Morgunblaðið - 31.10.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.10.2019, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2019 Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Y ara Birkeland mun verða fyrsta sjálfsiglandi og raf- magnsknúna flutningaskip sögunnar. Áætlað er að smíði skipsins ljúki á næsta ári og mun það fyrst um sinn sigla með áhöfn á meðan prófanir standa yfir, en stefnt er að því að á tveimur árum muni áhöfnin verða óþörf. „Yara Birkeland er að ryðja braut- ina á sviði sjálfsiglandi skipa og í þróun rafknúinna flutningaskipa sem losa ekki gróðurhúsaloftteg- undir,“ segir í svari fyrirtækisins Yara við fyrirspurn 200 mílna um verkefnið. Það eru norsku fyrirtækin Yara og Kongsberg sem standa að þróunar- verkefninu. Talið er að skipið muni gera allt að 40 þúsund vörubílaferðir óþarfar og mun það draga verulega úr kolefnislosun auk þess sem gert er ráð fyrir að fækkun vörubíla sé til þess fallin að auka umferðaröryggi í þéttbýli. Þá eru rafmagnsvélar skips- ins hljóðlátar og dregur því einnig úr hljóðmengun. Skipinu er ætlað að þjónusta Yara sem í dag sendir vörur sínar í 100 vörubílaferðum á dag frá verksmiðju sinni í Porsgrunn í Noregi til hafnar í Brevik og Larvik. Smíðin flókin framkvæmd Það var í maí 2017 sem fyrirtækin tvö tilkynntu að þau hygðust þróa sjálf- siglandi rafknúið flutningaskip og hlaut verkefnið styrk frá umhverf- isstyrktarsjóði norska ríkisins, ENOVA. Nam styrkurinn 133,6 milljónum norskra króna eða jafn- virði 1,8 milljarða íslenskra króna. Í september sama ár var kynnt til sög- unnar sex metra langt líkan af skip- inu. Hófust síðan prófanir í 80 metra langri innanhúss-sjólaug hjá rann- sóknarsetri SINTEF í Þrándheimi. Bundnar voru miklar vonir við verkefnið og var haft eftir Geir Håøy, forstjóra Kongsberg, eftir próf- anirnar að þær hefðu „gengið vel og hefur verið sýnt fram á að hug- myndin og tæknin virkar. Auk þess er skipið mikilvægt skref fyrir sigl- ingageirann allan.“ Var gert ráð fyrir að skipið myndi vera tilbúið til þess að hefja siglingar á fyrsta árshelm- ingi 2019. Urðu þó tafir á verkefninu og var loks samið við skipasmíðastöðina VARD í ágúst 2018. Nam verðmæti samningsins 250 milljónum norskra króna, jafnvirði 3,4 milljarða ís- lenskra króna. Samkvæmt nýrri áætl- un er gert ráð fyrir að skipið hefji siglingar á næsta ári og verði að fullu sjálfsiglandi árið 2022. „Smíði fyrsta rafknúna og sjálfsigl- andi skipsins er framsækið og flókið verkefni. Eins og í öllum nýsköp- unarverkefnum verður að gera ráð fyrir óvæntum áskorunum og hindr- unum, þetta hefur einnig verið tilfellið við smíði Yara Birkeland. Tafir verk- efnisins má fyrst og fremst rekja til þátta er tengjast tæknilegri út- færslu,“ segir í svari Yara. Þá segir einnig að töluverðan tíma hafi tekið að afla allra tilskilinna leyfa enda eru margir aðilar sem koma að vinnunni. Jafnframt hafi verið áskorun að halda framgangi þessa þáttar í takt við smíði skipsins. „Skrokkurinn, sem smíðaður er í Rúmeníu, mun verða afhentur í Nor- egi í lok næsta árs. Við munum í fram- haldinu þróa í skrefum sjálfstýringu skipsins.“ Strandsiglingar á ný? Það er óneitanlega hægt að ímynda sér ýmis tækifæri sem felast í sjálf- siglandi skipum. Má meðal annars gera ráð fyrir því að rekstrarkostn- aður vegna flutninga lækki þegar launakostnaður áhafnar hverfur. Jafnframt er ljóst að ekki verða flutn- ingar lengur háðir vinnufyrirkomulagi áhafna og skipulögðum ferðum, held- ur geta skipin einfaldlega lagt af stað þegar fullhlaðið er eða á þann stað þar sem þörf er á þeim. Eflaust gætu minni sjálfsiglandi rafknúin flutningaskip sinnt strand- siglingum hér við land í einhverjum mæli þar sem þau gætu t.d. flutt sjáv- arfang milli hafna með litlum tilkostn- aði og ekki síst með tilheyrandi sparnaði í eldsneytiskostnaði. Þá er eflaust samfélagslegur ávinningur fólginn í því að draga úr sliti á vegum landsins og minnka notkun innfluttra orkugjafa. Sjálvirknivæðingin er hafin á flestum sviðum og geta leynst tækifæri í tækni sem getur boðið útgerðum bæði lægri kostnað og betri lausnir fyrir umhverfið. Sjálfsiglandi rafskip framtíðarinnar Teikning/Yara Ljósmynd/Yara Líkan skipsins gat sannað að hugmyndin og tæknin væri eitthvað sem raunverulega væri hægt að framkvæma. Það er spurning hvort gámahleðslan verði einnig sjálfvirk í framtíðinni. Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is H rafn Sigurðsson, vélfræð- ingur og einn þriggja eigenda Aflhluta ehf., segir að nú styttist í að til Íslands komi stærsti vertíðarbátur sem smíðaður hefur verið úr trefjaplasti fyrir íslenska útgerð. Um er að ræða Bárð SH-81 sem er í eigu útgerðarmannsins Péturs Péturssonar á Arnarstapa. Aflhlutir eiga milligöngu um smíði og sölu bátsins og selur að auki mestallan búnað í hann, en fyrir- tækið tók við umboði fyrir dönsku skipasmíðastöðina Bredgaard Boats árið 2016. Hrafn segir Bredgaard Boats bjóða upp á valkosti sem ekki hafi sést á Íslandi áður. Mikil endurnýjun hefur átt sér stað á undanförnum árum í tog- araflota og uppsjávarskipum Íslend- inga og telur Hrafn að nú sé „komið að þessum hefðbundnu vertíð- arbátum sem hafa setið eftir. Við sjáum að þessir bátar eru flestir komnir til ára sinna og þarfnast endurnýjunar. Viðhaldskostnaður og óhagkvæmni í rekstri eru tölu- verð miðað við þann búnað sem í boði er í dag.“ Þá sé til að mynda eldsneytisnotkun aðalvélar Bárðar með því minnsta sem gerist í þess- um vélaflokki. Jafnframt uppfyllir hún þær ströngu mengunarkröfur sem gerðar eru í dag, að sögn Hrafns. Tölvustýrð voð með snertiskjá Helgi Axel Svavarsson, vélfræð- ingur og rafiðnfræðingur sem einn- ig er einn eigenda Aflhluta, telur að Bárður verði „einn fullkomnasti bátur af þessari stærð þegar hann kemur til landsins. Við erum með puttana í mörgu í tæknibúnaðinum í þessum bát og erum líka að sinna eftirliti með smíðinni.“ Hann vekur sérstaka athygli á hliðarskrúfum bátsins sem hann segir hafa reynst gríðarlega vel fyrir smærri gerð af bátum. Hrafn fullyrðir að í nýjum Bárði sé stjórnbúnaðurinn fyrir snuðvoð- ina með því fullkomnasta sem þekk- ist auk þess sem öll stjórnun á voð- inni sé tölvustýrð með snertiskjá. „Þessi búnaður kemur frá AS-Scan í Danmörku. Allt vökvakerfið í bátinn er einnig lagt af sérfræðingum AS- Scan. Vökvadælur og lokar koma frá Landvélum. Það er víða komið við í þessu og þetta verður gríð- arlega öflugur bátur í alla staði og vandaður.“ Nýr kafli í sögu trefjabáta „Þegar menn átta sig á öllum kost- um þessa báts og gæðum búnaðar- ins, erum við bjartsýnir á að þeir flykkist um borð í hann til að skoða,“ segir Björn Jóhann Björns- son, þriðji eigandi Aflhluta. Hann telur fleiri eiga eftir að leita að bát- um sem eru búnir sambærilegum nýjungum ef þeir kynnast þeim. „Ég er viss um að með þessum nýja Bárði hefjist nýr kafli í smíði plast- báta fyrir íslenskar útgerðir. Vinn- an er einstaklega vönduð og verðið mjög gott og höfum við mikla trú á því að fleiri fylgi í kjölfarið. Nú er verið að sjósetja nýjan bát hjá Bredgaard Boats fyrir græn- lenskan viðskiptavin. Sá bátur er mjög glæsilegur á allan hátt. Þessi bátur er 15 metra langur og 6,7 metra breiður. Þarna sjáum við mikla möguleika á bátum fyrir línu- bátana í krókaaflamarkinu,“ segir Björn sem bendir á að Aflhlutir eru með annan bát í smíðum fyrir Grænlendinga. „Einn fullkomnasti bátur af þessari stærð“ Eigendur Aflhluta hafa haft milligöngu og umsjón með smíði nýs Bárðar SH. Þeir telja nýjungar bátsins draga bæði úr viðhaldskostn- aði og óhagkvæmni smærri og eldri báta. Bárður verður stærsti vertíðarbátur úr trefjaplasti smíðaður fyrir íslenskan aðila.  Aðalvél frá MAN með 900 hestöfl.  TWIN DISC MGX niður- færslugír.  Skrúfubúnaðurinn kemur frá Teignbridge.  Tvær ljósavélar frá Zenoro í Hollandi  Hliðarskrúfurnar bæði að framan og aftan frá ABT Track í Bandaríkjunum.  Krani frá GUERRA á Spáni. Bárður SH vel búinn Björn og Hrafn eru sannfærðir um að Bárður muni vekja athygli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.