Morgunblaðið - 30.09.2019, Page 13

Morgunblaðið - 30.09.2019, Page 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2019 Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 ■ Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 ■ Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 ■ alnabaer.is PLÍ-SÓL GARDÍNUR alnabaer.is Við erum sérhæfð í gluggatjöldum Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hóf í gær fjögurra daga ráðstefnu í Manchester með flokks- félögum sínum í Íhaldsflokknum, og lofaði um leið að klára útgöngu Bretlands úr Evrópusamband- inu fyrir fullt og allt. Þrátt fyrir fjölda hindrana sem orðið hafa á vegferð Johnsons undanfarnar vik- ur, þar á meðal tapað mál fyrir hæstarétti Bret- lands í síðustu viku, ítrekaði hann í gær að hann hygðist taka Bretland út úr sambandinu, hvort sem það yrði með eða án samnings við stjórnvöld í Brussel. Muni fylkja sér um brexit „Það sem við þurfum að gera er að halda áfram. Og í því felst að ljúka brexit hinn 31. október,“ sagði forsætisráðherrann í samtali við BBC í gær. Einörð afstaða Johnsons hefur komið honum á skjön við meirihluta neðri deildar breska þingsins, sem hefur samþykkt lög til að fyrir- byggja að Bretland gangi úr ESB án samnings. En afstaðan á sér góðan hljóm- grunn á meðal flokksmanna í Íhaldsflokknum, sem kusu enda Johnson sem leiðtoga sinn í júlímán- uði. Á ráðstefnunni mun fólk fylkja sér um Johnson og sömuleiðis um brexit, spáir Tim Bale, prófessor í stjórnmálafræði við Queen Mary- háskólann í Lundúnum, í samtali við fréttaveitu AFP. Hótað kosningu um vantraust Stjórnarandstöðuflokkar gætu þó hleypt ráðstefnunni í uppnám en þingmenn úr þeirra röðum hafa neitað að samþykkja að hlé sé gert á þingstörfum vegna hennar. Hafa flokkarnir hótað aðgerðum, meðal annars kosningu um vantraustsyfir- lýsingu, sem neyða myndi ráðherra Íhaldsflokksins til að skunda aftur á þing. Ekki þykir bæta úr skák að sam- kvæmt auglýstri dagskrá mun Johnson slíta ráðstefnunni með ræðu á miðvikudag, á sama tíma og hann ætti annars að svara spurn- ingum þingmanna í neðri deildinni. Johnson stefnir flokknum saman  Þingið gæti sett strik í reikninginn Boris Johnson Staða Sebastians Kurz á hátindi austurrískra stjórnmála var staðfest í annað sinn í gær, þó ótrúlegt megi virðast miðað við að hann er aðeins 33 ára að aldri. Kurz tók við embætti ráðherra aðlögunarmála árið 2011, þá 24 ára. Tveimur árum síðar varð hann utanríkisráðherra Aust- urríkis og gegndi því embætti allt fram í desember árið 2017, er hann varð kanslari eftir kosningasigur þar sem hann hafði einna helst lagt áherslu á innflytjendamál, þá 31 árs. Hann hefur af sumum verið sakaður um að stjórna Þjóðarflokknum með harðri hendi og mörgum þótti hann fullþögull á með- an rasísk ummæli flokksmanna Frelsisflokksins komust ítrekað í hámæli á meðan samstarf flokkanna varði. Ungstirnið skín enn skært VARÐ KANSLARI AUSTURRÍKIS 31 ÁRS Sebastian Kurz FRÉTTASKÝRING Skúli Halldórsson skrifar frá Vín Íhaldssami flokkurinn ÖVP, Þjóðar- flokkurinn, hlaut flest þingsæti allra flokka í kosningum sem fram fóru í Austurríki í gær. Um 37% greiddra atkvæða komu í hlut flokksins og jók hann fylgi sitt um sex prósentustig á milli kosninga. Fyrrverandi samstarfsflokkur Þjóðarflokksins, hinn þjóðernismið- aði Frelsisflokkur, tapaði mestu fylgi en hann féll um tíu prósentustig frá síðustu kosningum, niður í um 16% fylgi. Fengi samninga