Fréttir - Eyjafréttir - jan. 2019, Blaðsíða 20
20 | Eyjafréttir | Janúar 2019
Á liðinni aðventu fékk skrifari
að vita frá góðvini sínum að hann
hefði orðið fyrir miklum vonbrigð-
um við að fletta jólablaði Eyjafrétta.
„Þar var ekkert fjallað um tjaldinn
í Gvendarhúsi eins og venjan hefur
verið í jólablöðum síðustu ára,“
sagði hann og vonbrigðin leyndu
sér ekki. Skrifari vonar svo sann-
arlega að þetta hafi ekki eyðilagt
fyrir honum jólagleðina en vill nú
bæta um betur og fjalla eilítið um
blessaðan tjaldinn með von um að
það bæti eitthvað úr vonbrigðum
aðventunnar.
Þau brugðust ekki væntingum
okkar á síðasta vori, blessuð tjald-
hjónin sem hafa verið nágrannar
okkar á hverju sumri svo langt sem
við munum. Þau voru mætt í lok
apríl ef ég man rétt, hann ennþá
haltur á öðrum fæti en greinilega
búinn að sætta sig við þá fötlun sína
og svo frúin, hnarreist og ákveðin,
ber aldurinn vel og er greinilega
ekki nein venjuleg heimavinnandi
húsmóðir sem er makanum undir-
gefin. Á þessu heimili er jafnréttið
greinilega ríkjandi eða samvinna
á flestum sviðum, ætti skrifari
kannski frekar að segja.
Venjunni samkvæmt voru þau hjón
ekker mjög tíðir gestir á blettinum
í Gvendarhúsi fyrripart sumars
enda bæði upptekin við hreiður-
gerð, varp og útungun. Höfðu ekki
mikið til okkar að sækja á vormán-
uðum, komu einstaka sinnum og
notuðu heita pottinn fuglanna, eins
og barnabörnin kalla fuglabaðið á
blettinum. En við sáum þau alltaf
álengdar austur í túni þar sem þau
settu hreiðrið sitt niður.
Reyndar eru fleiri fuglar í nágrenni
við okkur, þar er stelkurinn hvað
mest áberandi og getur verið frekar
hvimleiður, honum liggur hátt
rómur og hann hefur þann sið að
byrja að þenja róminn á morgnana
um sexleytið, þegar flest mannanna
börn kjósa að sofa áfram. Það er ill-
mögulegt þegar stelkurinn upphefur
sitt ástargagg nema hvað skrifari
þakkar þá gjarnan fyrir að hafa
tapað svo heyrn að það gagg plagar
hann ekki að ráði. Aftur á móti nær
hún Katrín ekki að festa svefn á ný
eftir að sinfóníuhljómsveit stelk-
anna í nágrenninu hefur leik sinn
upp úr klukkan sex á morgnana.
Það er nokkuð segin saga að í maí,
þegar mófuglar hafa gert sér hreiður
og orpið, þá taka heldur óvelkomnir
gestir að venja komur sínar í byggð-
ina. Vargfuglar af mávaætt, illa
haldnir af ætisleysi við sjóinn, halda
þá í efri byggðir og freista þess að
ná sér í mófuglaegg. Þeir eru engir
aufúsugestir og yfirleitt sjá bæði
stelkar og tjaldar um að hrekja þá
á brott, hvorir í sínu lagi. En nú í
maí síðastliðnum urðum við vitni
að nokkru sem ekki hafði áður sést.
Nú sameinuðust bæði stelkar og
tjaldar í sameiginlegri árás á óvin-
inn sem sá sitt óvænna og hörfaði
hið snarasta aftur vestur á hamar.
Þetta var svona eins og kosninga-
bandalag stelks og tjalds og kannski
vel við hæfi að sameina kraftana þar
sem sveitarstjórnarkosningar stóðu
yfir um svipað leyti. Kannski gæti
mannfólkið eitthvað lært af þessari
hegðan fuglanna fyrir ofan hraun.
