Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - jan. 2019, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - jan. 2019, Blaðsíða 9
GRUNNMENNTASKÓLINN - Ný tækifæri Ert þú með stutta skólagöngu að baki eða viltu byrja aftur í skóla? Þá er Grunnmenntaskólinn tilvalin leið fyrir þá sem vilja koma sér aftur af stað í námi eftir hlé. Grunnmenn- taskólinn er 300 kennslustunda nám kennt á tveimur önnum og ætlað fólki sem er 20 ára og eldra. Lögð er áhersla á fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám. Markmið námsins: • Að byggja upp grunn í íslensku, ensku, stærðfræði og tölvum • Að auka sjálfstraust til náms • Að þjálfa sjálfstæð vinnubrögð • Að þjálfa samvinnu í verkefnagerð • Að styrkja stöðu á vinnumarkaði. Námsgreinar eru: Íslenska, enska, stærðfræði, upplýsingatækni, sjálfsstyrking, námstækni, framsögn og færnimappa.Kennsla hefst 12. september náist næg þátttaka. Verð kr. 68.000 skipt á tvær annir. Munið að stéttarfélög niðurgreiða námskeið. Nánari upplýsingar veita Valgerður og Sólrún í Visku. 488 0115 eða 488 0116 og viska@eyjar.is / solrunb@eyjar.is Verð: 68.000 ÖRNEFNI Í EYJUM Lýsing: „Landslag yrði lítils virði ef það héti ekki neitt“ Örnefni í Vestmannaeyjum. Viska býður upp á námskeið þar sem farið verður yfir örnefni í Vestmannaeyjum, staðsetnin- gu þeirra og söguna á bak við þau. Tími: Í mars, þriðjudaga og fimmtudaga. Þátttakendur mæta í fjögur skipti, tvær kluk- kustundir í senn. Verð: Þátttakendum að kostnaðarlausu en skráningar er krafist. Leiðbeinandi: Ólafur Týr Guðjónsson, framhaldsskólakennari GEÐHEILBRIGÐI OG NÆRING Lýsing: Elísa og Margrét Lára eru systur sem hafa lagt met- nað sinn í að mennta sig samhliða knattspyrnuferlinum, sem og að stofna fjölskyldur. Báðar hafa þær orðið fyrir hindru- num á ferlinum sem hefur leitt til mikils áhuga bæði á nærin- gu og geðheilbrigði. Elísa kláraði BS gráðu í næringarfræði og MS gráðu í matvælafræðum og stundar nú nám við MS í næringarfræði með sérstaka áherslu á íþróttir. Margrét Lára kláraði íþróttafræði og útskrifaðist árið 2018 sem klíniskur sálfræðingur. Þær ætla að sameina krafta sína í fyrirlestri sem tekur á geðheilbrigði og næringu og hvernig megi tengja þessa þætti saman til að hámarka árangur í íþróttum, í vin- nunni eða almennt að fá það besta út úr sjálfum sér. Tími: Í febrúar Verð: Þátttakendum að kostnaðarlausu en skráningar er krafist Leiðbeinandi: Elísa Viðarsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir Eyjapæjur HÖNNUNAR- OG HANDVERKSSMIÐJA Á námskeiðinu verður leitast við að leiðbeina þátttakendum í listsköpun sinni með því að endurnýta og vinna úr því sem til er nú þegar. Leiðbeinendur munu vinna með einn hlut sem viðkomandi kemur með að heiman. Farið verður í ferlisvinnu sem innifelur hugmyndavinnu, skissuvinnu og dagbókavin- nu, prufugerð, lokaútkomu og loks uppsetningu að sýningu. Aðalefniviðurinn verður textill í öllum sínum mætti og unnið með efnivið úr ýmsum áttum m.a. úr Vestmannaeyjum. Í lokin verður yfirferð þar sem hönnuðurinn fer yfir hugmy- ndina og ferlið og lokaútkomuna. Gaman verðu einnig ef að lokaútkoman og prufurnar yrðu settar upp á sýningu en það er undir þátttakendum komið. Leiðbeinendurnir Guðný Sigurmundsdóttir og Sigríður Unnur Lúðvíksdóttir eru báðar útskrifaðir textílhönnuðir frá Myndlistaskóla Reykjavíkur