Morgunblaðið - 19.11.2019, Síða 10

Morgunblaðið - 19.11.2019, Síða 10
10 | MORGUNBLAÐIÐ Arctic Trucks Ísland ehf. Kletthálsi 3 110 Reykjavík Sími 540 4900 Netfang info@arctictrucks.is Vefur www.arctictrucks.is JEPPADEKK.IS Vönduð amerísk jeppadekk sem henta frábærlega fyrir íslenskar aðstæður. Stærðir 29”-44”. 38” radíaldekk sem hefur margsannað sig á hálendi Íslands. 44” radíal. Hannað í samstarfi Arctic Trucks og Nokian. 35” radíal. Frábært neglt vetrardekk! kr. 39.900,- kr. 39.900,- kr. 49.900,- kr. 49.900,- kr. 49.900,- FELGUR Gott úrval Margar stærðir DEKKJAÞJÓNUSTA TÍMAPANTANIR Í SÍMA 540 4900 Það virðist óhjákvæmilegur fylgi- fiskur þess að eiga bíl að þurfa, endr- um og sinnum, að lagfæra dældir. Jó- hannes Norðfjörð er sérfræðingur í svokölluðum „fínréttingum“ hjá Gæðasprautun og segir hann lag- henta geta lagað sumar dældir á eigin spýtur en aðrar dældir kalli á um- fangsmeiri viðgerðir með sérhæfðum tækjum. „Það fer allt eftir skemmdinni hvað dugar, og ekkert sem mælir á móti því að reyna t.d. að laga dæld með sogskál, eða með því að ýta dældinni varlega út innan frá. En oft getur dældin hafa valdið því að komin er teygja í stálið, svo að þegar búið er að rétta skemmdina skýst hún aftur inn við minnsta álag,“ segir Jóhannes og bætir við að alls kyns tilraunir með t.d. hárblásurum og sogskálum geti seint skaðað skelina á bílnum eða lakkið. „Það er hins vegar auðvelt að valda meira tjóni ef reynt er að ýta dældum út með einhverju oddhvössu og getur áhaldið þá skilið eftir sig skemmd.“ Oftast þarf ekki að eiga við lakkið Hjá Gæðasprautun eru notaðar sérstakar aðferðir til að laga dældir hratt og vel. Aðferðin sem fyrirtækið notar hefur fengið nafnið „fínrétting“ og segir Jóhannes að þessi lausn henti vel fyrir mýkri dældir. „Ef t.d. innkaupakerra rekst utan í bílinn þrykkir hún dæld inn í efnið og er það skemmd sem við getum ekki lagað nema með hefðbundnum leiðum. Sama gildir með dældir þar sem komið hefur brot í lakkið og það er jafnvel farið að flagna af; við getum ekki lagað þess háttar skemmdir án þess að mála. Í flestum öðrum til- vikum henta fínréttingar vel og getur viðskiptavinurinn oftast nær sótt bíl- inn til okkar eftir hálfan dag.“ Það sem aðskilur fínréttingar frá hefðbundnum bílaréttingum er að notuð eru sérhæfð tæki sem rétta dældir á augabragði. Starfsmenn Gæðasprautunar þurfa yfirleitt að komast að dældinni aftan frá, og stundum verður að koma fyrir styrk- ingu á bak við dældina þegar hún hef- ur verið rétt. „Ef t.d. þakið á bílnum hefur dældast verðum við að fella toppinn niður til að komast að með tækjum okkar og þrýsta þakinu aftur upp, auk þess að endurfesta styrking- arslár og kítta á sinn stað svo að þak- ið verði stíft og slétt og sé ekki á hreyfingu eftir viðgerðina,“ útskýrir Jóhannes. „Í öðrum tilvikum kom- umst við að dældum t.d. niður með rúðunni, eða í gegnum læsingargötin, og með þar til gerðum ljóslömpum sjáum við af mikilli nákvæmni hvort réttingin hefur tekist fullkomlega.“ Jóhannes bendir á að fínréttingar spari bæði vinnu og efni. „Gamla leiðin var sú að hita skelina með gasloga og svo þrykkja eða hamra burtu dældir. Þurfti þá að sparsla, grunna og mála aftur þann hluta bílsins sem verið var að lagfæra, sem þýddi að viðgerðin tók miklu lengri tíma,“ segir hann og upplýsir að fínréttingar geti kostað frá 15.000 til u.þ.b. 170.000 kr. án vsk., eft- ir því hve stór skemmdin er. „Með betri tækjum og bættum aðferðum er hægt að stytta viðgerðartímann til muna, draga úr kostnaði og komast hjá því að sprauta hluta bílsins upp á nýtt. Munar ekki síst um að sleppa við sprautunina ef fólk ekur um á bíl með fallegu þriggja laga lakki sem vanda- samt er að lagfæra.“ ai@mbl.is Ekki sama hvernig farið er með dældirnar Morgunblaðið/Eggert Jóhannes segir að með nýjum aðferðum sé hægt að laga dældir samdægurs, án þess að eiga við lakkið. Ef fólk reynir sjálft að laga dældir á bílnum þarf að gæta þess að gera ekki óvart illt verra. Auk þess að reka fínréttingaverk- stæði starfrækir Gæðasprautun hefðbundna réttinga- og bíla- sprautunarþjónustu. Þar er m.a. hægt að láta bletta í sár eftir steinkast, og segir Jóhannes að fólk þurfi að hafa nánar gætur á þessum agnarsmáu skemmdum. „Stundum þarf að skoða lakkið mjög vandlega til að sjá þessar skemmdir, sem eru jafnvel bara á stærð við nálarauga. Á það við um þessi smáu göt, og allar skemmdir þar sem sprunga myndast í lakk- inu, að það þarf að bletta í sárið fyrr en seinna. Annars finnur vatn og salt sér leið þar í gegn og byrjar þá skelin á bílnum að ryðga. Þegar ryð er tekið að myndast verða allar viðgerðir mun flóknari.“ Litlu blettina sem grjótkastið veldur ætti fólk ekki að reyna að laga sjálft. „Það sem margir gera, til að redda sér sjálfir, er að ná í sandpappír og slípa upp staðinn þar sem steinninn gataði lakkið, en sitja þá uppi með miklu stærra sár en ef skemmdin væri löguð af fagmanni með réttu tækjunum.“ Ekki hundsa litlu sprungurnar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.