Umhverfið - 24.05.1979, Blaðsíða 1

Umhverfið - 24.05.1979, Blaðsíða 1
UMHVERFIÐ Útgefandi Kiwanisklúbburinn Búrfell, Selfossi Ábyrgðarm. Hjörtur Þórarinsson, Þóristúni 13, sími 1122 Setning og prentun: Prentsmiðja Suðurlands hf. 1. tölublað Fimmtudagur 24. maí 1979 1. árg. Hreinsunarherferð Síðastliðin fþrjú ár hefur Land- vernd hvatt til hreinsunarherferða um allt land. Nú þegar vorið er komið vill Landvernd enn einu sinni hvetja aðildarfélög sín, svo og önnur félög til þátttöku í hreinsunarvikunni 1979. Markmiðið er, að aðildarfélög Landverndar á hverjum stað vinni saman að hreinsunarverkefnum og beiti sér fyrir almennri þátttöku í þeim ef með þarf. Mikilvægt er að fá umráðamenn atvinnufyrir- tækja til virkrar þátttöku í þessu starfi, með því að hreinsa til á sínum athafna- og umráðasvæðum. Landvernd hefur haft spurnir af því að margar sveitarstjórnir hafa kosið hreinsunarnefndir til að ann- ast þessi verk og því er sjálfsagt að haft verði samband við þær. En ef þær eru ekki fyrir hendi þá er nauðsynlegt að hafa gott samstarf við sveitarstjórnir eða heilbrigðis- nefnir um skipulag og framkvæmd verksins. Einnig þarf að hafa sam- band við heilbrigðisnefndir vegna frágangs á sorpi eða rusli, þannig að því verði komið fyrir á varan- legum stað, en nái ekki að fjúka og spilla umhverfi að nýju. Par sem það hentar ekki að hreinsunarherferðin sé samtímis alls staðar á landinu, leggur Land- vernd tii, að hún verði á tímabil- inu síðast í maí og fyrripart júní- mánaðar. Nú eru aðstæður mjög breytilegar og verður heimafólk því sjálft að meta hvaða verkefni verða tekin fyrir, enda ekki hægt að gefa neinar allsherjar ábending- ar í því efni, en nauðsynlegt er að skipuleggja þetta starf þannig að sem bestur árangur náist. í þéttbýli og nágrenni þess eru þó ákveðin svæði, sem sérstök ástæða er til að hreinsa og má þar nefna nágrenni sorphauga, næsta umhverfi verkstæða og vinnslu- stöðva (fis'kvinnslu og sláturhúsa), fjörur og önnur opin svæði. I sveitum eru algeng verkefni að Hvað er Kiwanis? Kiwanishreyfingin er alþjóðleg samtök þjónustuklúbba í 36 lönd- um með yfir 300.000 félaga. Merk- ing orðins Kiwanis er sjálfstilfinn- ing og að kynna sig. Fyrir félögum í þessari hreyfíngu vakir að láta gott af sér leiða og bæta samfélag- ið og umhverfið á einn og annan hátt. Félagar eru úr hinum ýmsu stéttum og starfsgreinum þjóðfé- lagsins. Fundir eru hálfsmánaðar- lega og hjá sumum vikulega yfir vetrarmánuðina. Á þessum fund- um hittast menn og kynnast sjón- armiðum hvers annars. Mjög oft og jafnvel á annan hvern fund eru ræðumenn utan klúbbsins, sem kynna ný viðhorf, miðla fróðleik og vekja menn til umhugsunar á einstökum málum samtíðarinnar. Utan funda eru svo hin ýmsu þjón- ustustörf fyrir almenning unnin. Árin 1974 og 1977 var höfð landssöfnun með sölu á K-lykli undir kjörorðinu: Gleymið ekki geðsjúkum. Öllum ágóða af þess- ari söfnun var varið til aðstoðar geðsjúkum. Svo fleiri dæmi séu nefnd má geta þess að klúbbarnir söfnuðu miklu fé til hjálpar bæði eftir Vestmannaeyjagosið og snjó- flóðin í Neskaupstað. Markmið hreyfingarinnar hafa verið túlkuð þannig hjá einum kiwanismanninum: Mannleg kjör og mannsins sál er meira virði en verðmæti, sem verða unnin úr veraldlegum toga spunnin. Eins og þú vilt aðrir gjöri eða breyti áttu að gera einatt hér, æðsta markmið þetta er. í viðskiptum og víðar er nú váleg hegðun. En blessaður góði beittu þér fyrir bættum siðum þar og hér. Gakktu á undan, gerðu rétt með góðu fasi. Efldu það á ýmsan hátt, að allir lifi í góðri sátt. Vita skaltu að varanlegu vinaböndin etu undirstaða okkar hags og ekki síður bræðraiags. hreinsa meðfram vegum, ám og vötnum, fjarlægja ónýtar vélar, girðingar, áburðarpoka og margs konar drasl sem ti'l fellur árlega. Hreint land — fagurt land er kjörorð hreinsunarvikunnar og Landvernd væntir þess að allir landsmenn geri þetta kjörorð að sínu og þá má vænta þess að ár- angur hreinsunarviku 1979 verði góður. Með bestu kveðju, Haukur Hafstað, framkv.stjóri. Fegrum landið — ræktum skóg. Skipuleggjum þjódgard í Þórsmðrk Hjörtur Þórarinsson. Eyjafjallasveit í Rangárþingi er gróðursæl, fögur og búsældarleg byggð. Par er snjólétt með afbrigð- um og þar vorar mörgum vikum fyrr en í nokkurri annarri sveit í landi okkar. Ferðamannastraumur um byggðir Eyjafjalla er afar mik- ill á sumri hverju, enda í alfara- leið. Munu til dæmis fáir staðir svo fjölsóttir sem Gljúfrabúi og Seljalandsfoss hjá Hamragörðum, Skógar