og hafa alla tíð haft mikinn áhuga á umhverfinu og náttúrunni og haft það að leiðarljósi í listsköpun sinni að breyta gömlu í nýtt. Ekki er tryggt að námsmaður geti nýtt allar einingarnar til styttingar á námi í framhaldsskóla. Nýting námseininga og jafngilding náms fer eftir því hvaða nám námsmaðurinn fyrirhugar að stunda í framhaldsskóla sem metur og jafn- gildir þetta nám. Námið er samtals 120 kennslustundir og kostar 33.000 kr. Stéttarfélög styrkja námið. WWW.VISKAVE.IS VISKA@VISKAVE.IS SÍMI: 488-0103 NÁMSKEIÐ VORÖNN 2019 mun. Selfoss var næsti andstæðingur þann 28. febrúar og eftir hörkuleik vann Selfoss eins marks sigur. Þá tók við annar stórkostlegur kafli en liðið var taplaust næstu tvo mánuðina eða þangað til að liðið tapaði fyrir Turda í seinni leik liðana í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu þann 29. apríl með fjögurra marka mun. Fyrstu titlarnir í hús Í þessari seinni sigurhrinu strákanna vinna þeir tvo titla. Úrslitahelgi Coca- cola bikarins fór fram aðra helgina í mars. Í undanúrslitum mættu strákarnir Haukum í ótrúlegum leik. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Haukar stóðu betur af vígi þegar flautað var til hálfleiks eftir mikla dramatík þar sem Dagur Arnarsson fékk að líta rauða spjaldið undir lok hálfleiksins. Hauk- arnir byrjuðu betur í síðari hálfleik og náðu fljótlega fjögura marka forskoti. Þá tók Eyja-geðveikin við og síðustu tuttugu mínúturnar voru eign Eyja- manna og uppskáru tveggja marka sigur, 27-25. Í úrslitaleiknum var mótherjinn Fram. Fyrstu tuttugu mínútur leiksins var mikið jafnræði með liðinum en þá settu leikmenn ÍBV í annan gír og náðu fjögurra marka forskoti fyrir hlé. Síðari hálfleikur náði aldrei að verða spenn- andi og sigldu Eyjamenn þessu örugg- lega heim, lokatölur 35-27. Við tók skemmtisigling frá Landeyjum til Eyja þar sem tekið var á móti nýkrýndum meisturum með flugeldasýningu og hyllingu. Næsti bikar er líklega sá erfiðasti að vinna, sjálfur deildarmeistaratitilinn en til að hampa honum þarftu að sýna stöðuleika yfir allt tímabilið. Spennan var óbærileg fyrir lokaumferðina en þrjú lið gátu lyft bikarnum góða, ÍBV, FH og Selfoss en öll voru með jafnmörg stig en ÍBV hafði betur í svokölluðu þriggja liða móti sem notast þurfti við ef öll liðin væru jöfn að lokum. ÍBV mætti Fram í ótrúlega spennandi leik. Jafnræði var með liðunum til að byrja með og ÍBV náði tveggja marka forskoti um miðjan fyrri hálfleik. Þá tók við góður kafli hjá Fram og voru þeir tveimur mörkum yfir í hálfleik, 19-17. Framarar leiddu framan af í síðari hálfleik með þremur til fjórum mörkum og gekk ÍBV illa að jafna metin. ÍBV fór að saxa á forskotið þegar um 15 mínútu voru eftir af leiknum, strákarnir voru búnir að minnka muninn í tvö mörk þegar rafmangið fór af húsinu í miðju hraðaupphlaupi. Tíu mínútna töf varð á leiknum en það angraði leikmenn ÍBV ekki neitt og skoruðu þeir næstu þrjú mörk og komust yfir. Lokamínúturnar voru æsispennandi, en sökum raf- magnsleysis fylgdust Selfyssingar með öndina í hálsinum líkt og allir aðrir hvort að ÍBV eða Selfoss myndu lyfta deildarmeistarartitlinum. Þegar tuttugu sekúndur voru eftir var staðan 33-33 og ÍBV gat tryggt sér deildarmeistara- titilinn með marki, sem þeir gerðu, sex sekúndum fyrir leikslok og tryggðu sér þar með titilinn. Evrópuævintýri