Morgunblaðið - 02.10.2019, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.10.2019, Blaðsíða 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2019 Þorfinni, til grafar eftir erfiða bar- áttu við krabbamein. Á þeim tíma þekktum við lítið til þess illvíga sjúkdóms sem erfiðlega gekk að vinna á þá og er því miður enn, þrátt fyrir alla þá tækni og fram- farir sem orðið hafa á þessum 40 árum. Enn heggur krabbinn í hóp- inn okkar því annar bróðir er fall- inn fyrir hans hendi. Úlfar kvaddi þessa jarðvist á dögunum eftir harða baráttu við sjúkdóminn. Úlli var níundi í röð okkar systkina, rétt 61 árs gamall, búinn að koma sér vel fyrir og hafði svo gaman af lífinu. Hann var að okk- ar mati mesti töffarinn í fjölskyld- unni. Hann spilaði fótbolta og var mikill Leedsari allt til enda. Úlli var mikill dansari og segja má að hann hafi dansað áfram allt sitt líf og áorkað miklu. Úlli skellti sér á vertíð til Vestmannaeyja eins og svo marg- ir gerðu á þeim árum. Hann kolféll fyrir eyjunum og bjó þar um tíma. Þar eignaðist hann börnin sín þau Gunnýju og Þorfinn en áður hafði hann eignaðist hana Evu sína. Hann festi rætur sínar í Eyjum og hefur alltaf verið meira Eyja- maður en nokkuð annað. Auðvitað mun hann taka sína hinstu hvílu þar, hvar annars staðar? Úlfar var heppinn með lífsföru- naut. Lánið lék við hann þegar hann hitti Stínu og bauð henni upp í dans. Einhvern veginn small allt saman eins og hann hefði fundið síðasta kubbinn í púslið. Hann blómstraði hreinlega, þau áttu svo fallega samleið. Stína varð börn- um Úlla góð stjúpmóðir og barna- börnunum mikil amma. Þau byggðu upp fallegt heimili í Grindavík þar sem ávallt var opið hús fyrir börnin og barnabörnin sem og alla aðra sem komu þar við. Já, við kveðjum bróður okkar með sorg í hjarta. Við höfum fylgst með honum síðastliðin tvö ár takast á við veikindi sín af svo miklu æðruleysi og stórhug, ákveðinn í að njóta lífsins. Við fréttum af honum á hinum ýmsu stöðum, út um allar trissur, á milli lyfja- eða geislameðferða. Hann naut þess að spila golf, sækja tón- leika, sem þau gerðu mikið af hann og Stína. Oft skellti hann sér í eyjarnar að hitta vini sína og dætur og að vinna í húsinu sínu. Oft var hann floginn út í heim í einhverjar ævintýraferðir. Já, Úlli naut lífsins til hinsta dags. Við systkinin erum þakklát fyr- ir þann tíma sem við áttum með Úlla heima á Sigló í sumar. Þar hittumst við, öll 12 saman, með fjölskyldum okkar og áttum ynd- islega helgi. Úlli naut þess að koma á æskustöðvarnar og hitta vini og kunningja og taka einn hring á golfvellinum. Elsku Stína, Eva, Gunný, Þor- finnur, Sunna og fjölskyldur, hald- ið vel utan um hvert annað og ver- ið áfram þessi samheldna fjölskylda. Það var einstakt og gott að fá að upplifa samheldni ykkar núna á síðustu dögum hans Úlla, hvað þið áttuð ljúfa og fal- lega stund með honum. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að vera með og fá að kveðja. Við systkinin og fjölskyldur okkar vottum ykkur okkar dýpstu sam- úð og megi Guð styrkja ykkur í sorginni. Elsku bróðir. Við þökkum sam- fylgdina og hafðu þökk fyrir allt. Guð geymi þig. Fyrir hönd systkinanna, Erla Gunnlaugsdóttir. