Morgunblaðið - 18.10.2019, Blaðsíða 22
H úsið er 265 fm að stærð og var byggt1978. Búið er að endurnýja húsið mikiðen Rut Káradóttir teiknaði nýtt skipu-
lag á eldhús, baðherbergi, gestasalerni og fleira
fyrir um áratug. Eins og sést á myndunum er
hönnun Rutar Káradóttur, sem er einn virtasti
innanhússarkitekt Íslands, sígild og klassísk og
stenst tímans tönn. Ekki er víst að öll fötin sem
við keyptum okkur 2009 hafi elst jafnvel.
Hægt er að skoða húsið nánar inni á
www.mbl.is/fasteignir
Baðherbergið er stílhreint með
fallegum flísum.
Borðplöturnar eru með hnausþykkum
granít-stein.
Hönnun Rutar eldist
betur en föt þess tíma
Við Ljárskóga 27 í Breiðholtinu
stendur afar smekklega inn-
réttað einbýli. Umhverfið í kring-
um húsið er mjög gróið og er
húsið næstinnsta húsið í botn-
langa þannig að bílaumferð er
af skornum skammti.
Marta María | mm@mbl.is
Fasteignaljósmyndun.is
Eldhúsið hefur svo sannarlega stað-
ist tímans tönn. Stóri skápavegg-
urinn er klassískur og eyjan er rúm-
góð með tvískiptum borðplötum.
Það er svo mikið pláss í eldhúsinu að það er
vel hægt að koma fyrir stóru borðstofuborði.
Í húsinu er vel búinn tækjasalur og því eng-
in afsökun að nenna ekki að hreyfa sig.
Tveir Svanir eftir Arne Jacobsen, sem
fást í EPAL, fegra hvert heimili. Takið
eftir skápnum á bak við? Hann er sér-
smíðaður og alveg í anda Rutar Kára.
Gamli tíminn. Orkumælir eins og flestir þekkja hann.
Orkubú Vestfjarða og HS veitur hafa líka sett upp álíka
mæla hjá sér. Arnaldur segir þó húseigendur aldrei sleppa
alveg við heimsóknir heim því það er lögboðin skylda
veitufyrirtækjanna að fylgjast með mælunum og þó að
hægt verði að fjarlesa þá þarf að líta á þá öðru hvoru. Það
er því mikilvægt að aðgengi að mælunum sé áfram gott.
Rauntímamælingar framtíðin
Arnaldur nefnir annan kost við nýju mælana sem er
ekki síður spennandi. „Á Norðurlöndum er neytendum
boðið upp á rauntímamælingar og mismunandi verðskrár
eftir því hvenær sólarhringsins neyslan er. Þessir mælar
bjóða upp á slíkar mælingar.“ Arnaldur segir Norðurorku
ekki enn hafa mótað sér stefnu í þessum málum en hann
telur víst að í framtíðinni muni íslensk veitufyrirtæki
bjóða upp á mismunandi neysluverðskrár í anda þess sem
önnur lönd hafa verið að gera. „Við tökum eitt skref í
einu. Fyrsta skrefið er að koma þessum mælum smám
saman upp.“
H úseigendur þekkja flestir að þurfa að hleypastarfsfólki frá veitufyrirtæki inn á heimili sitt tilþess að lesa á hita- og rafmagnsmæla. Þessar
heimsóknir eru gerðar reglulega, bæði til að athuga hvort
mælarnir virki ekki örugglega rétt og eins til þess að fá
álestur sem síðan er borinn saman við áætlaðar neyslutöl-
ur og stemmdur af. Í nálægri framtíð má þó gera ráð fyrir
því að þessum heimsóknum fækki því veitufyrirtæki lands-
ins hafa í auknum mæli tekið upp nýja gerð af orkumæl-
um sem hægt er að fjarlesa. „Þessir nýju mælar hafa
ýmsa kosti, meðal annars þann að þá er hægt að fjarlesa.
Gögnum er þá safnað með sérstökum fjarlestrarbúnaði, í
þéttbýli með föstum búnaði en í dreifbýli keyrir starfs-
maður einfaldlega um sveitir með tölvu í bílnum og nær
merkjum frá mælunum,“ segir Arnaldur Birgir Magnús-
son, verkefnisstjóri upplýsingakerfa veitna hjá Norður-
orku, en Norðurorka er eitt þeirra fyrirtækja sem smám
saman hafa verið að skipta út eldri mælum í stað þessarra
nýju. Önnur orku- og veitufyrirtæki á borð við Veitur,
Öðruvísi orkumælar
Hingað til hafa starfsmenn veitufyrirtækja reglulega gengið í hús
og lesið á hita- og rafmagnsmæla. Í framtíðinni mun þessi vinna
heyra sögunni til og neyslutölur heimilanna verða fjarlesnar.
Snæfríður Ingadóttir | snaeja@gmail.com
Nýi tíminn. Orkumælir sem hægt er að fjarlesa.
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2019