Morgunblaðið - 02.10.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.10.2019, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2019 PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is skotbómulyftara AG línan frá Manitou býður meðal annars upp á nýtt ökumannshús með góðu aðgengi og útsýni. HANNAÐUR TIL AÐ VINNA VERKIN NÝ KYNSLÓÐ • DSB stjórntakkar • JSM stýripinni í fjaðrandi armi • Stýrð stjórnun og hraði á öllum glussahreyfingum • Virk dempun á bómu Vegna mikillar eftirspurnar og fjölda áskorana hefur Sinfóníuhljómsveit Íslands bætt við aukatónleikum þann 8. nóvember með sveitinni ásamt Víkingi Heiðari Ólafssyni og Daníel Bjarnasyni, en strax seldist upp á tónleikana 7. nóvember. Tónleikarnir eru upphitun fyrir tónleikaferð SÍ til Þýskalands og Austurríkis síð- ar í mánuðinum. Á tónleikunum leikur Víkingur píanókonsertinn Processions eftir Daníel Bjarnason ásamt því að Radovan Vlatkovic flytur hornkonsert nr. 3 eftir Mozart. Einnig leikur sveitin þætti úr Pétri Gauti eftir Grieg og fimmtu sinfóníu Sibeliusar undir stjórn Daníels. Aukatónleikar með Víkingi og Daníel Daníel Bjarnason Arkitektafélagi Íslands barst nýver- ið 1,5 milljóna króna höfundarréttar- greiðsla frá Myndstefi fyrir verk Guðjóns Samúelssonar, húsameist- ara ríkisins. „Þessi peningur er veruleg upphæð fyrir félagið og mun það verja þessu fjármagni á sem skynsamlegasta máta félagsmönn- um og almenningi til góðs,“ segir Gerður Jónsdóttir, framkvæmda- stjóri félagsins, í tilkynningu til fjöl- miðla. Þar kemur fram að þegar Guðjón féll frá árið 1950 hafi hann verið ókvæntur og barnlaus. Hann lét eftir sig erfðaskrá þar sem fram kemur að „það sem verður afgangs af eignum hans skuli renna til Arki- tektafélags Íslands og skal pening- um varið í að útbreiða þekkingu á húsagerðarlist sérstaklega í íslensk- um anda“. Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að 25. apríl 2020 verði 70 ár liðin frá andláti Guðjóns, en skv. 43. gr. höfundarlaganna helst höfundarréttur í 70 ár. „Það þýðir að áramótin 2020-2021 fellur höfundar- réttur á verkum Guðjóns niður.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Kennileiti Guðjón Samúelsson teiknaði Hallgrímskirkju. Mikilvæg gjöf Guðjóns Bandaríska óperusöngkonan Jessye Norman er látin, 74 ára að aldri. Norman var ein virtasta og dáðasta sópransöngkona tuttug- ustu aldarinnar og hlaut m.a. Grammy-verðlaun á ferli sínum. Norman fæddist í Georgíu árið 1945 og var einn fárra þeldökkra söngvara sem náðu frægð og frama í óperuheiminum. Hún vakti fyrst athygli fyrir glæsilegan söng og túlkun á óperusviðum í Evrópu á áttunda áratugnum og þreytti frumraun sína í Metropolitan- óperunni í New York árið 1983, að því er fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins, BBC, um andlát hennar. Hún lést á sjúkrahúsi í New York eftir að hafa glímt við lang- varandi veikindi. Norman byrjaði ung að syngja, aðeins fjögurra ára í kirkjukór, og hlaut skólastyrk á táningsaldri til söngnáms við Howard-háskóla í Washington. Þaðan hélt hún svo í nám við Peabody-tónlistar- háskólann og síðar Háskólann í Michigan. Frumraun sína í óperu þreytti hún í Berlín árið 1969 og heillaði í kjölfarið heimsbyggðina með einstakri raddfegurð sinni. Á ferlinum hlaut hún fjölda verð- launa, m.a. Grammy-verðlaun fyrir ævistarfið og heiðursorðu franska ríkisins. Óperusöngkonan Jessye Norman látin AFP Hæfileikarík Jessye Norman var ein merkasta óperusöngkona 20. aldarinnar. Bleikur listamánuður hefst í Bústaðakirkju í dag og stendur út október. Boðið verður upp á ýmsa listviðburði með það að markmiði að minnast þeirra sem glímt hafa við krabbamein og til stuðnings þeim sem standa í glím- unni miðri. Í dag kl. 12.05 koma fram Jóhann Friðgeir, Hlöðver Sigurðsson, Marteinn Snævarr og Örn Árnason undir yfirskriftinni „Tenórar í stuði“. Á sunnudaginn kemur Karlakórinn Tónbræður fram í messu kl. 14 og flytur tónlist úr óperum og söngleikjum þar sem mikið fer fyrir drama og ást. Sérstakur gestur er Kristján Jóhannsson tenór. Um miðjan mánuð, sunnu- daginn 13. október, verður haldin Listahátíð barnanna. Og í hádeginu 16. október kl. 12.05 minnist Kammerkór Bústaðakirkju Atla Heimis Sveins- sonar tónskálds. Bleikur mánuður í Bústaðakirkju Kristján