Fréttir - Eyjafréttir - jan. 2019, Blaðsíða 18
18 | Eyjafréttir | Janúar 2019
Örvar Omrí Ólafsson, löggiltur
endurskoðandi, var nýverið
ráðinn til endurskoðunar- og
ráðgjafafyrirtækisins PwC í
kjölfar ákvörðunar fyrirtækis-
ins að opna starfsstöð í Vest-
mannaeyjum. Örvar er fæddur
árið 1979 og hlaut réttindi
til endurskoðunarstarfa árið
2016. Örvar hefur starfað við
endurskoðun frá árinu 2014
en þar áður starfaði hann sem
fjármálastjóri hjá ferðaþjón-
ustufyrirtækinu Kynnisferðum.
Örvar er búsettur í Vest-
mannaeyjum en þangað flutti
hann árið 2015 með konu
sinni Kolbrúnu Kjartansdóttur
ásamt þremur börnum þeirra.
Kolbrún starfar sem leikskóla-
kennari á leikskólanum Kirkju-
gerði, er fædd og uppalin í
Vestmannaeyjum og er dóttir
Kjartans Bergsteinssonar,
Kjartans á Múla. Eftir að hafa
búið á höfuðborgarsvæðinu
í nokkur ár toguðu eyjarnar
sterkt í Kolbrúnu og varð það
úr að fjölskyldan ákvað að
flytja til Vestmannaeyja. Utan
dagvinnu þykir Örvar liðtækur
gítarleikari og hefur gaman af
tónlist almennt.
PwC er rótgróið fyrirtæki á sviði
endurskoðunar og ráðgjafar sem
varð til árið 1998 við samruna
fyrirtækjanna Price Waterhouse
og Coopers & Lybrand. Í dag er
PwC eitt stærsta sérfræðinga- og
ráðgjafafyrirtæki (e. professional
services) í heiminum með yfir 250
þúsund starfsmenn og er í hópi
hinna svonefndra stóru fjóru (e.
Big 4) í sínum geira. PwC á Íslandi
er íslenskt fyrirtæki sem er hluti af
alþjóðlegu neti sjálfstæðra fyrir-
tækja sem aðstoðar viðskiptavini
sína við að auka verðmæti, stjórna
áhættu og bæta árangur sinn. Í dag
hefur fyrirtækið sjö starfsstöðvar
víðsvegar um land.
Hvað varð til þess að félagið
ákvað að opna starfsstöð í
Vestmannaeyjum?
Stefna PwC er að bjóða þjónustu
í auknum mæli á landsbyggðinni
og til þeirra atvinnugreina sem þar
er að finna þar sem nálægð við
viðskiptavini skiptir máli. Þess
má til gamans geta að félagið var
með skrifstofu hér í Vestmanna-
eyjum frá árinu 1970, en þeirri
skrifstofu veitti Sigurður Jónsson
forstöðu fyrst um sinn. Sigurður
féll frá árið 1971 og tók þá Emil
Theodór Guðjónsson, einn eigenda
félagsins, við daglegri umsjón og
veitti starfsstöðinni forstöðu. Í
gosinu 1973 fluttist skrifstofan
til Reykjavíkur og var viðskipta-
vinum þjónað þaðan enda margir
þeirra með starfsemi utan Vest-
mannaeyja. Á vormánuðum 1974
fluttist reksturinn síðan aftur til
Eyja og heimamenn voru ráðnir
til bókhaldsstarfa á skrifstofunni.
Ágúst Karlsson, sem lengi hafði
verið starfsmaður félagsins í
Eyjum, keypti reksturinn á árinu
1976 og sinnti bókhaldsþjónustu
fyrir heimamenn um árabil,“ sagði
Örvar. Í fyrra ákváðu stjórnendur
PwC svo að opna starfsstöð í Vest-
mannaeyjum að nýju og var þeirri
ákvörðun hrint í framkvæmd með
ráðningu Örvars.
Hefðbundin
endurskoðunarþjónusta
„Í lok nóvember á síðasta ári tók
félagið á leigu skrifstofurými í
Sýslumannshúsinu að Heiðarvegi
15. Skrifstofan er staðsett á annarri
hæð þar sem Tollstjóri var áður
með skrifstofur. Líkt og Eyjamenn
þekkja er fyrir í húsinu skrifstofa
Sýslumanns, skrifstofa Ríkis-
skattstjóra og Héraðdóms Suður-
lands svo að mörgu leyti fellur
sú starfsemi sem fyrir er í húsinu
vel að starfsemi PwC, en PwC
er reglulega í samskiptum við
opinbera aðila fyrir hönd sinna
viðskiptavina.
Til viðbótar við hefðbundna
endurskoðunarþjónustu veitir
félagið þjónustu á sviði innri
endurskoðunar, fyrirtækjaráðgjafar,
skatta- og lögfræðiráðgjafar ásamt
því að veita hefðbundna bókhalds-
þjónustu og launavinnslu, fram-
kvæma jafnlaunaúttektir sem og
aðra sértækari þjónustu í tengslum
við bókhald, reikningsskil og
rekstur fyrirtækja. Starfsmenn
félagsins á Íslandi eru um 100
talsins með víðtæka þekkingu og
reynslu á þeirri þjónustu sem PwC
býður fram,“ sagði Örvar.
Hlökkum til að taka þátt í
uppbyggingu samfélagsins
Sjáið þið mörg tækifæri fyrir fyrir-
tækið í Vestmannaeyjum? „Alger-
lega. Það er mat stjórnenda PwC
að fjölmörg tækifæri felist í því að
opna starfsstöð í Vestmannaeyjum.
Takist vel til standa vonir okkar til
þess að þetta verði bæði heima-
mönnum og fyrirtækjum í Eyjum
til heilla, ekki síður en PwC. Líkt
og Eyjamenn þekkja best sjálfir
er samfélagið í Vestmannaeyjum
einstakt og einkennist af dugnaði
og áræðni þeirra sem þar búa.
Við hlökkum til að taka þátt í
áframhaldandi uppbyggingu þess
samfélags,“ segir Örvar að lokum.
PWC hefur opnað starfstöð í Vestmannaeyjum:
Stefnan er að bjóða þjónustu í
auknum mæli á landsbyggðinni
” Líkt og Eyjamenn þekkja best sjálfir er samfélagið í Vestmanna-eyjum einstakt og einkennist af dugnaði og áræðni þeirra sem
þar búa. Við hlökkum til að taka
þátt í áframhaldandi uppbyggingu
þess samfélags
SARA SjöfN GREttiSdóttiR
sarasjofn@eyjafrett ir. is