Morgunblaðið - 06.09.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.09.2019, Blaðsíða 4
Þ að sem heillaði mig fyrst og fremst við þessa íbúð var hversu björt hún er og með grænu útsýni. Ég sé Há- teigskirkju í austurátt og svo sé ég líka Hallgrímskirkju speglast í svalahandriðinu. Þótt íbúðin sé ný þá er hverfið mjög grænt og gróið og ég nýt þess að horfa á gróðurinn.“ Edda keypti íbúðina fyrir tveimur árum og er sérlega ánægð með bakgarðinn. „Garðurinn er ofan á bílakjallara og þar var plantað mörgum berjarunnum sem hafa sprott- ið mjög vel. Börnin eru alltaf þarna úti að leika og að tína ber, það er mjög skemmtilegt.“ Smáhlutir frá ferðalögum Aðspurð út í sinn uppáhaldsstað í íbúðinni segir hún að þeir séu tveir. Á morgnana er það eyjan í eldhúsinu þar sem hún nýtur fyrsta kaffibollans en á kvöldin er það græni sófinn. „Þetta er einingasófi úr Ikea sem ég er búin að eiga í fjögur ár. Hann er alveg ofboðslega þægi- legur og gott að setjast niður í hann eftir vinnu. Það sem er líka svo gott við hann er að það er hægt að skipta um áklæði á honum. Núna er áklæðið grænt en ég á annað til skiptanna,“ segir Edda og bætir við að hún og Ívar sonur hennar skipti sófanum bróðurlega á milli sín; hann fái stærri hlutann en hún eina hornein- ingu. Fyrir framan sófann er sjónvarpsskenkur sem hýsir ekki bara sjónvarpið heldur líka alls konar smáhluti sem Edda hefur sankað að sér á ferðalögum sínum eins og pólskan fugl og eft- irlíkingu af Empire State-byggingunni. Eins er nokkuð um hluti frá Svíþjóð í íbúðinni en Edda bjó þar í fjögur ár og starfaði og stundaði nám í sjálfbærri borgarhönnun í LTH-arkitektaskól- anum í Lundi. „Mér finnst gaman að hafa skemmtilega hluti í kringum mig, eitthvað sem mér þykir vænt um.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Situr uppi með bílastæði Edda Ívarsdóttir borgarhönnuður Reykjavíkurborgar býr í lítilli íbúð í Þverholti ásamt 12 ára syni sínum. Hún heillaðist af grænu útsýni úr gluggum íbúðarinnar en þrátt fyrir að íbúðin sé ný þá er hverfið gróið, sem er partur af sjarmanum við það byggja upp í eldri hverfum. Snæfríður Ingadóttir | snaeja@gmail.com Með íbúð Eddu fylgir stæði í bílakjallara sem henni finnst vera algjör tímaskekkja. Bílastæði með nýjum íbúðum ættu að vera val. Sjálf fer hún allra sinna ferða hjólandi eða gangandi. Íbúð Eddu er björt og með útsýni yfir grænt og gróið hverfi. 4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2019

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.