Jóhannsson Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Georgíski píanóleikarinn Luka Okros, sem kallaður hefur verið einn efnilegast píanóleikari sinnar kynslóðar, heldur tónleika í Kalda- lóni Hörpu föstudaginn 4. október kl. 20. Okros er búsettur í Lundúnum en er um þessar mundir á tónleika- ferðalagi. Hann mun meðal annars troða upp í Hollandi, Eistlandi, Hong Kong, Lúxemborg, Bretlandi og Frakklandi á þessu ári. Á tónleikunum í Hörpu mun Okros leika „Impromptu op. 90“ eft- ir austurríska tónskáldið Franz Schubert, „Sex lítil stykki op. 16“ eftir Sergei Rachmaninoff og „Ung- verska rapsódíu nr. 2 S244“ eftir Franz Liszt. Okros, sem er einungis 29 ára gamall, hefur nú þegar unnið fyrstu verðlaun í átta alþjóðlegum píanó- keppnum og haldið tónleika víða um heim. Liszt í miklu uppáhaldi Okros var staddur á Spáni þar sem hann hélt fjölda tónleika þegar blaðamaður náði tali af honum en Okros reyndist vera hógvær og glaðlyndur ungur maður þrátt fyrir að vera orðinn heimsþekktur svo ungur að árum. Okros þekkir verkin þrjú sem hann mun spila í Hörpu mjög vel og hefur spilað þau margoft. „Ég valdi verk Schuberts því það er eitt af síð- ustu verkunum sem hann samdi og mér finnst það bæði mjög drama- tískt og fallegt. Þetta er mjög frægt verk. Hvað varðar Rachmaninoff þá er það yngra en verk Schuberts. Það er sömuleiðis mjög fallegt og frægt. Ég reyndi að sameina mjög rómantíska tónlist og þekkt verk í dagskránni. Lizst er svo í miklu uppáhaldi hjá mér og þetta er eitt af hans þekktustu verkum svo ég taldi heppilegt að ljúka tónleikunum með því,“ segir Okros. „Ég er virkilega hrifinn af tíma- bilinu sem verkin voru samin á og ég tel að verkin komi á framfæri þeim píanóleik sem ég vil að heyrist,“ seg- ir Okros en öll verkin eru frá nítjándu öld. Þó svo að tónleikarnir sem Okros spilar á séu fjölmargir þá segir hann tónleikaferðalagið alls ekki það stærsta sem hann hefur farið í. „Nei, þetta er í raun bara venjuleg dagskrá. Núna fer ég meira að segja heim til Lundúna á milli tónleika og er ekki að spila á hverju einasta kvöldi.“ Okros hefur gefið út tvær plötur og vinnur nú að plötu með sínum eigin tónsmíðum. Innblásturinn í tónsmíðarnar kemur meðal annars frá tónskáld- unum sem hann spilar tónverk eftir í Hörpu. „Ég held að það sé óhjákvæmilegt að sum verkanna sem ég vinn að hafi áhrif á mínar tónsmíðar. Stund- um eru verkin sem ég sem samt mjög ólík því sem ég hef áður spilað. Stundum sæki ég mér innblástur í náttúruna og stundum í fólkið í kringum mig. Það fer allt eftir því í hvaða hugarástandi ég er. Sama hvað gengur á eru tónsmíðarnar mínar alltaf í rómantískum stíl,“ segir Okros. Ísland númer 41 í röðinni Hann kveðst spenntur fyrir því að koma til Íslands en vonar að það verði ekki of kalt. „Ég ákvað að spila á Íslandi af margvíslegum ástæðum. Ég hef heyrt margt gott um landið og náttúru þess en ég er mjög hrif- inn af fallegri náttúru. Ég hef sömu- leiðis heyrt ýmislegt jákvætt um Hörpu og það er frábært að fá tæki- færi til að spila þar. Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem til Íslands en landið verður það 41. sem ég hef spilað í. Ég hef ferðast mikið í gegn- um árin,“ segir Okros og hlær. Hann hóf píanónám þegar hann var fjögurra ára gamall og hélt fyrstu einleikstónleikana sína ári síðar. Okros lagði stund á bakkal- árnám í tónlistarflutningi í Moskvu og meistaranám í London Royal College of Music. Okros mun ræða við gesti tón- leikanna eftir flutninginn. „Eftir flesta tónleika er ég með listamannaspjall og ég verð með slíkt spjall eftir tónleikana í Hörpu og það væri virkilega gaman að sjá sem flesta þar.“ Tónleikarnir hefjast kl. 20 í Kaldalóni. Miða má nálgast í miða- sölu Hörpu, á Harpa.is eða á Tix.is. Ljósmynd/Egor Matasov Geðþekkur Luka Okros er viðkunnanlegur píanóleikari sem hefur getið sér gott orð á heimsvísu. Hann kveðst þakklátur fyrir að fá tækifæri til að spila í Hörpu en Okros hefur spilað á mörgum virtustu tónleikastöðum heims. „Alltaf í rómantískum stíl“  Luka Okros er 29 ára gamall og hefur nú þegar spilað í 40 löndum, unnið til átta verðlauna og sent frá sér tvær plötur  Okros mun spila verk frá nítjándu öld í Hörpu  Hrifinn af Íslandi og Hörpu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.