Fréttablaðið - 23.11.2015, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 23.11.2015, Blaðsíða 36
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Ástkær móðir okkar, amma og langamma, Gréta Þorsteinsdóttir Brimhólabraut 19, Vestmannaeyjum, lést laugardaginn 14. nóvember sl. á Landspítalanum Fossvogi. Útförin fer fram frá Landakirkju þann 28. nóvember nk. kl. 11.00. Fyrir hönd aðstandenda, Lovísa Gísladóttir Steinunn Gísladóttir Konráð Gíslason Merkisatburðir 1648 Krýning Friðriks 3. fer fram í Danmörku. 1654 Blaise Pascal lendir í slysi sem leiðir til þess að hann fær opinberun og gerist trúaður. 1688 1.500 fylgjendur Gamla siðar brenna sig lifandi til að komast hjá handtöku þegar her Rússakeisara sest um klaustur þeirra við Onegavatn. 1700 Giovanni Francesco Albani verður Klemens 11. páfi. 1838 Hólavallagarður við Suðurgötu er vígður. 1916 Karlakór KFUM er stofnaður. Síðar er nafni hans breytt í Karlakórinn Fóstbræður. 1939 Suðaustur af Íslandi er háð fyrsta sjóorrustan í heimsstyrj- öldinni síðari, er þýsku herskipin Gneisenau og Scharnhorst sökkva breska skipinu HMS Rawalpindi. 270 menn farast en 23 er bjargað. 1947 Tyrone Power kvikmyndaleikari kemur við á Íslandi. 1990 Örn og Örlygur gefa út Íslensku alfræðiorðabókina. 2010 Norðurkóreski herinn gerir stórskotaárás á suðurkóresku eyjuna Yeonpyeong. Þennan dag fyrir 23 árum fæddist bandaríska tónlistar- og leikkonan Miley Cyrus í Nashville í Tennesseefylki Bandaríkjanna. Við fæðingu hlaut hún nafnið Destiny Hope Cyrus en breytti síðar eiginnafni sínu í Miley. Faðir hennar er bandaríski kántrí- söngvarinn Billie Ray Cyrus, móðir hennar heitir Leticia Cyrus og guðmóðir engin önnur en kántrístjarnan Dolly Parton. Miley öðlaðist frægð þegar hún lék hlutverk Hönnuh Montana í samnefndum sjónvarpsþáttum. Í kjölfarið lék hún í kvikmyndum sem byggðar voru á þáttunum auk kvikmynda á borð við LOL, So Undercover og The Night Before. Þá hefur Miley átt farsælan tónlistarferil. Hún hefur gefið út plöturnar Breakout, Can't Be Tamed og Bangerz. Sú síðastnefnda hefur hingað til selst í rúmlega milljón ein- tökum í Bandaríkjunum. Undanfarið hefur ungstirn- ið verið kynnir á tónlistarverð- launahátíð sjónvarpsstöðvar- innar MTV og gefið út plötuna Miley Cyrus & Her Dead Petz ókeypis á netinu. Þ etta g e r ð i st : 2 3 . n óv e m b e r 1 9 9 2 Miley Cyrus fæðist „vikan hefur það að markmiði að lágmarka  sóun og draga úr myndun úrgangs. við vitum það að neysla almennings hefur áhrif á það hversu mikill úrgangur verður til þannig að allt sem eykur nýtingu og dregur úr sóun hefur góð áhrif í för með sér, bæði fjárhagsleg og umhverfisleg,“ segir eygerður margrétardóttir, deildar- stjóri hjá umhverfis- og skipulagssviði reykjavíkurborgar. nýtnivikan verður haldin í reykja- vík fjórða árið í röð í þessari viku. Þema vikunnar í ár er afefnisvæðing og ber titilinn „að gera meira fyrir minna“ en afefnavæðing gengur út á að sinna þörfum neytenda með lágmarks nýt- ingu auðlinda. nýtnivikan er hluti af umhverfis- og auðlindastefnu reykja- víkurborgar. „nýtnivikan kemur inn sem gott verkefni sem hentar vel stefnu reykja- víkurborgar í umhverfismálum.“ vikan er samevrópskt verk- efni  og er  henni ætlað að vekja fólk til umhugsunar um nauðsyn þess að draga úr magni úrgangs. Fólk er hvatt til að samnýta hluti og stuðla að því að hlutir öðlist framhaldslíf frekar en að enda sem úrgangur. vikan er haldin árlega með ýmsum atburðum sem eiga að stuðla að vitundarvakningu  íbúa um sjálfbæra auðlinda- og úrgangs- stjórnun. Fjölmargir viðburðir verða í nýtni- vikunni í ár.  reykjavíkurborg hefur til að mynda efnt til samkeppni um besta nýtniráðið en leikurinn verður á Facebook -síðu reykjavíkurborgar. „við finnum að það er mikill áhugi þarna úti fyrir þessari hugmyndafræði. Það er gott að nýtnivikan kemur þegar við erum að renna í þennan tíma þar sem neyslan er mest á árinu í kring um hátíðarnar.“ einnig verður fatasóunarráðstefna vakanda og rauða krossins haldin í ráðhúsi reykjavíkur laugardaginn 28. nóvember klukkan 13.00. Þá verða niðurstöður forrannsóknar á matarsóun heimila í reykjavík sem Landvernd hefur unnið í samstarfi við borgina kynntar á föstudag í borgar- túni í hádeginu. borgarbókasafn reykjavíkur mun standa fyrir skiptibókamarkaðinum græn bók – góð bók auk þess sem fjöldinn allur af öðrum viðburðum skreytir vikuna. thorgnyr@frettabladid.is Góð áminning fyrir hátíðarnar Nýtnivika er nú haldin í Reykjavík fjórða árið í röð. Þema vikunnar í ár er afefnisvæðing. Fjöldinn allur af viðburðum verður víða um borgina. Í nytjavikunni er fólk meðal annars hvatt til að endurnýta gömul föt. Fréttablaðið/Vilhelm 2 3 . n ó v e M b e r 2 0 1 5 M Á n U D A G U r16 t í M A M ó t ∙ F r É t t A b L A ð i ð tímamót

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.