Morgunblaðið - 30.09.2019, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2019
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Ef sameina á sveitarfélög þarf
samþykki íbúa sem aftur þurfa að
vita hvað ríkisvaldið raunveru-
lega vill og ætlar sér að gera í
samgöngumálum. Sameining eins
og hér á Austurlandi getur tæpast
orðið í reynd nema milli staða séu
góðar og greiðar samgöngur,“
segir Hildur Þórisdóttir forseti
bæjarstjórnar Seyðisfjarðarkaup-
staðar.
Hinn 26. október verður aust-
ur á landi kosið um sameiningu
fjögurra sveitarfélaga, Seyð-
isfjarðar, Borgarfjarðar eystri,
Fljótdalshéraðs og Djúpavogs.
Samanlagður íbúafjöldi þar eru
4.900 manns; þar af 3.620 á Hér-
aði, Seyðfirðingar eru 680, á
Djúpavogi og þar í kring búa 490
manns og 110 í Borgarfjarðar-
hreppi.
Innviði þarf að styrkja
Áform um göng voru kynnt í
sumar og þar eru Fjarðarheiðar-
göng fyrsti áfanginn. Á eftir þeim
koma göng milli Seyðisfjarðar og
Mjóafjarðar og loks önnur þaðan
til Norðfjarðar. Í ágúst síðast-
liðnum var kynnt skýrsla starfs-
hóps um verkefnið og boðað er að
farið verði í framkvæmdir á næstu
árum. Tímasetning liggur hins
vegar ekki fyrir. Göng undir
Fjarðarheiði yrðu þau lengstu á
Íslandi, 13,4 km. Kostnaður við
gerð þeirra gæti orðið 33-34 millj-
arðar kr. en allur pakkinn um tvö-
föld sú upphæð.
„Hagstofan spáir fólks-
fækkun á Austurlandi í nánustu
framtíð og því alveg ljóst að hér
þarf að styrkja innviði verulega,“
segir Hildur. „Á Seyðisfirði hefur
orðið fólksfækkun um 15% síðan
árið 2000 og töluvert ójafnvægi í
aldurssamsetningu. Í bekkjum í
grunnskólanum hefur nemendum
fækkað um helming á síðustu 20
árum. Hjá núverandi meirihluta í
bæjarstjórn hér á Seyðisfirði hef-
ur verið lögð sérstök áhersla á að
stuðla að nýbyggingum á íbúðar-
húsnæði eftir áratugahlé. Í þeirri
viðleitni felldum við niður gatna-
gerðargjöld í eitt ár og nú er búið
að sækja um þrjár íbúðarlóðir og
framkvæmdir að hefjast við tvö
íbúðarhús sem er gleðiefni.“
Lífsgæðin eru engu lík
Með betri samgöngum segist
Hildur trúa því að Seyðisfjörður
nái að dafna, samanber að Siglu-
fjörður fékk innspýtingu með
Héðinsfjarðargöngum. Sam-
göngur séu æðakerfi samfélaga
svo hlutirnir geti gengið snurðu-
laust fyrir sig þegar kemur að því
að sækja atvinnu, þjónustu eða
flugsamgöngur. Staðreyndin er
hins vegar sú að Austurland á
langt í land þegar kemur að ásætt-
anlegum samgöngum sem heldur
eðlilegri framþróun fjórðungsins
niðri. Við eigum einnig mikið inni
þegar kemur háskólastarfsemi og
nýsköpun og ég sé tækifæri þar á
næstu árum. Lífsgæðin á Seyð-
isfirði eru engu lík og við þurfum
að fjölga húsnæði hér í bæ til að
gera fleirum kleift að flytja hing-
að. Sonur minnelst til að mynda
upp við mikið frelsi og náttúru allt
í kringum sig sem hefur mótað
hann. Við höfum verið lánsöm á
Seyðisfirði að búa yfir ríkulega
menningarlífi og aðgengi að góð-
um veitingastöðum sem hafa bætt
lífsgæðin hér verulega.“
Framsýn að hætti
Færeyinga
Byggðastefnan á Íslandi hef-
ur mistekist, að mati Hildar, þeg-
ar horft er til þess að fólksfjölg-
unin á sér nánast öll stað á
suðvesturhorninu. Þar sem 85%
landsmanna búa í dag. Á sama
tíma sé í öðrum landshlutum bar-
ist fyrir nauðsynlegum innviðum,
eins og að samgöngur séu í lagi og
nettengingar boðlegar.
