Morgunblaðið - 30.09.2019, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 30.09.2019, Qupperneq 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2019 ✝ Marzilía Ingv-arsdóttir fæddist 14. apríl árið 1946 á Sjúkra- húsinu á Akureyri. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Eir í Grafarvogi 13. september 2019. Foreldrar henn- ar voru Ingvar Ólafsson, f. 1912, d. 1978, og Viglín Sigurðardóttir, f. 1917, d. 1994. Marzilía var ein 10 systkina: Sigurður, f. 1934, látinn, Katr- ín, f. 1934, óskírður drengur, d. 1936, Jósep, f. 1938, látinn, Valberg, f. 1939, Amalía, f. 1941, Kristbjörg, f. 1949, Borg- hildur, f. 1951, og Heiðbjört, f. 1955. Marzilía giftist þann 26.12. 1965 Óskari Gunnarssyni, f. 26. maí 1937 í Ábæ í Austurdal í Skagafirði, d. 17. ágúst 2015. Börn þeirra eru: Ingvar Gunn- ar Óskarsson, f. 1965, kvæntur Lenu Ceciliu Ny- berg, fóstursynir þeirra eru Abdu og Abdullahi, Viglín Óskarsdóttir, f. 1966, gift Ólafi Haraldssyni, börn þeirra eru Óskar Rafn, f. 2005, og Baldur Örn, f. 2008. Marzilía ólst upp með foreldrum sín- um og systkinum í Grænuhlíð á Akureyri. Árið 1966 flutti hún með fjölskyldu sinni í Sólborg- arhól í Glæsibæjarhreppi. Marzilía stundaði ýmsa vinnu á yngri árum, m.a. við ýmis þjónustustörf og við störf tengd sjávarútvegi. Hún vann síðan lengst af sem matráðs- kona hjá Vegagerð ríkisins á Akureyri og síðar í Þelamerk- urskóla í Hörgárbyggð. Útför Marzilíu fer fram frá Glerárkirkju í dag, 30. sept- ember 2019, klukkan 13.30. Elsku mamma okkar er látin eftir rúmlega árs baráttu við illvígt krabbamein. Mamma var einstök kona, lífsglöð, dugleg, ákveðin og röggsöm. Hún var glaðlynd og félagslynd og naut sín best með alla fjölskylduna sína í kringum sig. Hún hafði yndi af útilegum og útiveru og eftirminnilegar eru árlegu úti- legurnar okkar í Ábæ og Vagla- skógi. Mamma hafði mikinn áhuga á ljósmyndun og tók mikið af myndum. Hugleiknar voru henni fallegu skýjamynd- irnar í Eyjafirði og myndir af náttúru og snjó. Hún hafði mik- ið yndi af gönguferðum og gekk mikið í sveitinni sinni. Mamma elskaði ferðalög og náði að ferðast mikið og við rifjuðum oft upp ferðirnar til Finnlands, Spánar, Afríku og Kúbu sem voru afskaplega ævintýraríkar og skemmtilegar. Eins voru skemmtilegar ferðirnar sem hún fór síðustu tvö árin með fjölskyldu sinni til Mallorca, Aberdeen, Danmerkur og New York. Eftir fráfall föður okkar árið 2015, flutti mamma til Reykjavíkur og voru það mikil forréttindi fyrir okkur öll að hafa hana svona nálægt. Sér- staklega barnabörnin sem hún sá ekki sólina fyrir. Veikindin skullu á í júlí 2018 og var ljóst þá þegar að baráttan væri töp- uð og aðeins spurning um að lengja lífið með geisla- og lyfja- meðferð. Mamma tók þessum fréttum með einstöku æðru- leysi og einsetti sér ásamt fjöl- skyldu sinni að eiga sem besta daga og njóta þess lífs sem eft- ir var. Heilsunni hrakaði hratt í lok árs 2018 og eftir nokkurra vikna dvöl á líknardeild Land- spítalans flutti hún í lok apríl 2019 á hjúkrunarheimilið Eir í Grafarvogi. Þótt síðustu mán- uðirnir hafi reynst mömmu erf- iðir, reyndum við alltaf að njóta stundanna. Við fórum oft í Kringluna með systkinum mömmu og fengum okkur góð- an mat og kíktum í búðir. Einn- ig sátum við löngum úti á ver- öndinni á Eir í endalausri sumarsólinni sem umvafði okk- ur sl. sumar. Hvíl í friði, elsku mamma. Ingvar og Viglín. Í dag kveðjum við elskulega tengdamóður mína sem kvaddi þennan heim allt of snemma eftir harða baráttu við illvígan sjúkdóm. Síðasta árið hefur allt gerst svo hratt að það er enn þá erfitt að ná utan um það en upp úr stendur baráttuviljinn hennar, hugrekki og æðruleysi í gegnum þetta allt. Við hittumst fyrst fyrir tutt- ugu og tveimur árum, þegar Ingvar kynnti mig fyrir for- eldrum sínum, Massýju og Ósk- ari. Massý var þá einu ári yngri en ég er núna. Hversu hratt tíminn líður og hversu margs er að minnast. Mér var strax tekið opnum örmum og með okkur tókust góð kynni. Massý var hlý kona, hæfileikarík, vel gefin og með ákveðnar skoð- anir. Við áttum auðvelt með að spjalla um allt milli himins og jarðar og þar sem við áttum mörg sameiginleg hugðarefni skorti okkur aldrei