Morgunblaðið - 30.09.2019, Page 10

Morgunblaðið - 30.09.2019, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2019 Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | Akranesi | Sími 511 2022 | dyrabaer.is ULTRA KATTASANDUR – fyrir dýrin þín ■■■ Sporast lítið ■■■ Lyktarlaus ■■■ Frábær lyktareyðing ■■■ Náttúrulegt hráefni ■■■ 99.9% rykfrír ■■■ Klumpast vel Áætlað er að um 2.000 manns hafi verið í Laufskálarétt í Hjaltadal í Skagafirði á laugardaginn. Mikil stemning fylgir jafnan réttunum og öllum sem þeim fylgir; þegar stóðið er rekið fram Kolbeinsdal og í rétt- irnar þar sem hrossin eru svo færð í dilka. Veður var hið besta og mynd- aðist því einstök stemning. Allt voru um 400 hross í réttunum að þessu sinni, að folöldum frátöldum. „Nei, ég varð ekki var við neina áberandi ölvun. Hins vegar var glóð í einhverjum réttargesta,“ segir Haraldur Þór Jóhannsson í Enni í Viðvíkursveit sem til fjölda ára var potturinn og pannan við réttar- störfin. Sjálfur átti hann um 70 hross í Laufskálarétt, en réttardag- urinn er jafnan mikil hátíð í Skaga- firði. Margir komu einmitt langt að til að fylgjast með réttarstörfunum, en eftir þau voru gleðifundir víða í sveitum Skagafjarðar. Morgunblaðið/Björn Jóhann Skagfirðingar Þórólfur Pétursson á Hjaltastöðum í Blönduhlíð, til vinstri, og Halldór Steingrímsson í Brimnesi sem var rekstrarstjóri í réttunum. Glóð í gestunum  Líf og fjör í Laufskálarétt á laugardag Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Verkefnin ræðismanna eru fjöl- breytt og þjónustan mikilvæg,“ segir Yannis Lyberopoulos, að- alræðismaður Íslands í Grikklandi. Í síðustu viku var hér á landi hald- in ráðstefna utanríkisráðuneytisins fyrir kjörræðismenn Íslands í út- löndum. Þetta er í áttunda sinn sem slík ráðstefna er haldin en þær eru að jafnaði haldnar fimmta hvert ár. Nú um stundir hafa 213 manns í 90 ríkjum um veröld víða með höndum starf kjörræðis- manna Íslands. Þeir eru ólaunaðir og starfa náið með utanríkisráðu- neytinu og sendiskrifstofum Ís- lands að hagsmunagæslu fyrir Ís- lands hönd á ólíkum sviðum. Landkynning og orkumál Kjörræðismenn og þjónusta þeirra er afar mikilvæg í þeim rík- um þar sem Ísland er ekki með sendiráð eða -skrifstofur. Við and- lát, slys eða ef fólk frá Íslandi kemst í kast við lögin er oft leitað atbeina utanríkisþjónustunnar og getur sú þjónusta skipt sköpun. Einnig sjá ræðismennirnir um út- gáfu neyðarvegabréfa og aðstoða íslensk fyrirtæki við markaðsmál. Eru með öðrum orðum sagt að lið- sinna og ryðja brautina fyrir allt sem íslenskt er. Margt var til umfjöllunar á ráð- stefnunni í síðustu viku. Þar má nefna erindi fulltrúa Íslandsstofu um landkynningarmál, fulltrúar Icelandair sögðu frá starfsemi og áherslum fyrirtækisins og tals- maður Landsvirkjunar ræddi um framleiðslu endurnýjanlegrar orku. Allt þetta helst í hendur við að á ráðstefnunni nú voru nýsköp- un og sprotafyrirtæki – svo og borgaraþjónustan – sérstök áherslumál. Yannis Lyberopoulos, sem er Ís- lendingur að hálfu og með íslensk- una fullkomlega á valdi sínu, tók við sem aðalræðismaður Íslands á Grikklandi árið 2009; þá eftir föð- ur sinn Constantin Lyberopoulos sem hafði haft starfið með höndum frá 1973. Kona Constantin og móð- ir Yannis var Emilía Kristín Kofo- ed-Hansen; dóttir Agnars Koofod- Hansen flugmálastjóra og Bjargar konu hans. Líkt er með Yannis og fjölmarga aðra í hans stöðu; ræð- ismennirnir hafa flestir tengsl við Ísland og starfið gengur í ættir. „Já, það er oft haft samband við mig vegna ýmissa mála sem teng- ast Íslandi. Stundum eru þetta Grikkir sem ætla sem ferðamenn til Íslands og eru að athuga með vegabréfamál og annað. Einnig fólk sem er í atvinnuleit og er þá að kanna atvinnumöguleika og slíkt. Einnig er alltaf nokkuð um að fólk þurfi aðstoð utanríkisþjón- ustunnar vegna staðfestingar á op- inberum skjölum og slíkt,“ segir Yannis. Hann býr og starfar í Aþenu og starfar þar við fram- leiðslu og sölu íslenskra sjávaraf- urða, meðal annars fyrir sjávar- útvegsfyrirtækin Þorbjörn og Vísi í Grindavík. „Sem áfangastaður ferðamanna á Ísland talsvert mikið inni meðal Grikkja. Ef til vill fara þeir í rík- ari mæli að leggja leið sína til Ís- lands þegar efnahagur í Grikk- landi vænkast að nýju, við erum á góðri leið.“ Þjónustan er stór þáttur í starfi kjörræðismanna  Ræðismenn á ráðstefnu í Reykjavík  213 í 90 ríkjum  Inneign í Grikklandi Morgunblaðið/Sigurður Bogi Samtal Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Yannis Lyberopoulos, kjörræðismaður Íslands í Aþenu í Grikklandi. Yannis er Íslendingur í móðurætt, hefur alltaf búið ytra en hefur íslenskuna 100% á valdi sínu. Við opnun Vísindavöku Rannís sl. laugardag fékk Vísindasmiðjan viðurkenningu fyrir starf sitt, það er að miðla fróðleik um vísindi til grunnskóla og nemenda þeirra með gagnvirkum og lifandi aðferðum. Jón Atli Benediktsson rektor og Guðrún Bachmann, kynningarstjóri vísinda- miðlunar hjá Háskóla Íslands, veittu viðurkenningunni viðtöku. Auk almenns fræðslustarfs tekur Vísindasmiðjan á móti gestum á öll- um aldri í margvíslegum viðburðum um allt land. Markmiðið með þessu er að vekja áhuga ungs fólks og al- mennings á vísindum og þekkingu, styðja við kennslu á öllum skólastig- um í náttúru- og raunvísindum og örva gagnrýna og skapandi hugsun. Frá því Vísindasmiðjan var opnuð í mars 2012 hafa komið þangað um 25 þúsund skólabörn af öllu landinu, öll- um að kostnaðarlausu. Árlega tekur smiðjan á móti um 6.000 grunn- skólanemum og um 250 kennurum á ári. Starfsmenn eru kennarar og nemendur við HÍ sem þarna fá þjálf- un í vísindamiðlun og kynningar- starfi. – Nýlega braut Vísinda- smiðjan blað í sögu barnamenningar á Íslandi þegar hún fékk veglegan styrk úr Barnamenningarsjóði Ís- lands vegna dagskrár í Hörpu í vet- ur. Þar mætast listir og vísindi á skapandi og lifandi máta, segir í til- kynningu. sbs@mbl.is Ljósm./Aðsend Vísindin Heiðursveiting í höfn. Viðurkenn- ing til Vís- indasmiðju  Listir og menning mætast á Hörpunni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.