Morgunblaðið - 18.10.2019, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2019
É
g varð að finna einhverja lausn til þess að koma
þeim öllum fyrir því þeir eru orðnir fleiri en 150
talsins og ég er bara með venjulegan fataskáp,“
segir Thelma, sem heldur úti Facebook-síðunni
Kjólasafn Thelmu og samnefndum Instagram-
reikningi, aðspurð hvernig hún komi öllum kjólunum sínum
fyrir í fataskápnum. Thelma segir að fyrir rúmum tveimur ár-
um hafi hún endurskipulagt fata-
skápinn enda flæddu þá kjólarnir út
um allt og maðurinn hennar hafði
ekkert pláss lengur fyrir sín föt. „Þá
fundum við góða lausn í IKEA;
kassa sem ég stafla kjólunum í eftir
að ég rúlla þeim upp. Þessir gömlu
kjólar eru úr þannig efnum að það er
yfirleitt mjög gott að rúlla þeim upp
og kassarnir staflast vel í skápinn.
Kjólar sem ég er lítið að nota lenda í
efri skápunum en kjóla sem ég er
oftar í hengi ég upp og litaraða þeim
á slána,“ segir Thelma og bætir við
að hún hafi fengið mun betri nýtingu
úr skápnum eftir að hún fór að
geyma kjólana svona upprúllaða.
Umhugað um heildarsvipinn
Thelma hefur verið forfallinn kjólasafnari í mörg ár en hún
safnar litríkum vintage-kjólum frá árunum 1955-1975. Kjól-
ana kaupir hún svo til eingöngu til eigin nota en þó slæðast
stundum með kjólar í skápinn sem hún passar ekki sjálf í, ein-
Morgunblaðið/Eggert
Nett herðatré og skiln-
ingsríkur eiginmaður
Hvernig komast 150 kjólar fyrir í venjulegum
fataskáp? Gott skipulag og skilningur eigin-
mannsins er það sem ræður úrslitum að sögn
kjólasafnarans Thelmu Jónsdóttur.
Snæfríður Ingadóttir | snaeja@gmail.com
Thelma birtir myndir og
upplýsingar um kjólana
sína á Facebook-síðunni
Kjólasafn Thelmu og á
samnefndri Instagram-
síðu. Hún er með meira en
150 kjóla í fataskápnum
sínum.
Það er ekki hægt
að segja að fata-
skápurinn hennar
Thelmu sé litlaus.
Herðatrén skipta máli. Ef plássið er lítið þá
mega þau ekki vera of klossuð. Thelma notar
einföld og gamaldags herðatré undir kjólana
sem taka ekki mikið pláss og eru líka fögur.
Sjá síðu 14.