Fréttablaðið - 23.11.2015, Page 44
• Styrking
• Jafnvægi
• Fegurð
CC Flax
1 kúfuð teskeið á dag - 40 daga skammtur
Fæst í apótekum, Hagkaup, Krónunni, Nettó, Samkaup,
Fjarðarkaup og völdum heilsubúðum
www.celsus.is
Heilbrigðari og grennri konur
Rannsókn sýndi að konur sem hafa mikið
Lignans i blóðinu eru að meðaltali með 8,5 kg
minni fitumassa en þær konur sem skortir eða
hafa lítið af Lignans.**
* Howel AB Journal of the American Medical Associaton june 2002 287:3082
** British Journal of Nutrition(2009), 102: 195-200 Cambridge University.
Frábært til að bæta hormónajafnvægi
fyrir konur á öllum aldri
Hörfræ mulin - rík af lignans
Trönuberjafræ
Haf- Þörungakalk
Stuðlar að hormónajafnvægi og vellíðan.
Trönuberjafræin styrkja þvagfærakerfi og slímhúð,
reynist vel gegn vökvasöfnun* Ríkt af Omega3 ALA.
Fjölmargar ritrýndar rannsóknir sýna mikinn ávinning
af inntöku á lignans fyrir hormónaheilbrigði kvenna.
„Þetta er búin að vera heillöng
fæðing,“ segir Andrea Sóleyjar og
Björgvinsdóttir um bókina Bókin
okkar, sem fjallar um getnað, með-
göngu, fæðingu og sængurlegu.
„Ég fékk hugmyndina fyrir tíu
árum þegar ég var ófrísk af fyrstu
stelpunni minni og byrjaði hægt
og rólega að skrifa og svo vatt
þetta svolítið upp á sig,“ segir hún
glöð í bragði en bókin er hugsuð
sem uppflettirit fyrir verðandi for-
eldra og er ríkulega myndskreytt
með myndum eftir ljósmyndar-
ann Aldísi Pálsdóttur. Andrea
hafði þó unnið að bókinni í rúm
tvö ár áður en hún fékk ljósmynd-
arann í lið með sér.
Hugmyndin kviknaði líkt og
áður sagði þegar Andrea var sjálf
ófrísk og fannst vanta íslenskt
efni. „Maður er með stanslausar
spurningar í kollinum. Ég hafði
samband við ljósmóðurina mína,
Hafdísi Rúnarsdóttur, sem er í dag
góð vinkona mín og hún sá um allt
sem er fræðilegt í bókinni.“ Einn-
ig eru í bókinni reynslusögur frá
íslenskum foreldrum.
Í bókinni er jafnframt lögð tals-
verð áhersla á sængurlegukaflann.
„Það er svolítið svona hjartans mál
Hafdísar. Hún leggur áherslu á að
konur fái stuðning og þann tíma
sem þær þurfa í sængurlegunni
en á þeim tíma er oft aukin hætta
á fæðingarþunglyndi og þarf að
hlúa vel að þeim.“
Hún segir vissulega að þetta tíu
ára ferli hafi verið lengra en hún
hélt að það yrði í upphafi og vissu-
lega hafi komið tímar þar sem
hún var við það að missa móð-
inn. „Núna er ég alveg svakalega
spennt, alveg eins og ég var fyrir
svona átta, níu árum, og sé fyrir
endann á þessu.“
Nú safnar Andrea fyrir útgáfu
bókarinnar inni á vefsíðunni Kar-
olinafund en hún mun þó aðeins
koma út í litlu upplagi hér heima
og er stefnan sett á Kínamarkað
og sér Andrea fyrir sér að upp-
færa bókina með árunum. „Þetta
er einn af þeim hlutum sem renna
aldrei út, fólk hættir aldrei að
eignast börn.“
– gló
Fæðingin tók um tíu ár
Andrea Sóleyjar og Björgvinsdóttir vinnur að útgáfu bókar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Hún
hyggst gefa hana út á Kínamarkaði og uppfæra bókina í gegnum árin, enda hætti fólk aldrei að eignast börn.
Andrea er hér ásamt ljósmyndaranum Aldísi Pálsdóttur en Andrea hefur unnið að bókinni síðastliðin tíu ár og sér nú fyrir
endann á verkefninu. FréttAblAðið/GVA
Ofnbakað spaghetti
með kirsuberjatómötum
OFnbakað spaghettí
með ljúFFengum kirsu-
berjatómötum
1 pakki spaghettí
ólífuolía
1 askja kirsuberjatómatar, skornir
í tvennt
3 hvítlauksrif, smátt söxuð
1 meðalstór rauðlaukur, smátt
saxaður
1/2 rautt chili, fræhreinsað
1 krukka maukaðir tómatar, ég
kaupi frá Sollu.
1/2 kjúklingateningur
Skvetta af agavesírópi
Handfylli smátt söxuð basilíka
Handfylli klettasalat
Ferskur Parmesanostur
Sjávarsalt og pipar
Aðferð
Hitið vatn í potti ásamt sjávarsalti
og olíu. Þegar vatnið er farið að
bullsjóða þá setjið þið spaghettíið
saman við og sjóðið samkvæmt
leiðbeiningum á pakkanum. Á
meðan spaghettíið er að sjóða þá
útbúum við tómatana og sósuna.
Skerið kirsuberjatómatana í
tvennt og raðið á bökunarpappír.
Sáldrið salti, pipar og ólífuolíu yfir
og setjið í ofnskúffu og bakið í ofni
við 200°C í 10 til 12 mínútur.
Byrjið á því að hita olíu við vægan
hita á pönnu, mýkið hvítlaukinn,
rauðlaukinn og chili í olíunni.
Bætið þvínæst maukuðu tómöt-
unum, kjúklingakrafti og skvettu
af agavesírópi. Kryddið til með
salti og pipar.
Spaghettíið ætti að vera tilbúið
svo þið hellið vökvanum frá og
bætið spaghettíinu út í sósuna.
Hellið öllu í eldfast mót og bætið
kirsuberjatómötunum saman
við, rífið niður Parmesanost og
duglega af honum. Bakið í ofni við
180°C í 13 til 15 mínútur.
Berið réttinn fram með góðu
brauði og rífið duglega af ferskum
Parmesanosti yfir.
2 3 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 m Á n U D A G U r24 L í f i ð ∙ f r É T T A b L A ð i ð
Lífið