Morgunblaðið - 06.09.2019, Blaðsíða 28
rétta skrifstofur hugbúnaðarfyrirtækisins Userlike í Köln í
Þýskalandi. Svo höfum við innréttað bæði hús og íbúðir á
höfuðborgarsvæðinu og á Suð-Austurlandi, sem og að vinna
mikið með eigendum hótela og gistihúsa á Suður- og Suð-
Austurlandi. Síðan erum við í alls konar ráðgjöf og smærri
verkefnum í bland. Ég hlakka því bara til vetrarins.“
Fimm góð heimilisráð fyrir haustið frá Grafít:
1. Rétt lýsing skiptir máli. Það er aldrei nóg af lömpum, dim-
merum og kertum.
2. Náttúrulegur efniviður í húsgögnum gerir heimilið hlýlegt.
Púðar, teppi og gardínur líka og bæta auk þess hljóðvistina.
3. Litir vetrarins eru mjúkir náttúrulitir sem poppaðir eru upp
með sterkum tónum.
4. Góður ilmur á spreybrúsa eða góð ilmkerti gefa heimilinu
ákveðinn ferskleika þegar ilms sumargróðursins nýtur ekki
lengur við.
5. Plöntur auka loftgæðin, sem ekki veitir af þegar fólk fer að
verja meiri tíma innandyra á haustin.
Hansa-hillur skapa hlýleika en í
þær er hægt að raða endalaust.
„Screen-gardínur eru frábærar til að
vernda húsgögn og viðargólf gegn upplitun
frá sólinni en beinir vængir án kappa eru
líka góðir með þeim. Síðir vængir gefa kósí
stemningu og bæta hljóðvistina til muna.
Tekkskrifborð fer vel
við Eames-stól og
gamla ritvél.
Það getur verið flókið að raða í svona
eldhúshillur en hér má sjá hvað það er
fallegt að blanda saman bókum, ljós-
myndum og plöntum.
28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2019