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Valdimar Briem) Í dag kveðjum við kæran vin, Gunnlaug Úlfar eða Úlla eins og hann var alltaf kallaður. Úlli kom inn í fjölskylduna árið 2002 þegar hann og Stína systir okkar og mágkona fóru að stinga saman nefjum og síðan að búa saman. Það var ljóst frá upphafi að Úlli smellpassaði inn í hópinn og myndaðist strax mikill vinskapur milli okkar Það voru ófá skiptin sem við systur og makar komum til Stínu og Úlla til Grindavíkur og gistum hjá þeim, Úlli var höfðingi heim að sækja og galdraði fram dýrindis máltíðir, enda frábær kokkur, þarna áttum við margar ógleym- anlegar stundir með þeim og brást ekki að daginn eftir var Úlli vaknaður fyrstur manna og búinn að undirbúa morgunverð eins og hann gerist bestur. Það voru margar góðar stundir sem við áttum saman bæði hér heima og erlendis, við gleymum ekki þjóðhátíð í Vestmannaeyjum sem við fórum á systkinin með börnin okkar með okkur og þar var Úlli í essinu sínu með hvíta tjaldið sitt og yljum við okkur við þær góðu minningar. Það má með sanni segja að Úlli hafi kunnað að njóta lífsins, enda voru hann og Stína mjög dugleg að ferðast og gleðjast með góðum vinum. Úlli var líka mjög góður tengdasonur og vildi allt fyrir tengdaforeldra sína gera. Hann kom varla í heimsókn til mömmu án þess að finna sér eitthvað til að laga eða gera fyrir hana. Stórt skarð er höggvið í fjöl- skylduna og við sitjum nú eftir með sorg í hjarta og söknuð eftir þeim góða manni sem Úlli vinur okkar var. Við þökkum fyrir samfylgdina, elsku Úlli. Elsku Stína, Eva, Þorfinnur, Gunný, Sunna, tengdabörn og barnabörn. Okkar innilegustu samúðarkveðjur til ykkar allra. Minningin um góðan dreng lifir áfram. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem) Eygló og Olle, Gerður og Sigurður, Victor og Júlía, Jóhanna og Geir. Það er þyngra en tárum taki að skrifa minningargrein um hann Úlla, eins og við vinirnir kölluðum hann. Hann var mikill Lionsmað- ur og ekki síður vinur. Úlli gekk á sínum tíma í Lionsklúbb Grinda- víkur og lét strax mikið að sér kveða hjá okkar klúbbi. Hann var gríðarlega afkastamikill félagi og tók að sér hvert verkefnið á fætur öðru og skilaði því með miklum sóma. Það er ekki of djúpt í árinni tek- ið að segja að hann hafi verið einn af afkastamestu félögum okkar. Hann var gerður að Melvin Jones- félaga fyrir nokkrum árum, en það er ein af æðstu viðurkenning- um sem Lionsmaður getur fengið og hafði hann svo sannarlega unn- ið fyrir henni. Úlli hefði átt greiða leið í Umdæmisstjórn Lionshreyf- ingarinnar en hann vildi einfald- lega leggja sig fram um að gera klúbbinn okkar betri. Úlli tók við formennsku Lions- klúbbs Grindavíkur 1. júlí 2019 og var það í annað sinn sem hann varð formaður. Hann var búinn að undirbúa starfsárið sem fram undan var undir sinni stjórn þegar hann féll frá langt um aldur fram. Í hugum okkar Lionsmanna er mikill missir að Úlla, hann var ekki bara duglegur, hann var líka svo góður félagi. Hann var með sínar skoðanir á hreinu og hvatti okkur sem vorum að vinna nefnd- arstörf á vegum klúbbsins að huga vel að því sem við vorum að vinna við, þ.e.a.s að láta gott af okkur leiða og fylgjast vel með samfélagi okkar. Svona var hann Úlli. Við Lionsmenn kveðjum hann með miklum söknuði og vottum Stínu og öllum aðstandendum hans innilega samúð. F.h. Lionsklúbbs Grindavíkur, Gunnar Vilbergsson. Elsku Úlli. Við vissum að þessi stund kæmi, en hún kom of fljótt. Á síðustu tveimur