Morgunblaðið - 30.09.2019, Page 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2019
„Úr augum þér
fiðrildi fljúga“ er
yfirskrift tónleika-
raðar sem Ásta
Soffía Þorgeirs-
dóttir harmóníku-
leikari og Anders
Abelseth saxófón-
leikari standa að.
Röðin hefur göngu
sína í Skyrgerðinni
í Hveragerði í
kvöld kl. 20. Næstu
tónleikar verða í
Vinaminni á Akra-
nesi annað kvöld kl.
20, Listasafni
Sigurjóns Ólafs-
sonar í Reykjavík á
miðvikudag kl. 20
og Hjarðarholts-
kirkju í Dölum á
fimmtudag kl. 20.
Samkvæmt upplýsingum frá Ástu Soffíu um íslenskt-norskt samstarfs-
verkefni að ræða þar sem markmiðið sé að leitast eftir að „finna jafnvægi á
milli tónlistar og bókmennta sem dregur fram hrífandi, sterka, tilfinninga-
ríkan sköpunarkraft textans og litríka hljómlandslagið frá harmóníkunni
og saxófóninum í tónlistinni,“ segir Ásta Soffía.
Í tónleikunum er notast við nýsamin tónverk eftir Ásbjörgu Jónsdóttur
og Birgit Djupedal og frían spuna sem rammast inn af þjóðlegum tónlistar-
arfi. Unnið er með ljóð eftir Þórarin Eldjárn, Jóhannes úr Kötlum og Gro
Dahle og norsku þjóðsöguna Lurvehette. Að sögn Ástu Soffíu ætla þau
Abelseth að endurtaka tónleikana í Noregi fyrir árslok.
Óður til íslenskra og
norskra bókmennta
Tónleikaröð hefur göngu sína í kvöld
Dúó Ásta Soffía Þorgeirsdóttir og Anders Abelseth.
Böðvar Páll Ásgeirsson
bodvarpall@mbl.is
Fyrir um 35 árum tók Björk Ingi-
mundardóttir til endurskráningar
skjalasöfn presta og prófasta í
Þjóðskjalasafni Íslands. Við það
verk vöknuðu hugmyndir um að
taka saman upplýsingar um þróun
prestakalla, sókna og prófasts-
dæma. Niðurstaðan er tveggja
binda verk Bjarkar er kallast
Prestaköll, sóknir og prófastsdæmi
á Íslandi sem kemur út í dag á
rannsóknadegi Þjóðskjalasafnsins.
„Prestakall er það umdæmi sem
prestur þjónar og sókn er undirein-
ing. Hér áður fyrr var algengt að í
hverju prestakalli væri ein sókn,“
segir Björk en bendir á að samt
gátu verið allt að fimm sóknir í
prestakalli. „Það var því messað á
sumum kirkjum aðeins sjöunda
hvern helgan dag, sem þá voru mun
fleiri en í dag.“
Í verkinu gerir Björk grein fyrir
því hvaða prestaköll hafa verið hér
á landi og hvernig þau hafa þróast í
gegnum árin. Þau hafa tekið mikl-
um breytingum að sögn hennar.
„Árið 1748 var 191 prestakall á
Íslandi með um 320 sóknum. Sum-
arið 2017 voru 86 prestaköll en 266
sóknir,“ segir Björk og bætir við að
prestaköllunum hafi fækkað enn
frekar síðan árið 2017. Björk segir
að sóknir og prestaköll hafi ekki
verið skýrt afmarkaðar einingar á
sínum tíma. Dæmi eru um að fólk
hafi þurft að fara í gegnum aðra
sókn til þess að komast til kirkju
sinnar, alllanga leið.
Þarft allar upplýsingarnar
Að sögn Bjarkar voru mörk
sókna og hreppa oft ekki hin sömu.
„Í Helgastaðahreppi norður í Þing-
eyjarsýslu voru fjögur prestaköll
með sex sóknir. Í einni sókninni
voru bæir úr öðrum hreppi og raun-
ar víðar vegna breytinga sem gerð-
ar voru. Sóknir teygðu sig oft yfir
hreppamörk og stundum sýslu-
mörk,“ segir Björk.
