Morgunblaðið - 30.09.2019, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 30.09.2019, Qupperneq 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2019 Fegurð náttúrunnar Maður í blautbúningi lætur fara vel um sig í litadýrðinni við bakka Þingvallavatns í haustblíðunni um helgina og lætur hrollkalt vatnið ekkert á sig fá. Ómar Ferðatími og tafir á umferð innan borg- arinnar hafa verið að aukast, sem leiðir af sér meiri mengun og aukinn útblástur á CO2 og öðrum mengandi efnum. Í borgarstjórn á þriðjudaginn næst- komandi mun ég leggja til að borgarstjórn Reykjavíkur samþykki að nýta forgangsak- greinar fyrir almenningssamgöngur í Reykjavík jafnframt sem sam- ferðabrautir fyrir þá sem fjölmenna í ökutæki í samfloti, þrír eða fleiri, og draga þar með úr bílaumferð með bættri nýtingu. Markmiðið með til- lögunni er að minnka umferðar- teppur í samgöngum á höfuðborg- arsvæðinu. Með samferðabrautum (e. Car pool lanes eða High occup- ancy vehicle lanes) yrði áhersla lögð á að flytja sem flest fólk á milli staða á hverjum tíma en ekki sem flesta bíla. Gulrót frekar en písk Á síðustu árum hefur bílaumferð aukist en samkvæmt ferðavenju- könnun (Capacent Gallup 2018) hafði 61% svarenda farið síðustu ferð sína áður en könnun var gerð sem bílstjóri í bíl. Hlutfallið hefur farið eilítið hækkandi frá því að Gallup gerði fyrst könnun af þessu tagi árið 2002. Aftur á móti leiddi könnunin í ljós að aðeins 15% svarenda fóru sem farþegar í bíl og hefur það hlutfall lækkað. Ferðir þar sem fólk ferðast eitt í bíl leiða af sér umferðar- þunga sem er kostnaðarsamur bæði fyrir borgarkerfið og umhverfið. Til- lagan hvetur með jákvæðum hætti til þess að fólk sem ferðast með bíl- um verði í samfloti og fellur því vel að þeim markmiðum að bæta um- ferðina og flæði allrar umferðar á höfuðborgarsvæðinu. Umferðaröryggi, mengun og hagkvæmni Telja má að kostnaður við fram- kvæmdina yrði hverfandi vegna þeirra forgangsakreina sem eru þegar til staðar. Samferðabrautir stuðla að bættri nýtingu á vegakerf- inu og umhverfisvænni ferðamáta. Þá er ljóst að ábatinn er auðsóttari og framkvæmdatími mun styttri en tillögur að kostnaðarsömum úrbót- um á almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu sem kynntar voru nú í vikunni enda munu þær framkvæmdir gagnast fáum, að minnsta kosti til þess að byrja með. Eftir Jórunni Pálu Jónasdóttur »Með samferðabraut- um yrði áhersla lögð á að flytja sem flest fólk á milli staða á hverjum tíma en ekki sem flesta bíla. Jórunn Pála Jónasdóttir Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. jorunn.pala.jonasdottir @reykjavik.is Samferðabrautir í Reykjavík Þýskaland er með það. Svíþjóð og Finn- land líka. Holland, Belgía og Bretland eru með það líka. Nánast öll Evrópuríki sem við berum okkur að jafnaði saman við hafa sett þak á hversu dýr lán mega vera. En ekki Danmörk. Árið 2013 setti ís- lenski löggjafinn hámark, eða þak, á árlega hlutfallstölu kostnaðar (ÁHK), nokkurs konar heildar- kostnað vegna lána, sem gefin er upp sem hlutfallstala. Skömmu síð- ar, eftir tilraunir til að dulbúa kostnað sem flýtigjald og rafbóka- kaup, lögðu íslensku smálánafyr- irtækin land undir fót, að minnsta kosti að nafninu til, og fóru að bjóða Íslendingum smálán frá Dan- mörku, frá dönskum vefsíðum, en á íslensku og í íslenskum krónum, með mörg þúsund prósenta vöxt- um. Langt umfram heimila vexti á Íslandi. Það er eitthvað sem íslensk stjórnvöld verða að taka á og stöðva með íslenskri löggjöf. En vandinn er einnig til kominn vegna skorts á dönskum lögum og reglum. Í Danmörku eru engin lög um hámarksvexti á neytendalánum. Rétt eins og Panama og Lúxem- borg eru þekkt sem skattaskjól, þar sem fyrirtæki geta komið sér fyrir til að komast hjá því að greiða skatta, sýnir málið að Dan- mörk er að þróast í eins konar skálkaskjól fyrir okurlánara, þar sem fyrirtæki geta lánað peninga á kjörum sem eru ólögleg í heima- löndum þeirra. Við höfum dæmi þess, bæði frá Íslandi og Danmörku, að fjöl- margir sem taka þessi óhóflega dýru lán lenda í fjárhags- vandræðum. Reynsla systur- samtaka sýnir okkur að hámark ÁHK, sem ekki er of hátt, neyðir fyrirtæki til vandaðri vinnubragða í lánveitingum. Kjarni vandans er sá að það getur borgað sig að lána fé á ákaflega háum vöxtum, og jafnvel þó margir lántakenda geti ekki endurgreitt, þá greiða þeir við- skiptavinir sem eftir eru svo mik- ið að reksturinn gengur upp. Hæfilegt hámark ÁHK getur gert þetta viðskiptamódel að engu. Hámark ÁHK í löndunum í kringum okkur er á bilinu 10 til 40 prósent. Í Finnlandi var upp- haflega 50 prósenta hámark, en Finnar komust að því að það hafði ekki tilætluð áhrif. Því hafa finnskir stjórnmálamenn nú lækk- að hámarkið í 20 prósentustig. Í Danmörku virðist loks vera meirihlutastuðningur í Kristjáns- borg við lögleiðingu hámarksvaxta og bíður danskra þingmanna að ákveða hvar þakið á að liggja. Samtök danskra fjármálafyrir- tækja halda því fram að 50 pró- sentustiga hámark sé nægjanlegt á meðan dönsku neytendasamtökin Tænk hafa lagt til 20 prósenta há- mark ÁHK. Tillaga dönsku neyt- endasamtakanna byggist á er- lendri reynslu, meðal annars frá Íslandi. Á Íslandi hafa Neytenda- samtökin einnig bent á að 50% há- mark ÁHK (auk Seðlabankavaxta) sé allt of hátt og komi ekki í veg fyrir smálánastarfsemi. Því hafa samtökin lagt til að hámarkið á Ís- landi verði lækkað í fimmfalda Seðlabankavexti. Þar sem tilgangur hámarks ár- legrar hlutfallstölu kostnaðar er neytendavernd vonum við að stjórnmálamenn hlusti meira á neytendasamtök en lánafyrirtæki og banka. Greinin er hluti sameiginlegrar baráttu dönsku og íslensku neytendasamtakanna fyrir aukinni neytendavernd í neytenda- lánum og birtist í dag, 30. september, í Morgunblaðinu á Íslandi og í Sjæl- landske í Danmörku. Eftir Breka Karls- son og Anja Philip » Flest lönd í kringum okkur hafa sett sér einhverskonar lög um hámarksvexti. Ekkert þeirra er með hærra há- mark en Ísland. Há- markið þarf að lækka. Anja Philip Höfundar eru formenn neytenda- samtakanna á Íslandi og í Danmörku. breki@ns.is Skálkaskjól smálánafyrirtækja Breki Karlsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.