Morgunblaðið - 15.10.2019, Side 10

Morgunblaðið - 15.10.2019, Side 10
10 | MORGUNBLAÐIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is F jórtán milljónir eintaka af BMW 3 hafa selst í heim- inum frá því að bíllinn kom fyrst á markaðinn árið 1975, sem gerir hann að einum söluhæsta bíl í heimi frá upphafi. Ekki er þó út- lit fyrir að mikið bætist við þessa tölu hér á landi nú í vetur, því samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá BL, umboðsaðila BMW, eru aðeins sára- fáir bílar af sjöundu kynslóð, þessari allra nýjustu, fluttir til landsins. Ástæðan er líklega að mestu sú að Íslendingar hafa að töluverðu leyti snúið baki við stallbökum (e. sedan) – millistórum fólksbílum með skotti – sem í gegnum áratugina hafa reynd- ar verið mjög vinsælir hér á landi. Í dag virðist sem flestir velji fremur jepplinga, enda henta þeir bæði barnafólki, sem og eldra fólki sem á erfitt með að setjast í og standa upp úr lágum bílum. En ég ákvað láta þessar pælingar ekki skemma fyrir mér þann lúxus að fá að hafa BMW 3 Series Sedan í nokkra daga og aka honum um borg og bý. Flottur framendi BMW 3 er auðþekkjanlegur útlits. Framendinn er flottur með áberandi krómi og plastristum, ásamt lag- legum leysiljósum. Að aftan eru tvö vígaleg púströr sem enn frekar ramma inn sportútlit bílsins. Há- karlsugginn á toppi bílsins er á sín- um stað og er eitt af einkenn- ismerkjum hans. Þessi bíll hefur aðeins breyst frá sjöttu kynslóð. Hann er t.d. 76 milli- metrum lengri og 60 millimetrum breiðari, sem hvort tveggja hjálpar til við að gefa honum veglegri holn- ingu. Þá er þyngdarpunkturinn 10 millimetrum lægri, sem aftur hjálpar enn til við að gera hann stöðugan í beygjum. Áður en við ræðum innra byrði bílsins er rétt að kíkja í skottið. Þar var gaman að sjá ágætar hirslur bæði vinstra og hægra megin fremst í skottinu. Sjálfur er ég nefnilega mjög hrifinn af því að geta komið dóti kirfilega fyrir þannig að það hendist ekki út og suður á meðan á akstri stendur en í heildina litið er skottið af viðunandi stærð, a.m.k. bjóst ég ekki við meira rými. Eftir að ég lokaði skottinu smeygði ég mér inn í aftursætið og undi mér ágætlega þar um stund. Pláss fyrir fætur prýðilegt og sömu- leiðis fær meðalmaðurinn gott höfuð- pláss. En þá er komið að aðalmálinu, ökumannssætinu og þeim stoðtækj- um sem þar er að finna, en þau eru ekki af verri endanum í þessari nýj- ustu útgáfu af BMW 3, sem er hlað- inn tækninýjungum. Margt af því hefur maður reyndar séð í öðrum bíl- um, en þó ekki allt. Það sem var glænýtt fyrir þeim sem hér hamrar á lyklaborðið var stjórnun útvarpsstöðvanna í bílnum. Hægt er að stjórna þeim með hefð- bundnum hætti í stýrinu, eða af stjórnborðinu fyrir miðju bílsins, eða hjá gírstönginni, en þessi nýja virkni sem ég lýsi hér á eftir fannst mér skemmtileg. Til að hækka í útvarp- inu getur maður veifað hendinni með bendandi vísifingri í hringi til hægri, en ef maður vill lækka snýr maður fingrinum í hringi til vinstri. Til að skipta um stöð, annaðhvort að fara upp stöðvalistann eða niður hann, setur maður höndina eins og maður sé að húkka far úti á þjóðvegi og hreyfir svo þumalinn til hægri til að fara niður listann en til vinstri ef maður vill fara upp hann. Stundum þarf ekki mikið til að kæta mann. Veglýsing í framrúðunni Ég hef, í þó nokkrum af þeim bíl- um sem ég hef reynsluekið síðustu misserin, fengið að aka með svokall- aðan framrúðuskjá (e. head-up display), þar sem upplýsingar koma í framrúðuna beint fyrir framan öku- mann. En hér er búið að bæta um betur og þegar kveikt er á leið- sögukerfinu kemur það við hlið Morgunblaðið/Hari Eins og hendi væri veifað Nýjasta kynslóð BMW 3 er hlaðin tækninýj- ungum. Meðal annars er hægt að sleppa stýr- inu og láta bílinn sjálfan um að stýra sér, og nota handabendingar til að hækka í útvarpinu. » 2,0 lítra díselvél » 190 hestöfl / 400 Nm8 þrepa sjálfskipting » 4,2-4,5 l/100 km í blönduðum akstri » 0-100 km/klst. á 6,8 sek. Hámarkshr. 221 km/klst » Drif á öllum hjólum » 19" álfelgur » Eigin þyngd: 1.643 kg. » Farangursrými: 470 lítrar » Sótspor: 120 g/km » Umboð: BL. » Verð frá: 6.490.000 kr. BMW 320 Xdrive G20 Hlutföllin í framsvipnum eru eins og best verður á kosið. Það fer bílnum óneitanlega vel að vera á 19 tommu felgum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.