Umhverfið - 24.05.1979, Síða 2
2
UMHVERFIÐ
Fimmtudagur 24. maí 1979
Tilkynning
um lóðahreinsun á Selfossi
vorið 1979:
Samkvæmt ákvæðum heilbrigðisreglugerðar, ber
umráðamönnum lóða að halda þeim hreinum og
snyrtilegum.
Umráðamenn lóða eru hér með minntir á að flytja
nú þegar burt af lóðum sínum allt sem veldur óþrifn-
aði og óprýði og ljúka því fyrir 2. júní n.k.
Fram til þess tíma veitir áhaldahús bæjarins að-
stoð við að fjarlægja rusl endurgjaldslaust. Sími
áhaldahússins er 1388.
Úrgang og rusl skal flytja á sorphaugana á þeim
tíma sem hér segir:
Mánudaga — fimmtudaga kl. 9—17
Föstudaga kl. 9—22
Laugardaga kl. 9—17
Heilbrigðisnefnd Selfoss
VSÐ SELJUM:
Allar mjólkurvörur
til hversdagsneyslu
og hátíðabrigða.
Jógurt og G-vörur
eru í neysluumbúðum,
þægilegt til framreiðslu.
Hressandi, styrkjandi, nærandi.
Mjólkurbú Flóamanna
Rangæingar
Höldum héraðinu okkar hreinu.
Göngum vel um lönd og lóðir.
Náttúruverndarnefnd.
Tilkynning
um lóðahreinsun í Vík og umferð hrossa
um götur kauptúnsins.
Hreppsnefnd Hvammshrepps vill að venju benda ljóðarhöfum á að þeim
ber skylda til að halda lóðum hreinum og snyrtilegum. Lóðarhafar eru
minntir á að flytja nú þegar burt af lóðum sínum allt sem veldur óþrifn-
aði og er til lýta og ljúka því fyrir 2. júní n.k. Úrgang og rusl skal flytja
í sorpgryfjur þorpsins eftir nánari fyrirmælum hreinsunarmanns, en
hann mun einnig veita aðstoð við flutningana, ef óskað er.
Hestaeigendur í Vík eru enn einu sinni minntir á það að samkvæmt
samþykkt hreppsnefndar er öll umferð með hross um götur þorpsins
stranglega bönnuð og bendir í því sambandi á þá hættu, sem bömum
og öðrum er búin af reið og rekstri hrossanna um kauptúnið auk þeirra
skemmda og óþrifa sem þau valda.
Hreppsnefnd Hvammshrepps.
Banki allra
landsmanna
Hellubúar
Takið nú rösklega til eftir veturinn. Hreinsið og
snyrtið vel lóðir ykkar og landsvæði. Fjarlægið allt
rusl. Ljúkið þessu öllu fyrir 15. júní.
Sveitarstjóri.
Tilkynning
um lóðahreinsun í Hveragerði
Samkvæmt ákvæðum heilbrigðisreglugerðar, ber umráðamönnum lóða
að halda þeim hreinum og snyrtilegum. Umráðamenn lóða eru hér með
minntir á að flytja nú þegar burt af lóðum sínum allt, sem veldur óþrifn-
aði og óprýði og ljúka því fyrir 2. júní n.k. Fram til þess tíma veitir
áhaldahús hreppsins aðstoð við að fjarlægja rusl endurgjaldslaust. Sími
áhaldahúss er 4337.
Verði hreinsun ekki lokið fyrir 2. júní verður ruslið f jarlægt á kostnað
lóðarhafa. Úrgang og rusl skal flytja á sorphaugana sem hér segir:
Mánud. — föstud. kl. 16—18 og laugard. kl. 13—16. Á öðrum tímum er
hægt að fá lykil að sorphaugunum í áhaldahúsi hreppsins.
Heilbrigðisnefnd Hveragerðishrepps.