„Af vettvangi
sveitarstjórnarmála blasir við mér
skökk mynd sem ég trúi að megi
breyta. Við Seyðfirðingar þurfum
ekki annað en horfa til nágranna
okkar í Færeyjum, þar sem grafin
hafa verið jarðgöng undir sjó og í
gegnum fjöll og það eru sam-
göngubætur sem skila því að jafn-
vægi hefur haldist í byggðum þar.
Við þurfum að vera framsýn og
hugrökk eins og Færeyingar.
Sjálf hef ég staðfasta trú á því að
það sé skynsamlegt að byggja upp
öfluga landsbyggð samhliða
sterkri höfuðborg. Það eru for-
réttindi að búa við það einfalda líf
sem Seyðisfjörður býður upp á
með stuttum vegalengdum og
fyrir vikið nánari samskiptum við
vini og fjölskyldu. Það er grátlegt
ef landsbyggðin fær ekki að njóta
sín sem skyldi vegna óboðlegra
samgangna en ég hef fulla trú á
því að nú sjáum við breytingar til
bóta.“
Sameining sveitarfélaga og jarðgangamál í deiglu á Seyðisfirði
Ljósmynd/Aðsend
Bæjarfulltrúi Skynsamlegt að byggja upp öfluga landsbyggð samhliða
sterkri höfuðborg, segir Hildur Þórisdóttir hér í viðtalinu.
Landsbyggðin njóti sín
Hildur Þórisdóttir er
fædd 1983. Hún lauk meist-
araprófi frá viðskiptafræði-
deild, Háskóla Íslands í mann-
auðsstjórnun árið 2011.
Bæjarfulltrúi frá 2018 fyrir
Seyðisfjarðarlistann sem er
með meirihluta í bæjarstjórn.
Er forseti bæjarstjórnar. Sit-
ur því samfara í ýmsum stjórn-
um svo sem Austurbrúar og
Samtaka sveitarfélaga á Aust-
urlandi. Jafnfram rekur hún
vefverslunina eyrin.is
Hver er hún?
Hjörtur J. Guðmundsson
hjortur@mbl.is
„Það má kannski segja að það sé
orðum aukið að þetta mál brenni á
öllum. Það er svona ákveðinn hópur
sem hefur mjög sterkar skoðanir á
þessu náttúrlega og það brennur á
stórum hópi. En ég held að það sé
samt sem áður stærri hópur sem
hefur ekkert sérstaklega mikinn
áhuga á því.“
Þetta segir Guðbjörg Andrea
Jónsdóttir, forstöðumaður Fé-
lagsvísindastofnunar Háskóla Ís-
lands, í samtali við mbl.is, aðspurð
hvort niðurstöður skoðanakönnun-
ar, sem stofnunin hefur unnið fyrir
stjórnvöld í tengslum við fyrirhug-
aðar breytingar á stjórnarskrá lýð-
veldisins, bendi til þess að stjórn-
arskrárbreytingar brenni á þjóðinni
eins og stundum hefur verið talað
um í umræðunni á liðnum árum.
Tæpur þriðjungur til
í að mæta á umræðufund
Til stendur í framhaldi af gerð
skoðanakönnunarinnar að boða til
umræðufundar helgina 9. og 10.
nóvember þar sem hluta af þeim
sem svöruðu í könnuninni verður
boðið að taka þátt. Var meðal ann-
ars spurt að því í könnuninni hvort
aðspurðir hefðu áhuga á að taka
þátt í fundinum.