með byggðasafni sínu, Skógafoss og Seljavallalaug, svo að eitthvað sé nefnt. En það eru ekki aðeins einstaka perlur í rífci náttúrunnar undir Eyjafjöllum, sem hrífa auga og gleðja sái, heldur má segja að fjöU- in, jökullinn, byggðin, hellarnir, fossarnir, ströndin og hafið hjálp- ist allt að og leggist á eitt um að skapa þarna lifandi fjölbreytni en þó svo samræmda heild að segja má að nálgist fullkomnun, ef svo er hægt að tala um náttúru lands- ins á nokkrum stað. Hvergi eru þó náttúrutöfrar landsins þar eystra svo miklir og margslungnir sem í Pórsmörk. Petta undraland liggur vel geymt í góðu skjóli háfjalla og jökla norð- an Eyjafjalla fyrir botni Markar- fljótsdalsins mikla. Pórsmörk og Goðaland sunnan Krossár eru tví- mælalaust eftirsóttustu ferða- mannastaðir landsins og allir, sem einu sinni hafa komið á þessar slóðir, þrá það hvað heitast að fara þangað aftur. Nokkrum erfiðleikum er það bundið að komast í Mörkina vegna vatnsfalla og hafa af því hlotist hrakningar og slysfarir. Pá hefur umgengni ferðamanna ekki alltaf verið svo góð sem skyldi og skortir mjög á allt skipulag ferðamála og eftirlit í þessum tmaðsreit. Pessi tvö atriði kalla á aðgerðir af opin- herri hálfu. Tryggja þarf að fólk komist í Mörkina, án þess að leggja sig í lífshættu, og vernda þarf landið fyrir átroðningi og spjöllum af slæmri umgengni. Hyggilegast tel ég vera að loka landinu fyrir innan Hvanná sem allra mesta fyrir bifreiðaumferð og er það raunar frumskilyrði fyrir því að þessi jarðneska paradís geti orðið það griðland sem vera þarf og vera ætti. Að öllu athuguðu mun Pórs- mörk það landsvæði sem frá nátt- úrunnar hendi er best fallið til að vera þjóðgarður. Við þurfum í vaxandi mæli á slíkum stöðum að halda og þess vegna er sjálfsagt að vinna að því að skipuleggja Mörk- ina til almenningsnota og almenn- ingsheilla. Heiti ég á opinbera að- ila, frjáls félagasamtök og ein- staklinga að leggja því málefni lið eftir því sem kostur er. Pað sem gera þarf í Þórsmörk tel ég vera í fáum orðum sagt þetta: 1. Friða Pórsmörk og Goðaland sem mest fyrir bifreiðaumferð 2. Setja ökufærar brýr á Jökulsá, Steinsholtsá og Hvanná, en að- eins göngubrú á Krossá. 3. Koma upp þjónustumiðstöð og vörslu. 4. Merkja gönguleiðir, tjaldstæði og bílastæði. 5. Hefta uppblástur og landeyð- ingu og stuðla að stóraukinni gróðurvernd. Vera má að ýmislegt fleira þurfi að taka til athugunar og vinna að í Pórsmörk og á Goðalandi. En hvað sem því líður, þá er það höf- uðatriðið að friða landið sem mest og opna það jafnframt til almenn- ingsnota. Vona ég að í því efni geti flestir verið á einu máli og að ekki dragist alltof lengi að þarna verði skipulagður þjóðgarður til heilla fyrir land og lýð. Jón R. Hjálmarsson. Umhverfið blað Kiwanismanna á Suðurlandi til hvatningar í umhverfisvernd, hreinsun umhverfis og snyrtingar. Umhverfismálin eru ein af mörgum málum, sem kiwanis- menn láta sér annt um. Hér á landi eru margir þjónustuklúbbar, sem láta sér ekki á sama standa, hvernig gengið er um lóðir, lönd og víðavang. Pá er uppgræðsla lands, hindrun uppblásturs annar þáttur í þessu máli og ekki minna virði. Skammt er síðan eldgosið varð í Vestmannaeyjum. Þar hef- ur mannshöndin og hugvitið gert stórátak, átak sem lengi mun í minnum haft. Petta stórátak gerði heilt byggðarlag byggilegt á ný. Miðaldra fólk man Heklugosið 1947, ösku- og vikurfallið mikla. Pá kom til aðstoðar mannshöndin og dró úr eyðingarmættinum og hindrað var að blómleg býli lögð- ust í eyði. Landgræðsla ríkisins er í stöðugu landnámi og beitir nýj- ustu tækni í sáningu og áburðar- dreifingu. Pegar þetta allt er haft í huga eru það smámunir einir sem við erum að minna á, að hver og einn hreinsi, snyrti og gangi þrifa- lega um sitt eigið land og lóð. Heilbrigðisnefndir viðkomandi staða eru að bjóða fram aðstoð við að fjarlægja rusl og óþrifnað. Hlut- verk þitt, vegfarandi góður og íbúi þessa fagra lands, er að hugsa þig um áður en þú fleygir frá þér rusli og órotnandi úrgangi. Gryfjur og brennsluofnar eru víða til taks. Erfitt er með járna- rusl, bílhræ og þ. u. 1. Benda má á í því sambandi, að ef shku járna- rusli er komið fyrir á afmörkuð svæði í hverri sveit, þá er Vél- stniðjan Sindri í Reykjavík tilbúin að kaupa þetta, ef einhver flytur Framh. á bls. 3

x

Umhverfið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umhverfið
https://timarit.is/publication/1413

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.