En svo tóku tjaldarnir aðsækja sér
aukagetu á blettinn, rétt eins og þeir
höfðu gert undanfarin ár, aðallega
þó karlinn sem kom að næra sig á
brauði og öðru góðmeti og hélt sínu
striki, fór með bitann í heita pottinn
fuglanna og bleytti upp í brauðinu
ef honum þótti það of hart, nærði
sig og flaug síðan með annan bita
til kerlu sinnar sem væntanlega lá á
eggjum í hreiðrinu. Og einn góðan
veðurdag birtist nýr gestur á blett-
inum og gerði sér gott af smærri
brauðmolum. Það var máríuerla
sem kom dag eftir dag inn í hóp
af dúfum og tjaldi og enginn sem
amaðist við henni. En svo hætti hún
að sjást og spurning hvort hún hafi
orðið ketti að bráð. Alla vega voru
ókennilegar fjaðrir á blettinum einn
morguninn. Við söknuðum þessa
fallega og skemmtilega gests úr
fuglaflórunni.
Og dúfurnar höfðu fyrir löngu
gert blettinn okkar að föstum við-
komustað sínum, a.m.k. tvisvar á
dag til að leita ætis, upp undir 20
fuglar þegar mest var. Nú eru dúfur
yfirleitt afskaplega kurteisir fuglar
en þó finnast þar undantekningar
á. Þarna var í hópnum stór og mikil
dúfa sem var í því að gera félögum
sínum lífið leitt með frekju og
yfirgangi. Skrifari sagði við hana
Katrínu að þetta hlyti að vera
kvenfugl, miðað við frekjulætin.
Hún uppástóð aftur á móti að þetta
væri karlfugl, svona yfirgang gæti
veikara kynið bara ekki sýnt af sér.
Því miður varð ég að viðurkenna að
hún hefði haft rétt fyrir sér, eftir að
hafa orðið vitni að athöfn á blett-
inum þar sem stóra og freka dúfan
sýndi og sannaði að þar var karlfugl
á ferð og var sú athöfn meira í ætt
við nauðgun en ástríki. Skrifara var
heldur óljúft að viðurkenna þetta en
neyddist til eins og hann hefur svo
oft þurft að gera gegnum tíðina.
En þann 9. júní var haldin veisla
á blettinum þar sem tjaldhjónin
mættu bæði án þess þó
að hafa f e n g i ð
s é r s t ak t
boðskor t .
Þá fengu þau
afganginn
af kvöldmatnum sem var kálréttur
með bæði blómkáli og brokkólí
og eftir að hafa etið sig mett af því
veganfæði, löðrandi í rjóma og osti,
flugu þau bæði á brott, hvort með
sinn bitann handa ungum sínum.
Og svo nokkrum dögum síðar var
önnur veisla og ekki síðri. Þá eld-
aði skrifari mikinn uppáhaldsmat,
hvítvínssoðinn krækling og eftir að
ábúendur í Gvendarhúsi höfðu etið
sig metta af því dýrindisfæði, urðu
þau sammála um að færa tjaldhjón-
unum afganginn. Nú er ekki eins og
sjávarfang sé tjaldinum framandi,
hann heitir á ensku „oystercatcher“
eða ostruveiðari og lýsir það nafn
væntanlega hver hans uppáhalds-
fæða er, nefnilega skelfiskur. Og
hafi kálveislan nokkrum dögum
áður vakið fögnuð þeirra hjóna, þá
tók út yfir allan þjófabálk þegar
kræklingurinn var á blett borinn
fyrir þau. Oft höfum við séð þau
ágætu hjón taka vel til matar síns
en aldrei sem þarna. Nú var haldin
jólaveisla í júnímánuði.
Svo tóku við hefðbundnir atburðir.
Þau hjón komu með stálpaðan unga
á blettinn og kenndu honum að
krafsa eftir ormum og öðrum smá-
skepnum ofan í moldinni, milli þess
sem þau vísuðu honum á brauðmola
og annað góðgæti sem varpað var út
á blettinn reglulega. Þess á milli var
unginn þjálfaður í fluglistinni og
var orðinn fullnuma í þeirri list vel
fyrir þjóðhátíð. Þá, eins og svo oft
áður, kvöddu þau og fóru, líkast til
niður í fjöru til að venja afkvæmið
við sjávarfang og sáust ekki aftur í
Gvendarhúsi. Aftur á móti á skrifari
von á því, ef guð lofar, að þessir
ágætu nábúar okkar muni gera vart
við sig þegar vorar á ný. Á meðan
vonum við bara að þau eigi góða
vetrardvöl sunnar í álfunni.
Tjaldurinn í Gvendarhúsi:
Fullkomnað með
kræklingaveislu í júní
Sigurgeir jónsson
Aðsend grein:
Myndskreyting:
Saga Björgvinsdóttir, 7 ára.