Fram kemur í niðurstöðum skoð-
anakönnunarinnar að einungis 29%
þátttakenda í henni sögðust vera
tilbúin að taka þátt í slíkum um-
ræðufundi um stjórnarskrána á
meðan aðrir afþökkuðu það. Þá
kemur einnig fram í könnuninni að
mun fleiri séu ánægðir með núgild-
andi stjórnarskrá en óánægðir.
„Það er bara ákveðin tregða hjá
fólki alltaf að koma og taka þátt í
svona umræðufundum. Þannig að
það eru fyrst og fremst þeir sem
hafa tiltölulega sterkar skoðanir
sem eru tilbúnir til þess að taka þátt
í svona umræðum.“ Fólk sé yfirleitt
ekkert áfjáð að taka þátt í slíkum
fundum. Spurð áfram hvort draga
megi þá ályktun að flestir hafi
mögulega enga sérstaka skoðun á
málinu segir Guðbjörg: „Já, það er
stærri hópur sem hefur ekkert mjög
sterkar skoðanir á þessu, stærsti
hópurinn er svolítið hlutlaus.“
Spennandi verði fyrir vikið að sjá
hvernig gangi að fá fólk til að mæta
á fundinn.
Orðum aukið að málið brenni á öllum
Ákveðinn hópur með mjög sterkar skoðanir á breytingum á stjórnarskrá Stærri hópur hefur
ekkert sérstaklega mikinn áhuga, segir forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands
Morgunblaðið/Ómar Óskarsson
Stjórnarskrá Fleiri eru ánægðir með núgildandi stjórnarskrá en óánægðir.
Nánar á mbl.ismbl.is
Ragnhildur Þrastardóttir
Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir
Formaður trúnaðarmannaráðs Ar-
ion banka fékk að vita af um hundrað
manna hópuppsögn bankans á
fimmtudag tæpri viku áður en upp-
sagnirnar áttu sér stað.
Fyrir helgi hafði verið deilt um
hvort bankinn hefði fylgt skyldum
sem lög um hópuppsögn leggja á
hann. Í lögunum er m.a. kveðið á um
að áformi atvinnurekandi hópupp-
sagnir skuli hann svo fljótt sem auðið
er hafa samráð við trúnaðarmann.
Í samtali við mbl.is í gær sagði
Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðu-
maður samskiptasviðs bankans, að
bankinn hefði talið að tilkynning til
formanns trúnaðarmannaráðsins
hefði komið eins fljótt og auðið var. Á
þessum tíma hafi verið komin skýr
mynd á uppsagnirnar.
„Við upplýstum formann trúnað-
armannaráðs hátt í viku áður en upp-
sagnirnar áttu sér stað en vissulega
var staða hans þröng. Við upplýstum
svo hina trúnaðarmennina að morgni
dags, þegar þetta voru orðnar op-
inberar upplýsingar,“ sagði Harald-
ur. „Það var okkar mat að þetta væri
eins fljótt og auðið var. Þegar komin
var mynd á aðgerðirnar og nokkuð
ljóst í hvað stefndi.“
Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður og
sérfræðingur í vinnurétti, sagði í
gær að það væri ljóst að fjármálafyr-
irtæki yrðu lögum samkvæmt að
hafa samráð við trúnaðarmenn
vegna hópuppsagna. Sú skylda gilti
jafnvel þó fyrirtæki væru skráð í
kauphöll en Benedikt Gíslason,
bankastjóri Arion banka, sagði í við-
tali í síðustu viku að bankinn hefði
ekki farið á svig við lög um hópupp-
sagnir en þyrfti líka að fara að lögum
um verðbréfamarkað.
Lára sagði að samkvæmt lögum
væri óljóst hvenær samráð við trún-
aðarmanninn þyrfti að fara fram og
að lögin mætti túlka á þann veg að
það væri undir atvinnurekanda kom-
ið að meta það.
Létu vita viku
fyrir uppsögn
Skyldan hvíli einnig á bankanum
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Arion Bankinn sagði um hundrað
starfsmönnum upp í síðustu viku.