Morgunblaðið - 09.11.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.11.2019, Blaðsíða 12
Hvað kom á óvart við flutningana út á sínum tíma? „Nú þegar ég flutti í annað skipti var fátt sem kom mér á óvart fyrir utan hvað það er mikill munur á Gold Coast þar sem ég var síðast og Sydney. Eiginlega bara eins og tvö mismunandi lönd. Það eru margir sem tala um Ástralíu sem eitt land en það er langt frá því!“ Hvers saknarðu helst frá Íslandi? „Ég skildi eftir systur, mömmu, pabba og tvær kisur og ég sakna þeirra mest. Auðvitað vinanna líka. Fyrir utan fólk og dýr, þá held ég að klassíski heimilis- maturinn sé það sem ég sakna mest.“ Hvað mælir þú með fyrir ungar konur að gera í borginni þinni? „Þessi borg er að mestu leyti hættulaus fyrir ungar konur. Allt ungt fólk sem ætl- ar sér að heimsækja Sydney ætti bara að njóta þess að vera til, fara á ströndina, á veitingahús og bari og spóka sig um.“ Fjölskyldur ættu að prófa brimbretti Hvað er gaman fyrir fjölskyldufólk að gera í borginni? „Ég myndi segja að Sydney væri mjög fjölskylduvæn borg. Það er fullt að gera. Luna Park er sögufrægt tívolí við norður- enda Harbour Bridge og það eru líka dýragarðar (e. Animal sanctuary) þar sem er hægt að halda á kóalabjörnum og hitta kengúrur! Svo er líka Raging Waters- vatnsrennibrautagarðurinn og fleira skemmtilegt. Svo mæli ég auðvitað með því að fara á ströndina og prófa brim- bretti.“ Hvað ættu allir að kaupa í heimsókn til borgarinnar? „Ástralir eru frægir fyrir Uggs-skóna sína sem voru einu sinni aðaltískan heima en þeir eru notaðir sem inniskór hérna! Svo er hellingur af fallegu handverki, ég mæli með didgeridoo-hljóðfærinu og boo- merangs. Ég kaupi mér alltaf segul í hvert sinn sem ég fer á nýjan stað!“ Hvað ættu ferðamenn að varast? „Sydney er mjög örugg borg en eins og alls staðar í heim- inum er alltaf best að hafa varann á!“ Hvað er eftirsóknarvert við staðinn sem þú býrð á? „Þetta er erfið spurning og gaman að velta fyrir sér hvað er ekki eftirsóknarvert við borgina. Hér er dásamlegt veður, yndislegt fólk og falleg náttúra. Ég hvet alla sem hafa tæki- færi til að kíkja til Ástralíu að gera það.“ Er náttúran áhugaverð? „Það eru þjóðgarðar allt í kringum Sydney þar sem hægt er að fara í fjallgöngur. Strendurnar hérna eru geggjaðar og hægt að fara á brimbretti, kafa og snorkla út um allt. Maður þarf auðvitað að passa sig aðeins meira á dýrunum hérna en heima! Fyrir utan ströndina mína í Coogee er lítil eyja sem heitir Wedding Cake Island en þar eru sleggjuháfar með bæli og gjóta ungum sínum.“ V algerður Anna er í meistaranámi í viðskiptafræði við Háskólann í New South Wales. Hún hafði áður dvalið í Ástralíu, en var búin að vera heima á Ís- landi í þrjú ár þegar hún ákvað að fara út aftur. „Mig langaði í ný ævintýri á öðrum stað í Ástr- alíu. Ég bjó í Ástralíu fyrir nokkrum árum og langaði aftur í pálmatrén og hitann. Ég bý í suðausturhluta Sydney, við strönd sem heitir Coogee Beach. Algjörlega geggjaður staður. Eins og lítill strandbær inni í miðri stórborg!“ Hvað ertu að fást við þessa dagana? „Að búa í Ástralíu er ekki bara að hanga á ströndinni og að fá sér kokkteil. Það er brjálað að gera í mastersnáminu en ótrúlega skemmtilegt! Ég passa samt að njóta eins mikið og ég get inni á milli. Fara á strönd- ina, út á lífið og í fjallgöngur!