB­orka ehf. áformar að reisa við Svartá. Þegar virkjun er undir 10 MW skal það metið, samkvæmt lögum, í hverju tilviki með tilliti til eðlis, umfangs og staðsetningar hvort framkvæmdin sé háð mati og er það á hendi Skipulags­ stofnunar að taka ákvörðun þar um. Álit UST kemur fram í umsögn sem Skipulagsstofnun leitaði eftir í þeirri vinnu. Eins og Fréttablaðið hefur fjallað um hafa komið fram áhyggjur og tortryggni umhverfisverndarfólks á áætlanir um Svartárvirkjun, eins og þær liggja fyrir í tillögum að breyt­ ingum á aðalskipulagi og deiliskipu­ lagi sveitarfélagsins, Þingeyjarsveitar. Mun minna sé gert úr áhrifum virkj­ unar en efni standa til; virkjunin muni hafa mikil áhrif á ósnortið umhverfi og lífríki Svartár, auk þess sem fram­ kvæmdin teygir sig alla leið inn á friðlýst svæði Laxárdals í Suður­Þing­ eyjarsýslu. Er fullyrt að hálendisvin muni bera óafturkræft og óbætanlegt tjón af fyrirhuguðum framkvæmdum. Efast er um vinnu verkfræðistof­ unnar Verkís um tillögur um breyt­ ingar á aðalskipulagi og að nýju deili­ skipulagi þar sem fjallað er stuttlega um umhverfisþætti framkvæmdar­ innar. Þar segir að fyrirhuguð breyt­ ing sé „ekki talin hafa veruleg áhrif á metna umhverfisþætti með tilliti til sveitarfélagsins sem heildar“, og því er ekki gert ráð fyrir sérstakri vöktun umhverfisþátta umfram venjubundið eftirlit á framkvæmda­ og rekstrar­ tíma. Við þessari vinnu er UST að bregð­ ast. Niðurstaðan er, þrátt fyrir að ýmislegt sé vel unnið, að ef ekki verði „vandað til mannvirkjagerðar við Svartárvirkjun gæti framkvæmdin haft umtalsverð umhverfisáhrif í för Vill Svartárvirkjun í umhverfismat Umhverfisstofnun telur rétt að umhverfisáhrif af virkjun í Svartá í Bárðardal verði metin sérstaklega. Skipulagsstofnun vinnur að ákvörðun um hvort það sé nauðsynlegt. Miklar efasemdir eru komnar fram um virkjunaráform sem spilli ósnortinni náttúruperlu. Svartá á upptök sín í Svartárvatni og rennur um 16 kílómetra leið þar til hún fellur í Skjálfandafljót. Mynd/jaþ Jarðstrengur yfir heiðar og niður Laxárdal l Áætlað er að stífla Svartá í Bárðar­ dal um 400 metrum ofan við ármót Grjótár. l Sambyggð stífla og inntaksvirki eru ráðgerð sem um 30 metra langur steyptur þröskuldur þvert á árfarveginn. l Ráðgerð aðrennslispípa virkjunar­ innar verður 3,1 kílómetra löng og liggur meðfram Svartá á austari bakka árinnar og verður hún öll niðurgrafin. l Steypa á jöfnunarþró skammt ofan við stöðvarhússtæðið á bakka Svartár. l Leggja á um 47 kílómetra langan jarðstreng ásamt ljósleiðara frá Svartárvirkjun. Strengurinn mun liggja yfir Fljótsheiði og Laxár­ dalsheiði og koma niður í Laxár­ dal á móts við bæinn Halldórs­ staði, liggja þaðan niður dalinn og tengjast virki Landsnets við Laxárvirkjun. með sér“. Af skýrslu Veiðimálastofnunar vegna Svartárvirkjunar má ráða að veiði leggist nánast af á áhrifasvæði virkjunarinnar enda Svartá svo gott sem þurrkuð upp á 3,1 kílómetra kafla, en sjálfbærar veiðar, þar sem skylt er að sleppa öllum urriða og bleikju, hafa verið stundaðar í Svartá í áratugi. svavar@frettabladid.is viðskipti „Við fáum ekki séð að nein skilyrði sem hvíldu á Lands­ bankanum af hálfu Samkeppnis­ eftirlitsins hafi haft áhrif á verð eða skilmála þessarar sölu,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, um sölu Landsbankans á kortafyrirtækinu Borgun. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að samkvæmt sátt við eftirlitið hefði Landsbank­ inn ekki mátt skipa háða stjórnar­ menn í stjórn fyrirtækisins. Það mátti hins vegar meirihlutaeigandi Borgunar, Íslandsbanki. Því sagði Steinþór skilmála sáttarinnar við eftirlitið takmarka aðgengi bank­ ans að upplýsingum um Borgun. Páll Gunnar er hins vegar ekki á sama máli. „Við erum ósammála því. Fyrirtæki ganga kaupum og sölum án þess að seljendur eigi alltaf stjórnarmenn sem eru háðir viðkomandi eiganda,“ segir hann. Þá boðuðu Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, og Guð­ laugur Þór Þórðarson, varaformað­ ur Bankasýslu ríkisins, til fundar í gærkvöld til að ræða hvort rétt hefði verið farið að sölu á eignum bankanna. Á meðal þess sem rætt verður á fundinum, sem fer fram á miðvikudag, er hvort Landsbank­ inn hafi farið eftir eigendastefnu ríkisins er hann seldi hlut sinn í Borgun. – þea Skilyrði eftirlitsins höfðu ekki áhrif á sölu Borgunar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.