árum hefur út- litið stundum verið pínu svart, en alltaf skoppaðirðu til baka af krafti og vonuðum við heitt að það yrði aftur þannig núna. Við sitjum eftir og syrgjum þig og allar þær stund- ir sem munu aldrei verða, en þökk- um og minnumst þeirra sem við áttum. Þið Stína voruð samheldin og yndisleg hjón og að vera í návist ykkar var alltaf svo notalegt og gott. Vinátta okkar var einstök, náin og ómetanleg. Ótal ferðir okkar, golfferðir, tónleikaferðir, matarboð, spilakvöld og spjallið. Við gátum setið fram á nótt, spjall- að um allt, rökrætt og þrætt, þú varst oft á öndverðum meiði við okkur, eða „illa vinstri grænn“ eins og við kölluðum þig oft. En aldrei var djúpt á því og við kvödd- umst alltaf með kossi. Golfið var áhugamál okkar og nutum við þess að spila saman. Það sem þú gast hneykslast á Stínu þegar hún hitti ekki boltann nógu vel en klúðraðir svo næsta höggi sjálfur með tilheyrandi kát- ínu. Þú varst vinnusamur fagmað- ur og öll þau verk sem þú tókst þér fyrir hendur gerðir þú vel. Heimili ykkar er lýsandi dæmi um vinnu- semi, metnað og natni fyrir verk- efnum þínum. Að koma til ykkar var alltaf yndislegt. Þú hafðir gaman af að taka á móti fólki, naust þín í eldhúsinu, bauðst úr- vals mat og vín og alltaf var einn Irish. Ferðin okkar á Nordica á Food & fun, þegar þú skrifaðir skilaboð til kokksins „Það má allt- af gera betur“ eftir að við höfðum fengið frábæran mat og topp þjón- ustu. Frasinn hefur fylgt okkur síðan og notaður oft, en það var sá kokkur sem vann keppnina það ár- ið! Ferðin til Dublin, þegar við fór- um út að borða og pantaður var Ir- ish eftir mat, þú tókst einn sopa og spurðir þjóninn hvort það væri viskí í glasinu, hann svaraði því játandi, en þér fannst lítið til koma og á endanum varstu kominn í eld- húsið þar sem þú kenndir sjálfum Írunum að búa til fullkominn Ir- ish. Trúlofun ykkar Stínu með okk- ur í París, fljótabáturinn í Amst- erdam og dásamlega ferðin okkar til Maastricht á André Rieu sem var jólagjöfin til Stínu framkalla yndislegar minningar. Það var ómetanlegt að fá að eyða síðustu jólum með ykkur þegar við fórum stórfjölskyldurnar tvær til Flórída og áttum frábæran tíma saman. Hægt væri að segja frá óteljandi ferðum og uppákomum en það er hláturinn, gleðin, þægilega og hlýja návistin sem stendur upp úr í minningunni. Þú varst ótrúlega heppinn að hafa fengið hana Stínu inn í líf þitt, hún var þér sem klettur og náði að temja óhemjuna sem ríkti svolítið í þér þegar þið kynntust. Þið unnuð svo vel saman og fallegra danspar verður vart til. Við pössum ynd- islegu Stínu okkar og hún verður alltaf okkar besta. Elsku Stína, Eva, Gunný, Þor- finnur, Tobbi, Ágústa, Sunna, Gylfi og fjölskyldur, þótt missir okkar sé mikill er missir ykkar margfaldur. Við biðjum góðan Guð að vaka yfir ykkur og gefa okkur öllum styrk í sorginni. Elsku Úlli, við elskum þig. Þar til við hittumst á ný segjum við skál – við verðum ávallt undir þín- um áhrifum. Bjarni Ólafur (Daddi) og Guðrún Mary. Fallið er frá ljúfmennið Úlli píp- ari vinur okkar. Vinskapurinn hef- ur spannað um 30 ár og skuggi aldrei fallið á. Úlli var einn allra mesti höfðingi sem við höfum kynnst, hann veitti vel og vildi að- eins það besta fyrir sig og sína. Við í vinahópnum Undir áhrifum höfum oft kallað Úlla greifa, það átti svo vel við hann. Úlli og Stína dönsuðu fallegan dans gegnum lífið saman með léttri golfsveiflu, ferðuðust og nutu góðra tíma með vinum. Fyrirmyndarhjón og vinir vina sinna. Það er því með miklum söknuði sem við kveðjum okkar elskulega vin sem var okkur svo ráðagóður og hjálplegur. Úlli, við elskum þig, eða eins og góður vin- ur okkar Daddi myndi segja yfir þennan hóp: „Hef ég nýlega sagt ykkur hvað mér þykir vænt um ykkur?