“ Hvernig er heimilislífið? „Ég datt í lukkupottinn á því sviði – þar sem ég bý með þremur yndislegum stelpum. Ein þeirra er frá Noregi og önnur frá Sví- þjóð. Við búum í lítilli íbúð og erum góðar saman. Þrjár af okkur eru í námi við UNSW og ein er að vinna.“ Hvað er skemmtilegast að gera í borginni þinni? „Þú getur gert bókstaflega allt í Sydney. Það er orka í þessari borg sem er óviðjafnanleg! Hér er allt milli himins og jarðar. Geggjaðir veitingastaðar, barir, útsýnispallar, strendur og almenningsgarðar. Það fer allt eftir hvernig stuði þú ert í þann dag- inn!“ Frábærir veitingastaðir út um allt Áttu þér uppáhaldsveitingahús? „Við vinkonurnar erum afar hrifnar af Sushi Train sem er ódýr sushi-staður með belti sem gengur í gegnum allan staðinn. Svo er staður sem heitir The Grounds sem er alltaf að skipta um þema. Við kíktum þangað um daginn og þá var þemað nammi- land og núna er þemað „Malificent“ út af bíómyndinni sem var að koma út. En það eru frábærir veitingastaðir út um allt!“ Áttu þér uppáhaldsverslun? „Nei, reyndar ekki! Það eru litlar sérvöruverslanir út um allt og oft markaðir í mismunandi hverfum sem er ótrúlega skemmtilegt að kíkja á. Svo er Westfield-mollið og Queen Victoria Building í miðbænum með öllum lúxusversl- ununum.“ Myndi eyða draumadeginum í snorkl Hvernig myndir þú eyða draumadeginum í borginni? „Ég er algjör heimalningur þannig að fara á ströndina í Coogee eða að snorkla í Gordons Bay sem er við hliðina á Coogee er algjör draumadagur. Það er líka geggjað fara í „picnic“ í Hyde Park, kíkja í Royal Botanical Gardens eða fá sér drykk á Opera Bar í Circular Quay hjá óperuhúsinu og Harbour Bridge. Ef maður er í stuði fyrir göngu er snilld að ganga meðfram öllum ströndunum frá Coogee til Bondi Beach eða frá Spit Bridge til Manly. Það er endalaust að gera og mjög erfitt að láta sér leiðast!“ Hvað einkennir matargerðina á þínu svæði? „Ástralir elska Vegemite sem er söltuð smyrja ofan á brauð, hakkfylltar bökur (e meat pies), Tim Tams-súkkulaði kex, hamborgara með rauðbeðum og svo elska Ástralir að grilla, sem við vinkonurnar tökum fullan þátt í með vikuleg- um grillveislum. Ég get ekki sagt að ég sé mikill aðdáandi ástralskrar matargerðar en maður verður að smakka!“ Valgerður Anna Einarsdóttir er búsett í Sydney í Ástralíu og segir borgina dásam- lega. Hún mælir með ströndinni, fallegum verslunum og grænum svæðum þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Valgerður á fallegum degi í Ástralíu. Dreymir þig um flug- drekahlaup á strönd- inni? Þá gæti Sydney verið eitthvað fyrir þig. „Þú getur gert bókstaflega allt í Sydney“ Valgerður Anna Einarsdóttir er mikið fyrir ströndina og mæli með Sydney fyrir alla sem kunna að meta gott veður og að fara á brim- bretti svo dæmi séu tekin. Fyrir þá sem vilja vera í náttúrunni nálægt strönd í góðu veðri er Ástralía málið að mati Valgerðar. Það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi í Sydney að mati Valgerðar. Ljósmyndir/Aðsend Blómamarkaður í Sydney er ævintýri líkastur. Valgerður Anna gefur sér tíma til að njóta lífsins, þótt hún sé í ströngu námi um þessar mundir. 12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2019

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.