Hún segir það eina af ástæðum
þess að hún hafi farið út í þetta
verkefni; prestsþjónustubækur og
sóknarmannatöl, sem prestar áttu
að halda frá því um miðja 18. öld,
dugi ekki til þess að afla sér allra
þeirra upplýsinga sem þarf. „Ef þú
ætlar að fá upplýsingar um sam-
félagið verðurðu líka að geta notað
gögn frá hreppstjórum, sveitar-
stjórnum og sýslumönnum sem
ekki falla saman við sóknaskipun,“
segir Björk. Hún vildi gera grein
fyrir samspili sókna og hreppa,
hvaða bæir voru í hverri sókn og í
hvaða hreppi og breytingum sem
þar hafi orðið, það sé mikilvægt að
átta sig á því.
Söguskoðunin víkkuð
Hugmyndin að verkinu kviknaði
eins og áður segir við endurskrán-
ingu skjalasafna presta og prófasta
á 9. áratug síðustu aldar. Björk seg-
ist hafa tekið eftir því hve miklar
breytingar hafi orðið á prestaköll-
um og sóknum í gegnum tíðina.
Björk vann ein að verkefninu.
„Ég fékk leyfi til þess að vinna
þetta á vinnutíma og gerði það í
stuttri vinnuskorpu,“ segir hún.
„Eftir það bætti ég við upplýs-
ingum þegar tækifæri gafst. Svo
undir lok árs 2011 fór ég í hlutastarf
hjá Þjóðskjalasafninu vegna aldurs.
Þá fór ég að vinna meira að þessu.“
Upphaflega skoðaði Björk tíma-
bilið frá því um miðja 18. öld en
þegar hún fór að eyða meiri tíma í
verkefnið í upphafi þessa áratugar
var viðfangsefnið víkkað og reynt
að líta til sögu prestakalla í heild,
komast eins langt aftur og hægt
væri. Prestsþjónustubækur og
sóknarmannatöl voru haldin frá
árinu 1748 skv. lögum en til þess að
átta sig á sögunni fram að því þurfti
að skoða kirknamáldaga, elstu vísi-
tasíubækur biskupa og aðrar heim-
ildir um kirkjur og kirkjusóknir.
Mikið að gera hjá prestum
Björk segir presta hafa haft mik-
ið á sinni könnu á árum áður. „Þeir
áttu meðal annars að hafa eftirlit
með fræðslu barna og unglinga.
Þeir áttu meira að segja að bólu-
setja börn vegna kúabólu á tímabili.
Svo gáfu þeir yfirvöldum skýrslur
um lausaleiksbrot og heilsufar á
tímabili, skýrslur um blinda og
daufdumba og holdsveika. Þessar
skýrslur eru byggðar á sóknum
ekki hreppum eða sýslum,“ segir
Björk og því verði menn að geta
nýtt upplýsingar um sóknir.
Björk segir ættfræðinga geta
stuðst við verkið, þá sérstaklega
þau kort sem tekin hafa verið sam-
an í tengslum við það og sýna breyt-
ingar á prestaköllum í gegnum árin
en þeim fækkaði til að mynda mikið
á 19. öld. Spurð af hverju það hafi
verið bendir Björk á breytingar á
samgöngum, þéttingu byggðar og
fækkun presta.
Nær að mæta en að sitja heima
Björk hefur unnið að öðrum verk-
efnum síðustu árin. „Ég fór út í það
að eigin frumkvæði að búa til orða-
lista með skýringum því að það var
svo mikið af orðum og skammstöf-
unum sem ég rakst á sem menn
skildu ekki.“
– En er alltaf jafn gaman að
vinna að verkefnum sem þessum?
„Ég er 76 ára og á ekki afkom-
endur og þarf því ekki að sinna
barnabörnum. Það er miklu nær að
mæta á Þjóðskjalasafnið heldur en
að sitja heima og naga neglur. Þetta
skapar mér lífsfyllingu. Ég kem
hingað flesta virka daga og hitti
fólk sem ég gerði ekki ef ég sæti
heima. Ég er innan um fólkið sem
ég vann með og kynnist nýja fólk-
inu hér.“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Breytingar Prestaköll og sóknir hafa tekið miklum breytingum í gegnum tíðina og skarast oft við hreppsmörk.
Björk Ingimundardóttir hefur tekið saman sögu þessara prestakalla, sókna og prófastsdæma á Íslandi.
Miklar breytingar hafa átt sér stað
Björk Ingimundardóttir hefur tekið saman sögu prestakalla, sókna og prófastsdæma í nýju verki
Prestaköll og sóknir koma ekki heim og saman við hreppa og sýslur Breytingar tíðar í sögunni