fyrir aðstoð Formaður Þjóðarflokksins, Seb- astian Kurz, ákvað í maí að boða til kosninga eftir að formaður Frelsis- flokksins og varakanslarinn Heinz- Christian Strache sagði af sér vegna mikils hneykslismáls. Fjölmiðlar höfðu þá birt myndskeið þar sem Strache ræddi við konu sem þóttist vera frænka rússnesks auðkýfings. Sagðist hún vera að leita að fjár- festingartækifærum í Austurríki og bauðst til að kaupa helmingshlut í dagblaðinu Kronen Zeitung til að breyta ritstjórnarstefnu þess og sjá til þess að blaðið styddi Frelsisflokk- inn. Strache tók vel í boðið og sagðist meðal annars myndu sjá til þess að fyrirtæki hennar fengi samninga um opinberar framkvæmdir. Eftir að upp komst um þetta sagði Strache af sér embætti eins og áður sagði, en enn fremur var Herbert Hickl innanríkisráðherra rekinn sem svo leiddi til þess að aðrir ráðherrar Frelsisflokksins sögðu af sér emb- ættum sínum. Endi var svo bundinn á valdatíma stjórnarinnar þegar samþykkt var vantraustsyfirlýsing í þinginu á hendur Kurz í lok maí. Harðar viðræður fram undan Nú er hann líklegur til að taka að nýju við embætti kanslara, en fram undan eru þó harðar stjórnarmynd- unarviðræður sem búist er við að taki margar vikur og jafnvel mánuði. Græningjar þóttu ásamt Þjóðar- flokknum bera sigur úr býtum í gær með um 14% atkvæða – mesta fylgi í áratugalangri sögu flokksins – en fram hafði komið í könnunum að loftslagsmál voru efst í huga margra kjósenda. Sósíaldemókratar horfðu á sama tíma fram á verstu niðurstöðu í sögu flokks síns, með um 22% greiddra atkvæða. Þrátt fyrir góðan kosningasigur þykir Kurz vera í erfiðri stöðu hvað stjórnarmyndun varðar. Eins og sagði í leiðara dagblaðsins Die Presse á laugardag; „jafnvel með góðan plús á sunnudag, þá er erf- iðara fyrir hann en árið 2017“ að mynda hæfa stjórn. Fylgisaukning Græningja þýðir að flokkarnir tveir geta gengið til samstarfs, en leiðtogi þeirra Werner Kogler sagði í gærkvöldi að „rót- tækra breytinga“ væri þörf ætti það að ganga eftir. Kurz gæti því þurft að hverfa frá baráttu gegn straumi innflytjenda og yfir í baráttu gegn loftslagsbreytingum, til að halda áfram í embætti kanslara. Allt frá lokum síðari heimsstyrj- aldar hafa ýmist Sósíaldemókratar eða Þjóðarflokkurinn haldið um stjórnartaumana í Austurríki, þar af samtals um 44 ár í sameiningu. Nær orðlaus eftir úrslitin Í höfuðstöðvum Þjóðarflokksins í gærkvöldi tjáði Kurz sigurreifum stuðningsmönnum sínum að úrslitin hefðu gert hann nær orðlausan. Lét hann enda fátt uppi um hvert hann horfir nú þegar mynda skal ríkis- stjórn. „Þetta er mikil ábyrgð. Við tökum við þessu trausti með auðmýkt og virðingu, og við lofum því að við munum gera okkar besta til að virða þetta traust,“ sagði formaðurinn. Formaður Frelsisflokksins, flug- vélaverkfræðingurinn Norbert Hofer, sem tók við af Strache, sagð- ist í gær telja að flokkurinn myndi ekki taka þátt í komandi viðræðum. „Við erum að búa okkur undir stjórnarandstöðu.“ Kurz eygir kanslarastól að nýju  Þingkosningar í Austurríki eftir að hneyksli sprengdi tveggja flokka ríkisstjórn í maí  Erfiðar stjórnarmyndunarviðræður fram undan  Loftslagsmál gætu hrundið innflytjendamálum úr deiglunni AFP Á sviði Sebastian Kurz, formaður Þjóðarflokksins, sagðist nær orðlaus eftir að úrslit kosninganna urðu ljós í gær. AFP Ánægður Leiðtogi Græningja gat brosað sínu breiðasta í gærkvöldi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.