umræðu- efni. Massý var einkar glæsileg kona og mikil fagurkeri með fallegan stíl og smekk. Þess bar heimili þeirra hjóna á Sólborg- arhóli vitni og þangað var alltaf gott að koma. Við Massý vorum báðar árrisular og áttum marg- ar góðar stundir á meðan aðrir sváfu, þá sátum við gjarnan hvor í sínum hægindastólnum, við spjall og sjónvarpsáhorf, helst af beinum útsendingum af frjálsíþróttamótum. Báðar höfðum við gaman af að leysa krossgátur og þegar von var á okkur Ingvari norður tók Massý alltaf tvö eintök af Dag- skránni og öðrum blöðum svo við gætum leyst sömu krossgát- urnar saman. Það voru margar notalegar og eftirminnilegar stundir sem við áttum við eld- húsborðið á Sólborgarhóli með morgunkaffið og gáturnar okk- ar. Það var oft glatt á hjalla á Hóli. Massý var mikil fé- lagsvera sem naut þess að hafa fólkið sitt í kringum sig, og gilti þá einu hvort um væri að ræða börn, tengdabörn, barnabörn, systkini, systkinabörn, vini eða ættingja. Hún naut þess einnig að sækja mannamót og ferðað- ist mikið bæði innanlands og utan. Þau hjónin voru dugleg að koma suður, sérstaklega eft- ir að barnabörnin, augastein- arnir þeirra, komu til sögunnar og það fór ekki á milli mála hversu mikið þau nutu samvista hvert við annað. Síðustu árin bjó Massý hjá dóttur sinni, tengdasyni og barnabörnum og styrktust þá böndin enn frekar. Massý stóð þétt að baki sínu fólki og studdi það með ráðum og dáð. Ég verð ævinlega þakk- lát henni fyrir svo margt en al- veg sérstaklega fyrir það, hversu vel hún tók á móti fóst- ursonum okkar hjóna, Abdu og Abdullahi þegar þeir komu inn í líf okkar, þeir munu heldur aldrei gleyma því. Það fengu margir að njóta kærleika Massýjar og við frá- fall hennar misstu margir mik- ið. Hennar verður sárt saknað. Ég mun alltaf minnast hennar með væntumþykju og þakklæti í huga og ylja mér við þá hugs- un að núna eru Massý og Óskar aftur saman, eins og hún var sannfærð um að yrði. Hver minning dýrmæt perla að liðn- um lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Lena. Tengdamóðir mín Marzilía Ingvarsdóttir (Massý) er látin. Fyrir um 15 árum hitti ég hana og Óskar í fyrsta skipti og þá á heimavelli þeirra á Sólborgar- hóli. Við náðum strax vel sam- an og vorum alla tíð náin. Frá fyrstu tíð var ég afar velkom- inn í fjölskylduna og sambandið við þau Óskar og Massý var ávallt mjög gott. Þegar barna- börnin Óskar Rafn og Baldur Örn komu til sögunnar varð það enn sterkara, enda sáu þau ekki sólina fyrir þeim. Þó að við byggjum fyrir sunnan heim- sóttum við þau oft og þau okk- ur. Einnig fórum við í margar ferðir erlendis með þeim og ekki síst með Massý eftir frá- fall Óskars. Massý bjó á heimili okkar að mestu eftir fráfall Óskars þar til veikindi hennar fóru að vera mjög alvarleg. Samskipti og samvera var alltaf með miklum ágætum. Massý var kraftmikil og glaðvær og var ánægjulegt að umgangast hana. Þá sinnti hún drengjun- um okkar Viglínar vel og tók ömmuhlutverkið mjög alvar- lega. Þeir sakna hennar mikið. Massý átti líka mjög gott sam- band við þrjú eldri börn mín, Sævar, Sigrúnu Erlu og Elísa- betu. Mér eru sérstaklega minnisstæðar ferðirnar erlendis með Massý og ekki síst þær tvær síðustu til Alcudia á Mal- lorca og New York. Þá voru veikindin ekki komin í ljós. Í New York upplifði hún Banda- ríkin í fyrsta skipti með okkur, gekk um alla Manhattan, fór á söngleik, upp í topp á Empire State, í siglingu til að skoða frelsisstyttuna, keyrði um í limósínu, skoðaði Freedom To- wer, kíkti í búðir og borðaði á flottum veitingastöðum. Þetta var lífið í lok apríl á síðasta ári rétt áður en hún greindist með krabbameinið. Ég á minnist Massýjar með miklum söknuði og hlýju í hjarta. Blessuð sé minning hennar. Takk fyrir ánægjulega samfylgd og sam- verustundir. Ólafur Haraldsson. Elsku amma okkar. Það er skrítið að þú sért farin. Þú varst alltaf svo góð við okkur. Við komum oft í heimsókn á Sólborgarhól til þín og afa og þá var alltaf gaman. Alltaf beið okkar risaknús, uppáhalds- drykkurinn okkar, ís og fleira. Við vorum oft úti að leika okk- ur í fótbolta langt fram á kvöld fyrir utan húsið og betri fót- boltavöll var varla hægt að fá. Alltaf var skemmtilegt þegar þið