“ Við eigum margar góðar sögur af okkar manni og þeim verða áfram gerð reglulega skil. Eitt sinn nutum við góðs matar og fengum einstaka þjónustu á Food and fun-hátíð. Þegar kom að heimferð komumst við að því að Úlli hafði skrifað skilaboð á kvitt- unina til þjónsins: „Það má alltaf gera betur.“ Þetta vakti mikla kátínu hjá okkur, ekki síst þegar við komumst að því seinna að kokkurinn sem eldaði fyrir okkur vann keppnina það árið. Úlli karl- inn fékk ansi oft að heyra þessa ágætu setningu eftir þetta og hafði gaman af. Úlli fæddist á Siglufirði og bjó í Grindavík en er einn allra mesti Eyjamaður sem sögur fara af. Hann elskaði Þjóðhátíð og tjaldið hans var alltaf eitt það flottasta. Úlli var mikill golfari og spilaði golf alveg fram í ágúst. Kristó er afar þakklátur fyrir tímann sem þeir hafa eytt saman á vellinum og í vikulegri golfkennslu í allan vet- ur. Ófáar golfferðir voru farnar og verður næsta ferð Lundanna ekki söm án hans. Ákveðið hefur verið að hér eftir verði árlega keppt um „Úllabikarinn“ í minningu hans. Við í Undir áhrifum höfum ver- ið dugleg að ferðast saman og gleði og væntumþykja alltaf verið í fyrsta sæti. Hlé þurfti að gera á ferðunum þegar þrír fjórðu hóps- ins tóku upp á því að eignast aðra umferð af börnum. Við undirrituð eignuðumst dreng og komumst svo fljótlega að því að við ættum von á öðrum. Dag einn kíkti Úlli í kaffi og ákváðum við að segja honum gleðitíðindin, en viðbrögð hans komu á óvart. „Eruð þið eitthvað klikkuð?“ voru fyrstu viðbrögð hans áður en hann óskaði okkur til hamingju, en þótti nóg um þetta barnastúss í hópnum. Í september var plönuð ferð til Ítalíu, sem hafði verið draumur Úlla og Stínu lengi. Stuttu fyrir ferðadag kom í ljós að læknarnir treystu Úlla ekki til að fara. Kvöldið áður en lagt var af stað gistum við öll í Grindavík, borð- uðum góðan mat og Úlli dró fram besta vínið sem hann hafði geymt fyrir sérstakt tilefni. Þetta kvöld nutum við samver- unnar, Úlli var hinn hressasti. Tveimur dögum síðar var Úlla far- ið að hraka svo mikið að hann var lagður inn á spítala. Þar hafði hann Stínu sína sér við hlið, sem hefur staðið með honum eins og sjálfur Heimaklettur ásamt börn- um þeirra. Síðasta daginn á Ítalíu opnuðust himnarnir og það helli- rigndi. Stuttu síðar kom símtal að heiman þar sem Stína sagði okkur að stutt væri í endalokin hjá okkar manni. Við röltum í þorpskirkjuna og báðum fyrir vini okkar, sem kvaddi þetta líf allt of snemma stuttu síðar. Elsku Stína okkar sem hefur verið stoð hans og stytta, þú ert einstök og átt okkur alltaf að. „Undir áhrifum“ hópur- inn mun halda áfram að ferðast og vera sterkur og minnast okkar yndislega Úlla. Elsku Eva, Gunný, Þorfinnur, Sunna, tengdabörn og barnabörn, hugur okkar er hjá ykkur, minn- ingin um Úlla verður aldrei frá ykkur tekin. Hvíldu í friði kæri vinur, þínir vinir Kristófer (Kristó) og Margrét (Magga). ✝ Atli Þór Sím-onarson fædd- ist í Reykjavík 25. desember 1959. Hann lést 18. sept- ember 2019. Foreldrar hans eru hjónin Edda Finnbogadóttir, f. 22.10. 