Það var skammt stórra högga á milli hjá strákunum en daginn eftir að deildarmeistaratitillinn var tryggður flugu þeir út til Rússlands þar sem þeir mættu Skif Krasnodar í 8-liða úrslitum Áskorendakeppni Evrópu. Strákarnir snéru aftur heim til Íslands með tveggja marka forskot í einvíginu og mættu liðinu svo sex dögum síðar í Eyjum þar sem þeir völtuðu yfir Rússanna, 41-28. Rúmenska liðið Turda voru næstu andstæðingar ÍBV. Strákarnir byrjuðu á góðum sigri á heimavelli, 31-28 en í Rúmeníu töpuðu þeir með fjórum mörkum, 28-24 og voru strákarnir okkar grátlega nærri því að komast í úrslitaleikinn. Samhliða því að vera á fullu í Evrópukeppninni var úrslitakeppninn hér heima hafin. Íslandsmeistarar í annað sinn ÍR voru andstæðingar ÍBV í 8-liða úr- slitum þar sem ÍBV vann báða leikina með fjögurra marka mun og leiðin greið í undanúrslitin þar sem Haukar voru næsti andstæðingur. ÍBV liðið átti ekki í neinum vandræðum með Hauka en þeir unnu alla þrjá leikina og voru þar með komnir í úrslitaeinvígið um íslandsmeistaratitilinn við FH. Strákarnir unnu fyrsta leikinn með sex mörkum. Annar leikurinn fór fram í Kaplakrika þar sem FH hafði betur, 28-25 og fyrsta tapið í úrslitakeppninni staðreynd sem og fyrsta tapið síðan 28. febrúar gegn íslensku liði, magnaður árangur. Lið ÍBV komu virkilega ein- beittir eftir tapið og unnu sannfærandi sigur, 29-22 í þriðja leik liðanna. Allt var svo undir í fjórða leiknum þar sem ÍBV gat tryggt sér íslandsmeistaratitil- inn og þar með verið handhafi allra þriggja stóru titlanna. ÍBV hafði for- ystu allan tímann fyrir utan fyrsta mark leiksins sem var FH-inga. Strákarnir unnu að lokum átta marka sigur, 20-28 og titillinn Eyjamanna. Þar með var tímabilið kórónað og fengu strákarnir að sjálfsögðu glæstar móttökur þegar komið var með bikarinn heim. Einstakur stuðningur Suðningsmenn ÍBV í handbolta eru einstakir og eitthvað sem flest önnur lið á landinu öfunda liðið af. Haft var eftir Arnari Péturssyni í viðtali við Eyja- fréttir í haust að stuðningsmennirnir skipta öllu máli og að hann hefði verið einstakur á þessu tímabili, enda heilt samfélag á bakvið liðið, það var lítið annað talað um en handbolta á þessum mánuðum og samfélagið var samheldið og jákvætt líkt og oft áður. Liðið á svo sína bakhjarla sem þeir kæmust ekki af án þeirra. Sterkur kjarni af fólki sem tekur þátt í öllu sem er að gerast, hvort sem það er í kringum leikina, fjáraflanir eða hvaðeina annað sem er í gangi. Þetta fólk er sýnilegt, jákvætt og skemmtilegt og skiptir liðið gríðarlega miklu máli. meistarar meistaranna Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV og Sig- urður Bragason, aðstoðarþjálfari létu af störfum eftir tímabilið og Erlingur Richardsson og Kristinn Guðmunds- son tóku við. Leikmannabreytingar voru töluverðar, Aron Rafn Eðvars- son, Andri Heimir Friðriksson, Agnar Smári Jónsson, Stephen Nielsen, Ágúst Emil Grétarsson og Róbert Aron Hos- tert réru allir á ný mið en í þeirra stað komu þeir; Kolbeinn Aron Arnarsson, Björn Viðar Björnsson, Kristján Örn Kristjánsson, Hákon Daði Styrmisson og Fannar Þór Friðgeirsson. Liðið byrjaði á því að leika við Fram um titilinn meistarar meistaranna og sigruðu strákarnir, 30-26 og eru því handhafar allra bikara sem í boði eru á vegum HSÍ.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.