afi komuð suður til að passa okkur þegar mamma og pabbi fóru til útlanda. Þá voru keyptar pítsur, farið í bíó og fleira skemmtilegt. Það var svo gott að hafa þig hjá okkur í Reykjavík síðustu árin og þú passaðir okkur alltaf vel. Við munum alltaf muna hversu gott það var að koma heim úr skól- anum og þá varst þú heima til að taka á móti okkur. Við sökn- um þín mikið. Hvíl í friði, elsku amma. Óskar Rafn og Baldur Örn. Látin er elskuleg systir mín, Massý, eftir erfiða baráttu við krabbamein. Þótt níu ár væri á milli okkar þá vorum við ákaf- lega nánar, ég auðvitað að passa börnin hennar þegar þau fæddust og svo hún að hýsa mig og börnin mín þegar við komum til Akureyrar, þótt þau væru orðin þrjú þá var alltaf nægt pláss á Sólborgarhóli, sofið á fleti á gólfinu ef þess þurfti, alltaf jafn velkomin heim til þeirra sómahjóna, Óskars og Massýjar. Þegar hún svo flutti suður eftir að hún varð ekkja þá hittumst við oftar og vorum í raun búin að koma skemmtilegri rútínu á að hittast reglulega í Kringlu eða Smáralind, systkinin. Fórum svo í ferð öll saman til Óð- insvéa og heimsóttum Boggu, leigðum okkur hús og áttum ógleymanlega viku þar. Ég fór líka með henni til Aberdeen 2017 ásamt Sunnu og Guggu og skemmtum við okkur konung- lega vel. Massý var mikill lestrahest- ur og ef einhver minntist á bók sem hann hafði lesið nýlega þá skyldi hún alltaf hafa lesið þessa sömu bók. Hún var snjöll í að ráða krossgátur, heklaði og saumaði og meira að segja eru til eftir hana fallegir munir úr leir. Hún var ótrúlega úrræða- góð og eitt sinn fyrir löngu vor- um við að fara í Sjallann og ég nýbúin að kaupa mér leðurskó. Strax áður en við lögðum af stað þá voru skórnir farnir að særa mig og mín systir ekki lengi að ráða fram úr því, setti tvö af þykku gömlu mjólkurg- lösunum í sjóðandi vatn, hitaði þau og þrýsti þeim hvoru fyrir sig í skóna til að víkka þá út og skórnir stórfínir. Líklega hef ég dansað allt kvöldið í þeim. Systur minnar er sárt sakn- að en ég held mig við góðu minningarnar um hana og þær ljúfu stundir sem við áttum. Ég votta Ingvari, Viglínu og fjöl- skyldu mína dýpstu samúð og segi, hún hvílir í friði, svona góð manneskja hlýtur að hvíla í friði. Heiðbjört. Marzilía Ingvarsdóttir Ástkæra móðir okkar, tengdamóðir og amma, SÓLRÚN KRISTJÁNSDÓTTIR móðurmáls leikskólakennari, Angered, Svíþjóð. lést á Sahlgrenska Östra sjúkrahúsinu í Gautaborg mánudaginn 23. september. Börn, tengdabörn, barnabörn og fjölskylda Okkar ástkæri VILBERG GUÐMUNDSSON Nökkvavogi 5, Reykjavík, er látinn. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug. Aðstandendur Ástkær sambýlismaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÞRÁINN HJARTARSON, lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu í Reykjavík þriðjudaginn 24. september. Útförin fer fram frá Patreksfjarðarkirkju laugardaginn 5. október klukkan 14. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Björgunarsveitina Blakk, Patreksfirði. Sylvía Lockey Gunnarstein Hervör Lind Þráinsdóttir Hjörtur Helgi Hermansen Jóhann D. Vestarr Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELSA LÁRA SVAVARSDÓTTIR handavinnukennari, Víðilundi 24, lést að morgni föstudagsins 27. september á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Jarðarförin auglýst síðar. Hannes Steingrímsson Svavar Hannesson Steingrímur Hannesson Erla Elísabet Sigurðardóttir ömmu- og langömmubörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR BJARNASON, Aðalstræti 46, Þingeyri, lést 26. september á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Ísafirði. Útförin fer fram laugardaginn 5. okt. kl. 14:00 frá Þingeyrarkirkju. Soffía Einarsdóttir Ólöf Soffía Gunnarsdóttir Reynir Gunnarsson Þór Gunnarsson Brynjar Gunnarsson tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÓLAFAR ELÍNAR DAVÍÐSDÓTTUR, Kringlunni 43, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hjartadeildar 3H Hringbraut fyrir góða umönnun. Egill Skúli Ingibergsson Kristjana Skúladóttir Þórólfur Óskarsson Valgerður Skúladóttir Gunnar Helgi Sigurðsson Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningar- greinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.