Morgunblaðið - 31.10.2019, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 31.10.2019, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2019 Forskot íslensks sjávar- útvegs mun ekki vara að ei- lífu og greinin þarf stöðugt að vera á tánum. 10 31.10.2019 31 | 10 | 2019 Útgefandi Árvakur Umsjón Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Blaðamenn Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Auglýsingar Bjarni Ólafur Guðmundsson bog@mbl.is Forsíðumyndina tók Kristinn Magnússon Prentun Landsprent ehf. Sjávarútvegsráðstefnan verður haldin í tíunda sinn dagana 7. og 8. nóvember. Eins og undanfarin ár má reikna með fjölda gesta í Hörpu og ljóst að von er á mjög áhugaverðum viðburði með fjölda fræðandi málstofa um það nýjasta og besta í íslenskum sjávarútvegi og tengdri starfsemi. Það ætti að fylla lesendur bjartsýni að renna yfir dagskrárrit ráð- stefnunnar, sem fylgir þessu sérblaði 200 mílna, því þar má sjá svart á hvítu hvað landið á margt snjallt fólk og metnaðarfull fyrirtæki sem vinna hörðum höndum að því að íslenskar sjávarafurðir sigri heiminn. Hvert sem litið er er verið að þróa nýja tækni, leita nýrra lausna, gera vöruna betri, veiðarnar umhverfisvænni og nota úthugsað markaðsstarf til að ná sem hæstu verði fyrir íslenskan fisk. Það er líka eins gott, því eins og margir viðmælendur í þessu blaði nefna skyldi ekki vanmeta getu samkeppnisþjóða Íslands til að nú- tímavæða fiskveiðar sínar. Greinin hefur ágætisforskot í dag, en það á eftir að minnka nema nýsköpun sé sinnt af metnaði. Þetta hefst allt með fiskinum, en svo tekur hugvitið við. ai@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Þetta hefst allt með fiskinum, og hugvitinu Miklu skiptir fyrir framtíð grein- arinnar að takist að vekja og við- halda áhuga unga fólksins á störf- um tengdum sjávarútvegi. 6 Jens Garðar Helgason skoðar hvað hefur áunnist og hvaða áskoranir eru fram undan á fimm ára afmæli Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. 8 Einn góðan veðurdag verða kannski bara róbótar að störfum í fiskvinnslum. Þeir ráða vel við slít- andi og tilbreytingarlaus verk. 16 Það hefur reynst íslenskum sjávar- útvegi mikið gæfuspor að sýna metnað á sviði nýsköpunar, rann- sókna og vöruþróunar. Enn eru mörg tækifæri vannýtt. 18

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.