Morgunblaðið - 30.09.2019, Qupperneq 32
Kvartett gítarleikarans Andrésar
Þórs Gunnlaugssonar leikur lög af
glænýjum diski hans sem nefnist
Paradox hjá Jazzklúbbi Múlans á
Björtuloftum Hörpu á miðvikudag
kl. 21. Kvartettinn skipa auk Andr-
ésar Þórs þeir Agnar Már Magnús-
son á píanó, Þorgrímur Jónsson á
bassa og Scott McLemore á
trommur.
Paradox á Björtu-
loftum á miðvikudag
MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER 273. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Kvennalandsliðið í handbolta
reif sig heldur betur upp eftir
skellinn gegn Króötum í und-
ankeppni EM í síðustu viku. Ís-
lenska liðið mætti heims- og Evr-
ópumeisturum Frakka á
Ásvöllum í gær og eftir að hafa
staðið vel í Frökkunum fram í byrj-
un seinni hálfleiks sigu Frakkar
fram úr og innbyrtu sex marka sig-
ur 23:17. »27
Allt annað og betra
hjá íslenska liðinu
ÍÞRÓTTIR MENNING
Noregs fór ég tvisvar sinnum í viðtal
vegna prestsstarfs en gaf starfið frá
mér vegna þess að ekki var hægt að
samræma það þjálfuninni.“
Handbolti hefur verið sem rauður
þráður í lífi Alfreðs. Hann lék með
öllum yngri flokkum KR og sameig-
inlegu liði Gróttu og KR í meistara-
flokki auk þess sem hann þjálfaði
yngri flokka. Eftir að hann meiddist
rúmlega tvítugur byrjaði hann að
þjálfa meistaraflokk og kom víða við
sem slíkur hjá körlum og konum, en
var síðast með Gróttu tímabilið
2017-2018. Hann hefur starfað hjá
HSÍ síðan í ársbyrjun 2018.
„Handboltinn hefur gefið mér
ótrúlega mikið og ég hef getað nýtt
guðfræðinámið á löngum köflum í
þjálfuninni,“ segir hann. „Ég held
áfram að fylgjast með því krakk-
arnir okkar eru á fullu í handbolt-
anum og ég hef auk þess trú á að ég
verði áfram tengdur HSÍ með einum
eða öðrum hætti.“ Bætir við að mikil
gróska sé á Djúpavogi og góð að-
staða til íþróttaiðkunar. „Mikil til-
hlökkun fylgir því að taka við emb-
ættinu fyrir austan og flytja með
fjölskyldunni sem stendur þétt að
baki mér. Fínn íþróttasalur er á
svæðinu og ég á örugglega eftir að
þjálfa í honum.“
Alfreð segir að lengi hafi legið fyr-
ir að hann yrði prestur og hugurinn
stefnt í þá átt um árabil. „Sumir hafa
gert grín að því að ég sem guðfræð-
ingur skuli vera í íþróttunum og ég
hef þótt skrýtinn að vera trúaður í
boltanum en trúin hefur nýst mér
vel og hún fellur vel að íþróttastarfi.
Í náminu skrifaði ég líka dálitla rit-
gerð um samband trúar og íþrótta.“
Í þessu sambandi bendir hann sér-
staklega á íþróttafólk í Suður-
Ameríku og Suður-Evrópu sem er
mjög ófeimið við að tjá trú sína.
„Viðhorf íþróttafólks til trúarinnar
hefur breyst mikið í Evrópu og æ
fleiri viðurkenna mátt hennar.“
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Alfreð Örn Finnsson var nýlega
vígður sem prestur í Aust-
fjarðaprestakalli með aðsetur á
Djúpavogi og tekur hann við starf-
inu 1. nóvember. Hann hættir þá
sem fastráðinn starfsmaður Hand-
knattleikssambands Íslands, en Al-
freð hefur tengst handbolta eins
lengi og hann man eftir sér, fyrst
sem leikmaður og síðan þjálfari,
jafnt heima sem í Noregi, þar sem
hann þjálfaði í fimm ár.
Eflaust finnst mörgum að hand-
bolti og guðfræði sé undarleg blanda
en þegar betur er að gáð má sjá að
trúin skiptir íþróttafólk víða um
heim miklu máli. Þjálfarinn og
presturinn eiga það líka sameig-
inlegt að vísa fólki réttu leiðina,
styrkja það og efla. „Leikmenn eiga
oft við vandamál að stríða, eru fjarri
heimilum sínum og fjölskyldum, og
þjálfarinn þarf því að bregða sér í
allskonar hlutverk,“ segir Alfreð. „Á
erfiðum stundum er oft gott að fara
heim og kíkja í Biblíuna frekar en að
svekkja sig á slæmum leik og vond-
um úrslitum.“
Alltaf trúaður
Alfreð segir að trúin hafi fylgt sér
alla tíð. Þegar hann hafi verið í
menntaskóla hafi kynning á guð-
fræðideildinni opnað augu sín enn
frekar og aðstoð prests, þegar amma
hans hafi legið banaleguna á spítala,
hafi riðið baggamuninn um fram-
haldsnám. „Námið nær einnig yfir
mitt áhugasvið eins og tungumál og
sögu en jafnframt finnst mér stór-
kostlegt að vinna með texta Bibl-
íunnar, ekki síst út frá fornmál-
unum.“
Alfreð útskrifaðist 2009 og síðan
þá hefur hann bætt við þekkinguna
og haldið góðum tengslum við deild-
ina. „Ég átti sannarlega hauk í horni
í Gunnlaugi A. Jónssyni prófessor,
hann hvatti mig til dáða og ég skrif-
aði lokaritgerðir mínar undir hand-
leiðslu hans á sviði hinna hebresku
ritninga.“ Hann hefur líka starfað
fyrir kirkjuna. „Þegar við fluttum til
Íþróttir og guðfræði
eiga mikla samleið
Alfreð Örn Finnsson þjálfari vígður sem prestur
Fjölskyldan Frá vígslunni í dómkirkjunni. Frá vinstri: Gísli Örn, Eva Björk
Hlöðversdóttir, Anna Margrét, Alfreð Örn Finnsson og Óskar Örn.
BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS
OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16
SKAPAÐU ÞINN EIGIN STÍL MEÐ EDGE SKÁPAEININGUNUM FRÁ HAMMEL.
ótal möguleikar á uppröðun og útfærslum.
Þú velur hvort þú hengir skápana upp eða setur fætur undir.
nokkrir litir og litasamsetningar í boði.
Dönsk hönnun og framleiðsla.
FH-ingar tryggðu sér þriðja og síð-
asta Evrópusætið með því að vinna
Grindvíkinga í lokaumferð Pepsi
Max-deildarinnar í fótbolta á
laugardaginn. Baráttan um gullskó-
inn var æsispennandi en
það fór svo að lokum að
enski framherjinn Gary
Martin úr liði ÍBV stóð
uppi sem marka-
kóngur deild-
arinnar í ár.
Martin skoraði
14 mörk, einu
marki meira en
Steven Lennon,
Thomas Mikkelsen,
Elfar Árni Aðal-
steinsson og Hilm-
ar Árni Hall-
dórsson. »24
FH náði Evrópusæti og
Martin markakóngur