Morgunblaðið - 31.10.2019, Síða 8

Morgunblaðið - 31.10.2019, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2019 Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is S amtök fyrirtækja í sjávar- útvegi voru stofnuð 31. október 2014 með samein- ingu Landssambands ís- lenskra útgerðarmanna og Samtaka fiskvinnslustöðva. Jens Garðar Helgason, fyrsti for- maður SFS, segir sameininguna hafa átt mikilvægan þátt í þróun íslensks sjávarútvegs. „Það var mikið heillaskref fyrir ís- lenskan sjávarútveg þegar Samtök fiskvinnslustöðva og Landssamband íslenskra útgerðarmanna samein- uðust undir einu merki. Við stofnun SFS var líka ákveðið að sölufyrirtæki og fiskeldisfyrirtæki gætu einnig verið félagar í nýjum samtökum. Starf samtakanna hefur frá upphafi gengið vel og SFS er sá vettvangur sjávarútvegsins þar sem félagsmenn koma saman og reyna að sameinast um stefnu í þeim málum sem varða greinina miklu,“ segir Jens. Heildarhagsmunir Formaðurinn telur sameininguna auk aðkomu fleiri fyrirtækja hafa haft þann kost að hægt var að mynda heildstæða stefnu fyrir samverkandi þætti í greininni. „Það segir sig sjálft að þegar öll virðiskeðjan í íslenskum sjávarútvegi er komin undir einn hatt þá heyrast raddir og sjónarmið allra. Í framhaldi af því er hægt að móta og leggja fram áherslur fyrir greinina sem endurspegla sjónarmið hennar og heildarhagsmuni. Með fjöldanum er líka hægt að byggja upp öflugri samtök sem hafa tæki- færi til að veita víðtækari og betri þjónustu við félagsmenn um allt land. Það sem hefur áunnist í starfi SFS undanfarin 5 ár er að samtökin hafa lagt mikla áherslu á að fræða og upp- lýsa landsmenn um íslenskan sjávar- útveg. Íslenskur sjávarútvegur er leiðandi á heimsvísu í svo mörgum skilningi og árangur okkar er eftir- tektarverður um allan heim. Því er það svo mikilvægt að upplýsa fólk á hverjum tíma um það öfluga starf og nýsköpun sem á sér stað í greininni,“ útskýrir Jens. Hann bendir einnig á að það sé líka hlutverk SFS að bregðast við þegar erfið mál koma upp. „Eins og lokun Rússlandsmark- aðar, sem kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Sjómannaverkfallið var greininni erfitt en lauk á end- anum með samningi.“ Þá sé einnig unnið mikilvægt starf á alþjóðavettvangi, hvort sem um er að ræða samninga um deilistofna eða hagsmunagæslu fyrir Íslands hönd á vettvangi alþjóðastofnana, að sögn formannsins. Mikilvægt að nálgast alla af virðingu „Hjá samtökunum vinnur öflugur hópur fólks, undir stjórn Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur, sem á stóran þátt í því að hafa eflt og styrkt starf samtakanna,“ segir Jens og bendir á starfsmenn SFS séu nú fimmtán og eru þeir sérfræðingar á ýmsum svið- um svo sem líffræði, viðskiptafræði, hagfræði, tölvunarfræði, verkfræði og lögfræði. Spurður hvernig það hafi verið að leiða samtökin þegar litið er til þess hve umdeildur sjávarútvegurinn hef- ur verið í íslenskri þjóðfélags- umræðu, svarar Jens að það hafi bæði verið „gríðarlega gefandi og skemmtilegt að fá að starfa fyrir SFS undanfarin ár. Í greininni starf- ar frábært fólk sem hefur mikinn metnað fyrir hönd sinna fyrirtækja og samfélaga og það er virkilega ánægjulegt að fá að vera málsvari þeirra.“ Þá krefst formennska í samtök- unum mikilla samskipta við fjöl- breyttan hóp í samfélaginu, að mati formannsins. „Oft þegar mikið er í húfi og skiptar skoðanir eru á við- komandi málefni. Í mínum huga er það mikilvægast að nálgast alla um- ræðu af virðingu, með rökum og af yfirvegun. Kurteisi og almenn virð- ing fyrir fólki kostar ekki neitt og er líklegri til árangurs.“ Kjarasamningar framundan Hann segir ljóst að samtökin eigi er- indi við framtíðina enda séu sífellt ný verkefni sem krefjast úrlausnar. „Það er nú þannig að þegar ein báran rís, er önnur vís. Þannig er það í sjónum og þannig er það líka á vett- vangi SFS. Við eins og aðrar at- vinnugreinar verðum að takast á við breytingar því alltaf koma ný og ný verkefni, ekki vandamál, heldur verkefni sem við reynum að leysa eftir bestu getu með hagsmuni heild- arinnar að leiðarljósi. Þá á ég ekki bara við hagsmuni okkar félags- manna, heldur samfélagsins í heild. Sjávarútvegur er leiðandi atvinnu- grein á Íslandi þegar kemur að inn- leiðingu fjórðu iðnbyltingarinnar svokölluðu og það kallar á aukna fræðslu og upplýsingagjöf til al- mennings og stjórnvalda. Framundan eru nýir kjarasamn- ingar við sjómenn, áframhaldandi vinna við að styðja stjórnvöld við að ná strandveiðiþjóðunum að samn- ingaborðinu um deilistofnana og al- menn og dagleg þjónusta við fé- lagsmenn okkar. Við þekkjum það í sjávarútvegi að engir tveir dagar eru eins og það munu alltaf koma ný og ný verkefni inn á okkar borð,“ bætir hann við. Morgunblaðið/Árni Sæberg Jens Garðar Helgason, formaður SFS, segir samtökin ekki hafa nein vandamál að kljást við heldur verkefni. Þá sé starfi samtakanna aldrei lokið þar sem sífellt koma ný verkefni sem taka við af öðrum. Gefandi og skemmtilegt að leiða SFS Fimm ár eru liðin frá því að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi voru stofn- uð. Þegar litið er til baka telur formaður samtak- anna að mikill árangur hafi náðst eftir að kraft- ar fjölbreyttra fyrirtækja fóru að vinna saman. Tilgangur samtakanna er, sam- kvæmt samþykktum þess, að gæta hagsmuna íslenskra fyrir- tækja í sjávarútvegi með því að:  Stuðla að hagkvæmni íslensks sjávarútvegs og íslenskra sjávar- útvegsfyrirtækja  Styðja við nýsköpun og mennt- un tengda sjávarútvegi  Efla skilning og ímynd  Stuðla að upplýstri umræðu um íslenskan sjávarútveg  Taka þátt í alþjóðasamstarfi og gæta hagsmuna íslensks sjávar- útvegs á erlendum vettvangi  Vera í forsvari gagnvart stjórn- völdum í málum er snerta hags- muni og réttindi félagsmanna  Gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna  Vinna að eflingu hafrannsókna og sjálfbærri nýtingu auðlinda hafsins og efla ímynd og styrkja samkeppnisstöðu íslensks sjávar- útvegs á erlendum mörkuðum Stuðla að upplýstri umræðu Morgunblaðið/Golli Sjómannaverkfallið var greininni erfitt, að sögn formannsins. Tókst þó að lokum að leysa deiluna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.