1937, og Símon Símonar- son, f. 24.9. 1933, d. 25.7. 2013. Þau skildu. Alsystir Atla Þórs er Elín, f. 9.5. 1963. Seinni eigin- maður Eddu er Guðgeir Peder- sen, f. 31.10. 1938. Synir þeirra, og bræður Atla Þórs sammæðra, eru Salvar Geir, f. 21.8. 1974, og Þröstur, f. 7.1. 1976. Seinni eiginkona Sím- onar er Kristín María Magn- úsdóttir, f. 26.11. 1951. Synir þeirra, og bræður Atla Þórs samfeðra, eru Símon Ægir, f. 6.4. 1974, Þorgeir, f. 21.2. 1978, og Davíð Örn, f. 13.2. 1990. Sambýliskona Atla Þórs var Lára Björgvinsdóttir, f. 19.5. 1960, d. 8.8. 1999. Þau slitu samvistum. Börn þeirra eru 1) Guðný Björk, f. 25.12. 1980, sam- býlismaður hennar er Hörður Alberts- son, f. 8.2. 1980. Börn þeirra eru Daði, f. 3.12. 2008, og Lára, f. 2.4. 2015. 2) Björgvin, f. 6.2. 1982, sam- býliskona hans er Dagmar Markúsdóttir, f. 7.9. 1983. Synir þeirra eru Har- aldur Ágúst Brynjarsson, f. 9.6. 2007, og Markús Lár, f. 23.10. 2018. Barnsmóðir Atla Þórs er Diljá Einarsdóttir, f. 21.5. 1960. Dóttir þeirra er 3) Birta Lind, f. 3.8. 1997, sam- býlismaður hennar er Gunnar Páll Ægisson, f. 1.4. 1997. Atli Þór starfaði lengst af sem jarðvinnuverktaki. Síðustu árin starfaði hann sem leigu- bílstjóri hjá Hreyfli. Útför Atla Þórs fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 2. október 2019, og hefst athöfnin klukkan 13. Við burtför þína er sorgin sár af söknuði hjörtun blæða. En horft skal í gegnum tregatár í tilbeiðslu á Drottin hæða. og fela honum um ævi ár undina dýpstu að græða. (Guðrún Jóhannsdóttir) Mamma. Elskulegur bróðir minn Atli Þór er látinn. Með trega fylgi ég honum til grafar. Atli var eini al- bróðir minn og vorum við sam- rýnd eftir því. Hann var rifinn burt frá ættingjum sínum á besta aldri, sem er átakanlegt og sorg- legt. Atli var dökkur yfirlitum og myndarlegur svo fólk dáðist að. Hann gat verið manna skemmti- legastur þegar vel lá á honum og oft veltist maður hreinlega um af hlátri, sérstaklega á hans yngri árum. Hann var frábær kokkur og afar duglegur og einbeittur til vinnu. Hann var afar stoltur af börnunum sínum þremur. Guð gefi þeim og okkur öllum styrk í sorginni. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt, sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér, því veit mér feta veginn þinn, að verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson.) Elín Símonardóttir. Atli Þór Símonarson Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is. Minningargreinar Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR frá Fagurhólsmýri, Bólstaðarhlíð 41, Reykjavík, lést á Vífilsstöðum föstudaginn 27. september. Útför verður auglýst síðar. Ágúst Sigurjónsson Helga Jónína Sigurjónsdóttir Guðný Sigurjónsdóttir tengdabörn, ömmu- og langömmubörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, DÓRA JAKOBSDÓTTIR GUÐJOHNSEN líffræðingur, lést á líknardeild Landspítalans að kvöldi laugardagsins 28. september. Jarðarförin auglýst síðar. Kolbrún Bergþórsdóttir Brynhildur Bergþórsdóttir Ásdís Bergþórsdóttir Anna Bergþórsdóttir Christopher Nandrea Auður Ákadóttir, Sigursteinn Jóhannes Gunnarsson Ólafur Ásdísarson Brynja og Vaka Björg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.