Fréttir - Eyjafréttir - jan. 2019, Blaðsíða 6
6 | Eyjafréttir | Janúar 2019
Eldmóður, áhugi og dugn-
aður eru orð sem vel er hægt
að nota um Ólöfu Aðalheiði
Elíasdóttur. Hún hefur helgað
börnum og unglingum sinn
40 ára starfsferil, hvort sem
það er í gegnum þjálfun eða
kennslu og hún er hvergi nærri
hætt.
Hún var ein af stofnendum
Fimleikafélagsins Ránar og
Íþróttafélagsins Ægis, þjálfari
hjá Tý, Þór og síðar ÍBV-
íþróttafélagi. Kenndi í Barna-
skóla og Hamarsskóla,var
partur af stjórnunarteymi
Grunnskóla Vestmannaeyja
eftir sameiningu. Hún hefur
komið víða við í skólanum
verið, íþróttakennari, um-
sjónarkennari, danskennari,
vélritunarkennari, jógakennari,
deildarstjóri og endaði sem
aðstoðarskólastjóri. Dagarnir
hennar hafa iðulega verið
langir og oftar en ekki hefur
Óla Heiða, eins og hún er
alltaf kölluð, unnið meira en
það sem um var samið.
Óla Heiða er elst fjögurra systkina,
fædd og uppalin í Vestmanna-
eyjum. Hún tók hefðbundna
skólagöngu í Eyjum, lauk þar
landsprófi við Gagnfræðaskóla
Vestmannaeyja, leiðin lá síðan í
Verslunarskóla Íslands þar lauk hún
Verslunarskólaprófi. Hún var 18
ára þegar hún komst inn í Íþrótta-
kennaraskóla Íslands á Laugarvatni
og þar kynntist hún eiginmanni
sínum Björgvini Eyjólfssyni. Eftir
útskrift var aldrei neitt annað í
stöðunni hjá Ólu Heiðu en að flytja
heim til Eyja og fékk Björgvin að
vita af því plani leið og þau fóru að
stinga saman nefjum. Hjónin eiga
tvo syni, þá Elías Inga og Eyþór.
lítið af æfingum fyrir stelpur
Hjónin fluttu saman til Vest-
mannaeyja eftir nám árið 1978,
þá reyndar sem kærustupar og
aðeins rúmlega ein íþróttakennara-
staða laus. „Við fengum reyndar
bæði að kenna íþróttir, en ég fékk
meiri íþróttakennslu, hann fór því
að kenna meira bóklegt, kenndi
flottum hópi krakka stærðfræði og
kristinfræði sem þá voru kenndar.“
Þarna er Óla Heiða aðeins tvítug
en þrátt fyrir ungan aldur gaf hún
ekkert eftir, „þegar ég kom til baka
var ég með mikinn eldmóð og tók
að mér mikla vinnu. Á þessum
tíma var til dæmis mjög lítið af
æfingum fyrir stelpur, kannski
tvær, þrjár æfingar í viku. Ég fór
strax að þjálfa handbolta, æfði
og keppti reyndar líka sjálf. Við
þurftum að berjast fyrir að fá fleiri
æfingatíma fyrir stelpurnar.“ rifjar
Óla Heiða upp.
Fimleikafélagið rán
Á þessum tíma byrjaði Óla Heiða
líka að þjálfa fimleika sem þá
voru kenndir innan veggja skólans
og öllum frjálst að mæta. „Fyrst
vorum við bara sýningarhópur, ég
var með nokkrar mjög duglegar og
áhugasamar stelpur. Við sýndum
á skólaskemmtunum og á hinum
ýmsu viðburðum í bænum. Hópur-
inn stækkaði fljótt, þá fórum við af
stað með stórar vorsýningar sem
enn í dag eru á dagskrá fimleika-
félagsins. En svo fóru kröfurnar að
verða meiri og við fórum að taka
þátt í mótum, sem varð til þess
að ákveðið var að stofna félag í
kringum fimleikana. Það var mjög
mikill áhugi hjá stelpunum, við
vorum með mjög duglega foreldra
með okkur og án þeirra hefði þetta
ekki verið hægt. Ég verð svo barns-
hafandi af Eyþóri árið 1987 og þá
fer ég að draga mig út úr fimleik-
unum,“ sagði Óla Heiða.
Íþróttafélagið ægir
Þegar Ólöf Margrét Magnúsdóttir
sérkennari kom heim úr sérkenn-
aranámi frá Noregi var hún með
hugmynd sem hún viðraði við Ólu
Heiðu. „Hún hafði samband við
mig og lagði til að við byrjuðum
með sérstaka íþróttatíma fyrir nem-
endur með sérþarfir, ég tók bara vel
Ólöf Aðalheiður hlaut Fréttapýramídann
fyrir framlag sitt til samfélagsins:
Þakklát fyrir að hafa verið
partur af þessu öllu
:: Bæjarbúar geta verið mjög stoltir af skólanum okkar
SARA SjöfN GREttiSdóttiR
sarasjofn@eyjafrett ir. is