Morgunblaðið - 18.10.2019, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.10.2019, Blaðsíða 20
Fasteignaljósmyndun.is Í búðirnar eru 30-78 fm að stærð og eru allar mjög vandaðar ogvel skipulagðar.Íbúðirnar eru fullbúnar með fallegum innréttingum, gólf- efnum, uppþvottavél og ísskáp. Um er að ræða sprautulakkaðar innréttingar frá danska framleiðandanum HTH, Arens og frá Cubo design sem selt er í Parka og eru eldhústækin frá AEG. Öll blöndunartæki eru frá Grohe og eru flísar og parket frá Parka. Eins og sést á myndunum er hver fm nýttur til fulls og allt gert til þess að það fari sem best um íbúana. Umhverfið í kringum blokkirnar er svolítið eins og fólk sé kom- ið til útlanda en margar íbúðanna eru með stórum þakgörðum og á milli húsanna frá Hverfisgötu og Laugavegi liggur ný göngu- gata sem ber heitið Kasthústígur en þar eru skemmtileg versl- unarpláss. Alls eru þetta 72 íbúðir í þremur lyftuhúsum með sameigin- legum bílakjallara með innakstri frá Hverfisgötu. Splunku- nýtt í 101 Ef þig dreymir um að búa í miðbæ Reykjavíkur og nennir alls ekki að gera upp húsnæði með tilheyrandi kostnaði þá eru íbúðirnar við Brynju- reit, Hverfisgötu 40-44 og Laugaveg 27a og b eitthvað fyrir þig. Marta María | mm@mbl.is Öll húsgögnin í sýningaríbúð- inni eru úr Húsgagnahöllinni. Hér má sjá huggulegan flauelssófa, hringlaga borð og mottu sem fer allt vel saman. Innréttingar eru vandaðar en það sem er nýtt og spennandi er að uppþvottavél og ísskápur fylgir með í kaupunum. Eina sem eigand- inn þarf að gera er að koma með húsgögnin sín og kaupa í matinn. Gott skápapláss er í svefnherberginu. Hvítar innrétt- ingar eru allt- af klassískar. 20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2019

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.