Morgunblaðið - 30.09.2019, Síða 1
Ljósmynd/Thinkstock
Tannheilsa Margir kvíða því að
þurfa að mæta til tannlæknis.
Mælt er með því að einstaklingar
sem þjást af tannlæknaótta, -kvíða
eða -fælni leiti sér faglegrar aðstoðar
svo hægt sé að koma í veg fyrir skað-
leg áhrif vandans á tannheilsu og
lífsgæði. Þeir sem þjást af
tannlæknakvíða eru þá ólíklegri til
að leita til tannlæknis, að sögn Öl-
rúnar. »4
Tannlæknakvíði er raunverulegt
vandamál meðal ákveðins hóps nema
í grunnnámi við Háskóla Íslands, að
því er fram kemur í lokaverkefni
Ölrúnar Bjarkar Ingólfsdóttur,
nema í tannsmíði við Háskóla Ís-
lands.
Af þeim 637 nemendum sem tóku
þátt í megindlegri rannsókn á tann-
læknakvíða voru 19,2% með tann-
læknakvíða á miðstigi en 18% með
mikinn tannlæknakvíða.
Ölrún hefur sjálf óttast tann-
læknaheimsóknir frá unga aldri
vegna slæmrar reynslu hjá tann-
lækni sem barn.
„Það eru örugglega margir sem
lenda í þessu, margir byrja til dæmis
í tannréttingum mjög snemma.
Tannlæknar eru kannski í dag að
átta sig á því að þetta geti mótað
fólk,“ sagði hún.
Tannlækna-
kvíði algengur
18% grunnema við Háskóla Íslands
óttast tannlæknaheimsóknir verulega
Mótorhjólamenn í félagsskapnum Herramenn á
hjólum fóru í leiðangur víða um Reykjavík í gær
til eflingar baráttunni gegn sjálfsvígum og
krabbameini í blöðruhálskirtli karla. Þetta var
hluti af alþjóðlegri uppákomu sem efnt er til á
heimsvísu síðasta sunnudag í september ár
hvert. Reið heiðvirðra herramanna heitir verk-
efnið og í krafti þess voru þessir kappar á
Laugaveginum og kynntu góðan málstað.
Í baráttu gegn krabbameini og sjálfsvígum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Herramenn á hjólum í miðborginni á síðasta sunnudegi í septembermánuði
M Á N U D A G U R 3 0. S E P T E M B E R 2 0 1 9
Stofnað 1913 229. tölublað 107. árgangur
RIT UM PRESTA-
KÖLL, SÓKNIR OG
PRÓFASTSDÆMI SÆKJA Á KÍNAMARKAÐ
ÞURFUM AÐ
VERA FRAMSÝN
OG HUGRÖKK
TÓNLISTARSKÓLINN MUSILLA 12 HILDUR ÞÓRISDÓTTIR 6MIKLAR BREYTINGAR 28
Upplýsingar um akstur landsmanna
sem fengnar eru með tilliti til bíl-
númera eru persónugreinanlegar og
þarf því þá að skoða hugmyndir um
veggjöld í nýja samgöngusáttmálan-
um út frá persónuverndarlögum.
Helga Þórisdóttir, forstjóri Per-
sónuverndar, segir að veggjöldin séu
veigamikið atriði þegar kemur að
persónuverndarlögum.
Víða í Evrópu tíðkast hjá stjórn-
völdum taka saman upplýsingar um
akstur hvers og eins borgara og inn-
heimta veggjöld í samræmi við þær.
Fram hefur komið að innheimta
veggjalda fari líklega fram með raf-
rænum hætti og aðgerðir á borð við
greiðsluhlið sem muni seinka umferð
komi ekki til álita.
Helga sagði í samtali við Morgun-
blaðið að rekjanleiki alls í snjallborg-
inni væri meðal þess sem persónu-
verndarstofnanir í Evrópu leggja
áherslu á að skoða.
„Spurningin er hvernig við eigum
að forgangsraða og þetta er eitt af
þeim atriðum sem er ljóst að við
verðum að skoða,“ sagði Helga.
Nýsamþykktur samgöngusátt-
máli höfuðborgarsvæðisins kveður á
um að veggjöldum verði komið á, þó
ekki fyrr en árið 2022.
Veggjöld gætu varð-
að persónuvernd
Rekjanleiki í snjallborginni til skoðunar víða í Evrópu
MVeggjöld standist »4
Morgunblaðið/Hari
Veggjöld Til stendur hefja innheimtu veggjalda rafrænt, árið 2022.
Á árinu 2018 fengu framleiðendur
fjörutíu kvikmynda, heimilda-
mynda og sjónvarpsþátta endur-
greiðslur frá Kvikmyndamiðstöð
Íslands vegna framleiðslu hér-
lendis. Samtals námu endur-
greiðslurnar um 1.049 milljónum
króna. Sjónvarp Ríkisútvarpsins
(RÚV) tók 23 þessara fjörutíu
verkefna til sýninga og námu end-
urgreiðslur vegna þeirra verka
rúmum 404 milljónum króna.
„Meirihlutinn af þessum verk-
efnum hefur verið sýndur á RÚV,
einkum vegna þess að RÚV hefur
nánast verið eini kaupandinn að
sýningarrétti á nær öllum íslensk-
um kvikmyndum og heimilda-
myndum síðustu árinn,“ sagði
Skarphéðinn Guðmundsson, dag-
skrárstjóri hjá RÚV.
Stöð 2 sýndi fimm þáttaraðir
sem fengu endurgreiðslur frá
Kvikmyndamiðstöð árið 2018 og
þrjár þáttaraðir 2017. Sjónvarp
Símans sýndi a.m.k. níu sjón-
varpsþáttaraðir sem fengu endur-
greiðslur í fyrra. » 14
Morgunblaðið/Eggert
RÚV Sjónvarpið sýndi flest verkefn-
anna sem fengu endurgreiðslur.
23 af 40
verkefnum
sýnd í RÚV